Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 15

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 15
IB Lindís í Samalandi Höf: Guðný Anna Annasdóttir Myndh: Páll Jóhann Sigurjónsson Magdalena langalangamma Lindísar, sem býr í Narvik í Norður-Noregi, á 105 ára afmæli . Lindís fer þangað með móður sinni og ömmu til þess að vera viðstödd stórafmælið . Þar upplifir Lindís samíska menningu . En hvað er besta upplifunin fyrir Lindísi? Þessi bók er í flokknum Leikur að lesa . 33 bls . Gudda Creative KIL Litli prinsinn Höf: Antoine de Saint-Exupéry Þýð: Arndís Lóa Magnúsdóttir Sígild og ástsæl saga um flugmann sem brotlendir í eyðimörk og hittir þar lítinn prins frá ókunnugri plánetu . Prinsinn segir honum frá ferð sinni um alheiminn, öllum sem hann hefur hitt og öllu því sem hann hefur lært um lífið . Hún hefur komið út á yfir 250 tungumálum og selst í meira en 200 milljónum eintaka . Ný þýðing Arndísar Lóu Magnúsdóttur . 125 bls . Benedikt bókaútgáfa IB Ljósaserían: Draugagangur og Derby Höf: Ásrún Magnúsdóttir Myndh: Evana Kisa Eyvör og Milena byrja að æfa glænýja íþrótt, roller derby! En æfingarnar breytast í rúllandi ráðgátu þegar námskeiðinu er aflýst! 60 bls . Bókabeitan IB Ljósaserían: Ráðgátugleraugun Höf: Kristín Björg Sigurvinsdóttir Myndh: Herborg Árnadóttir Aníta er ósátt við að Andri, litli bróðir hennar, fái að fara með í gistingu til ömmu og afa . Hún fær þó um annað að hugsa þegar fjarstýrður bíll og tvær Syrpur hverfa á dularfullan hátt . Svo dregur amma fram ráðgátugleraugun . 73 bls . Bókabeitan IB Ljósaserían: Stúfur og björgunar leiðangurinn Höf: Eva Rún Þorgeirsdóttir Myndh: Blær Guðmundsdóttir Jólakötturinn er alltaf í vondu skapi . Einn daginn ákveður Stúfur að hjálpa honum að finna gleðina og góða skapið sem gerir lífið svo miklu skemmtilegra . En þegar þeir félagar finna lítið lamb í hættu breytist dagurinn í svakalegan björgunarleiðangur! 80 bls . Bókabeitan IB Loki 3: leiðarvísir fyrir prakkara að heimsyfirráðum Höf: Louie Stowell Þýð: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Loki á í bölvuðu basli með að verða almennilegur . Hann er enn þá á jörðinni sem 11 ára strákur og í straffi hjá Óðni vegna þess að hann klippti hárið af ásynjunni Sif en núna lendir hann í alvarlegum vandræðum . Stendur Loki sig í þetta sinn eða tekur prakkarinn yfirráðin? Dásamlega fyndin bók með rætur í sagnaarfinum fyrir 8+ 288 bls . Kver bókaútgáfa IB Lói: seigla og sigrar Höf: Friðrik Erlingsson og Styrmir Guðlaugsson Myndh: Gunnar Karlsson Sól skín í heiði og lóur og aðrir farfuglar koma fljúgandi í stórum hópum á varpstöðvarnar . Það er þó ekki hættulaust því að fálkinn Skuggi er svangur eftir veturinn og situr fyrir þeim . Bækurnar um Lóa eru byggðar á íslensku kvikmyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem hefur farið sigurför um heiminn . 64 bls . Bjartur IB LÆK Höf: Bergrún Íris Sævarsdóttir og Gunnar Helgason Sæskrímsli, uppvakningar, tröll, kolkrabbahamstur, fangamyndavél, ofurhetja og allskyns aðrar f ígúrur búa innan um mannfólkið í Hafnarfirði – og lifna við í stórskemmtilegum, sprenghlægilegum, á stundum afar sorglegum en aðallega spennandi smásögum . 184 bls . Drápa IB Matti og Maurún Höf: Marco Mancini Leggðu af stað í hugljúft ævintýri með Maurúnu og Matta til að komast í kynni við ótrúlegan heim leynilegrar mauranýlendu á íslenskum leikskólavelli . Taktu þátt í sérstakri vináttu þeirra sem er fyllt gleði, forvitni og sögum sem leiða í ljós mikil stórmerki undir fótum okkar . 46 bls . Bókafélagið IB Mírabella gegnir ekki galdrabanni Höf: Harriet Muncaster Þýð: Ingunn Snædal Mírabella er sérstök af því að hún er öðruvísi . Nú ætla álfarnir að halda hátíð og pabbi Mírabellu er búinn að segja að hún verði að haga sér vel . En Mírabella veit að allt verður mun skemmtilegra ef hún framkvæmir nokkra nornagaldra . Tekst Mírabellu að halda sig á mottunni? Mjög líklega ekki! 128 bls . Drápa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 15GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur SK ÁLDVERK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.