Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 17
IB
Spæjarastofa Lalla og Maju
Sundráðgátan
Höf: Martin Widmark
Myndir: Helena Willis
Þýð: Æsa Guðrún Bjarnadóttir
Bæjarbúar flykkjast í sund til að sjá
Ólympíumeistarann Rökkva Snæ sýna dýfingar .
Eftir glæsilegt stökk neitar hann að koma upp úr .
Hvað varð um sundskýluna hans?! Og hver rændi
verðmætum úr skápum sundlaugargesta? Bráðfyndin
og spennandi ráðgáta fyrir unga lestrarhesta .
91 bls .
Forlagið - Mál og menning
IB
Sveindís Jane: Saga af stelpu í landsliði
Höf: Sæmundur Norðfjörð og Sveindís Jane
Jónsdóttir
Sagan af Sveindísi Jane heldur áfram!
Hún keppir nú með unglingalandsliðinu fyrir hönd
Íslands . Baráttan er við erfiða mótherja fremstu liða
heims . En það er ekki bara baráttan við mótherjana
sem er erfið, það er ekki síður flókið að eiga við
samherjana . Sumir þeirra haga sér meira að segja ansi
undarlega eins og til dæmis hún Mæja pæja .
76 bls .
Loki
IB
Tjörnin
Höf: Rán Flygenring
Þegar Fífa og Spói rekast á ókunna dæld í miðjum
garðinum sínum breytist allt . Hélukeppir og
gljáfætlur, óstýrilát selshamsstytta, dularfullt
draugabarn og bíræfnir nágrannar eru bara brot
af þeim undrum sem koma upp úr kafinu þegar
vinirnir munda skóflurnar . Hyldjúp og töfrandi
saga fyrir náttúrubörn á öllum aldri .
64 bls .
Angústúra
KIL
Undirheimar
Höf: Helgi Jónsson
Ester er 10 ára stelpa sem kemur ekki heim eitt
kvöldið . Leit að henni stendur í sex daga . Þá birtist hún
skyndilega og enginn trúir hvar hún hefur verið .
180 bls .
Bókaútgáfan Tindur
IB
Valkyrjusaga
Höf: Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Ríkulega myndlýst ævintýri! Kötlu leiðist því Máni,
besti vinur hennar, er á ferðalagi um Kína . Svo eru
amma klettur og göldrótt systir hennar búnar að
leggja undir sig heimilið . En Katla kemst í nýstofnað
fótboltalið og sumarfríið tekur óvænta stefnu þegar
sex valkyrjur úr goðheimum mæta á svæðið .
264 bls .
Bókabeitan
IB
Versta vika sögunnar
Mánudagur
Höf: Eva Morales og Matt Cosgrove
Þýð: Ásmundur Helgason
Hefur þú einhvern tíma átt slæma viku? Það
hefur Jón Jónsson átt, og þetta er sú vika!
Mamma hans var að giftast vampíru . Pabbi hans
keyrir um á risastóru klósetti . Kettinum hans
hefur verið rænt, líklega af geimverum .
192 bls .
Drápa
IB
Verstu skrímsli í heimi
Höf: David Walliams
Þýð: Guðni Kolbeinsson
Tíu frábærar sögur um verstu skrímsli í heimi sem
munu fá þig til að hristast af hlátri . Eftir lestur þessarar
bókar munt þú aldrei líta skrímsli sömu augum .
284 bls .
Bókafélagið
IB
Voffbóti
Höf: David Walliams
Þýð: Guðni Kolbeinsson
Voffbóti er nýkominn í Lögregluhundaskólann
og útbúinn til afreka . En getur hann stöðvað
illskeyttasta tvíeki Uslaborgar og áætlanir
þeirra um að rústa borginni . Frábær bók
eftir Íslandsvininn David Walliams .
320 bls .
Bókafélagið
KIL
Vondir gaurar 6
Höf: Aaron Blabey
Einn af öðrum hverfa vondu gaurarnir . Teknir! Af
skrímsli með allt of margar tennur … og of marga
rassa! Eru þetta endalokin? Kannski . Verður þetta
fyndið? Þú getur alveg bókað það! Ný bók í vinsælum
bókaflokki sem hvetur krakka til að lesa .
140 bls .
Óðinsauga útgáfa
SVK
Ævintýri Petru papriku
Höf: Hafdís Helgadóttir
Myndh: Hildur Hörn Sigurðardóttir
Petra paprika lendir á ókunnugum stað og fer
í ævintýraleiðangur að leita svara hvers vegna
hún endaði þar . Hún kemst fljótt að því að þessi
staður er lítill bær sem kallast Líkaminn . Þar
kynnist hún alls kyns furðuverum sem allar
hafa sitt hlutverk . Petra paprika lærir ýmislegt
um orku og næringarefni í leiðinni .
32 bls .
Hafdís Helgadóttir
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 17GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Barnabækur MYNDRÍK AR