Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 17

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 17
IB Spæjarastofa Lalla og Maju Sundráðgátan Höf: Martin Widmark Myndir: Helena Willis Þýð: Æsa Guðrún Bjarnadóttir Bæjarbúar flykkjast í sund til að sjá Ólympíumeistarann Rökkva Snæ sýna dýfingar . Eftir glæsilegt stökk neitar hann að koma upp úr . Hvað varð um sundskýluna hans?! Og hver rændi verðmætum úr skápum sundlaugargesta? Bráðfyndin og spennandi ráðgáta fyrir unga lestrarhesta . 91 bls . Forlagið - Mál og menning IB Sveindís Jane: Saga af stelpu í landsliði Höf: Sæmundur Norðfjörð og Sveindís Jane Jónsdóttir Sagan af Sveindísi Jane heldur áfram! Hún keppir nú með unglingalandsliðinu fyrir hönd Íslands . Baráttan er við erfiða mótherja fremstu liða heims . En það er ekki bara baráttan við mótherjana sem er erfið, það er ekki síður flókið að eiga við samherjana . Sumir þeirra haga sér meira að segja ansi undarlega eins og til dæmis hún Mæja pæja . 76 bls . Loki IB Tjörnin Höf: Rán Flygenring Þegar Fífa og Spói rekast á ókunna dæld í miðjum garðinum sínum breytist allt . Hélukeppir og gljáfætlur, óstýrilát selshamsstytta, dularfullt draugabarn og bíræfnir nágrannar eru bara brot af þeim undrum sem koma upp úr kafinu þegar vinirnir munda skóflurnar . Hyldjúp og töfrandi saga fyrir náttúrubörn á öllum aldri . 64 bls . Angústúra KIL Undirheimar Höf: Helgi Jónsson Ester er 10 ára stelpa sem kemur ekki heim eitt kvöldið . Leit að henni stendur í sex daga . Þá birtist hún skyndilega og enginn trúir hvar hún hefur verið . 180 bls . Bókaútgáfan Tindur IB Valkyrjusaga Höf: Kristín Ragna Gunnarsdóttir Ríkulega myndlýst ævintýri! Kötlu leiðist því Máni, besti vinur hennar, er á ferðalagi um Kína . Svo eru amma klettur og göldrótt systir hennar búnar að leggja undir sig heimilið . En Katla kemst í nýstofnað fótboltalið og sumarfríið tekur óvænta stefnu þegar sex valkyrjur úr goðheimum mæta á svæðið . 264 bls . Bókabeitan IB Versta vika sögunnar Mánudagur Höf: Eva Morales og Matt Cosgrove Þýð: Ásmundur Helgason Hefur þú einhvern tíma átt slæma viku? Það hefur Jón Jónsson átt, og þetta er sú vika! Mamma hans var að giftast vampíru . Pabbi hans keyrir um á risastóru klósetti . Kettinum hans hefur verið rænt, líklega af geimverum . 192 bls . Drápa IB Verstu skrímsli í heimi Höf: David Walliams Þýð: Guðni Kolbeinsson Tíu frábærar sögur um verstu skrímsli í heimi sem munu fá þig til að hristast af hlátri . Eftir lestur þessarar bókar munt þú aldrei líta skrímsli sömu augum . 284 bls . Bókafélagið IB Voffbóti Höf: David Walliams Þýð: Guðni Kolbeinsson Voffbóti er nýkominn í Lögregluhundaskólann og útbúinn til afreka . En getur hann stöðvað illskeyttasta tvíeki Uslaborgar og áætlanir þeirra um að rústa borginni . Frábær bók eftir Íslandsvininn David Walliams . 320 bls . Bókafélagið KIL Vondir gaurar 6 Höf: Aaron Blabey Einn af öðrum hverfa vondu gaurarnir . Teknir! Af skrímsli með allt of margar tennur … og of marga rassa! Eru þetta endalokin? Kannski . Verður þetta fyndið? Þú getur alveg bókað það! Ný bók í vinsælum bókaflokki sem hvetur krakka til að lesa . 140 bls . Óðinsauga útgáfa SVK Ævintýri Petru papriku Höf: Hafdís Helgadóttir Myndh: Hildur Hörn Sigurðardóttir Petra paprika lendir á ókunnugum stað og fer í ævintýraleiðangur að leita svara hvers vegna hún endaði þar . Hún kemst fljótt að því að þessi staður er lítill bær sem kallast Líkaminn . Þar kynnist hún alls kyns furðuverum sem allar hafa sitt hlutverk . Petra paprika lærir ýmislegt um orku og næringarefni í leiðinni . 32 bls . Hafdís Helgadóttir  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 17GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur MYNDRÍK AR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.