Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 15

Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 15
IB Lindís í Samalandi Höf: Guðný Anna Annasdóttir Myndh: Páll Jóhann Sigurjónsson Magdalena langalangamma Lindísar, sem býr í Narvik í Norður-Noregi, á 105 ára afmæli . Lindís fer þangað með móður sinni og ömmu til þess að vera viðstödd stórafmælið . Þar upplifir Lindís samíska menningu . En hvað er besta upplifunin fyrir Lindísi? Þessi bók er í flokknum Leikur að lesa . 33 bls . Gudda Creative KIL Litli prinsinn Höf: Antoine de Saint-Exupéry Þýð: Arndís Lóa Magnúsdóttir Sígild og ástsæl saga um flugmann sem brotlendir í eyðimörk og hittir þar lítinn prins frá ókunnugri plánetu . Prinsinn segir honum frá ferð sinni um alheiminn, öllum sem hann hefur hitt og öllu því sem hann hefur lært um lífið . Hún hefur komið út á yfir 250 tungumálum og selst í meira en 200 milljónum eintaka . Ný þýðing Arndísar Lóu Magnúsdóttur . 125 bls . Benedikt bókaútgáfa IB Ljósaserían: Draugagangur og Derby Höf: Ásrún Magnúsdóttir Myndh: Evana Kisa Eyvör og Milena byrja að æfa glænýja íþrótt, roller derby! En æfingarnar breytast í rúllandi ráðgátu þegar námskeiðinu er aflýst! 60 bls . Bókabeitan IB Ljósaserían: Ráðgátugleraugun Höf: Kristín Björg Sigurvinsdóttir Myndh: Herborg Árnadóttir Aníta er ósátt við að Andri, litli bróðir hennar, fái að fara með í gistingu til ömmu og afa . Hún fær þó um annað að hugsa þegar fjarstýrður bíll og tvær Syrpur hverfa á dularfullan hátt . Svo dregur amma fram ráðgátugleraugun . 73 bls . Bókabeitan IB Ljósaserían: Stúfur og björgunar leiðangurinn Höf: Eva Rún Þorgeirsdóttir Myndh: Blær Guðmundsdóttir Jólakötturinn er alltaf í vondu skapi . Einn daginn ákveður Stúfur að hjálpa honum að finna gleðina og góða skapið sem gerir lífið svo miklu skemmtilegra . En þegar þeir félagar finna lítið lamb í hættu breytist dagurinn í svakalegan björgunarleiðangur! 80 bls . Bókabeitan IB Loki 3: leiðarvísir fyrir prakkara að heimsyfirráðum Höf: Louie Stowell Þýð: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Loki á í bölvuðu basli með að verða almennilegur . Hann er enn þá á jörðinni sem 11 ára strákur og í straffi hjá Óðni vegna þess að hann klippti hárið af ásynjunni Sif en núna lendir hann í alvarlegum vandræðum . Stendur Loki sig í þetta sinn eða tekur prakkarinn yfirráðin? Dásamlega fyndin bók með rætur í sagnaarfinum fyrir 8+ 288 bls . Kver bókaútgáfa IB Lói: seigla og sigrar Höf: Friðrik Erlingsson og Styrmir Guðlaugsson Myndh: Gunnar Karlsson Sól skín í heiði og lóur og aðrir farfuglar koma fljúgandi í stórum hópum á varpstöðvarnar . Það er þó ekki hættulaust því að fálkinn Skuggi er svangur eftir veturinn og situr fyrir þeim . Bækurnar um Lóa eru byggðar á íslensku kvikmyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem hefur farið sigurför um heiminn . 64 bls . Bjartur IB LÆK Höf: Bergrún Íris Sævarsdóttir og Gunnar Helgason Sæskrímsli, uppvakningar, tröll, kolkrabbahamstur, fangamyndavél, ofurhetja og allskyns aðrar f ígúrur búa innan um mannfólkið í Hafnarfirði – og lifna við í stórskemmtilegum, sprenghlægilegum, á stundum afar sorglegum en aðallega spennandi smásögum . 184 bls . Drápa IB Matti og Maurún Höf: Marco Mancini Leggðu af stað í hugljúft ævintýri með Maurúnu og Matta til að komast í kynni við ótrúlegan heim leynilegrar mauranýlendu á íslenskum leikskólavelli . Taktu þátt í sérstakri vináttu þeirra sem er fyllt gleði, forvitni og sögum sem leiða í ljós mikil stórmerki undir fótum okkar . 46 bls . Bókafélagið IB Mírabella gegnir ekki galdrabanni Höf: Harriet Muncaster Þýð: Ingunn Snædal Mírabella er sérstök af því að hún er öðruvísi . Nú ætla álfarnir að halda hátíð og pabbi Mírabellu er búinn að segja að hún verði að haga sér vel . En Mírabella veit að allt verður mun skemmtilegra ef hún framkvæmir nokkra nornagaldra . Tekst Mírabellu að halda sig á mottunni? Mjög líklega ekki! 128 bls . Drápa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 15GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur SK ÁLDVERK

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.