Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 20

Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 20
Teiknimyndasögur SVK Hjartastopp 3 Höf: Alice Oseman Þýð: Erla Elíasdóttir Völudóttir Einlæg og snjöll myndasaga fyrir börn og unglinga sem hefur farið sigurför um heiminn . Nick og Charlie eru par en vilja halda því fyrir sig til að byrja með . En þegar þeir fara í skólaferðalag til Parísar spyrst leyndarmálið út . Munu vinir þeirra standa með þeim? Eftir bókunum hafa verið gerðir vinsælir sjónvarpsþættir á Netflix . 385 bls . Forlagið - JPV útgáfa SVK Hjartastopp 4 Höf: Alice Oseman Þýð: Erla Elíasdóttir Völudóttir Fjórða myndasagan í bókaflokknum vinsæla eftir breska höfundinn Alice Oseman . Rómantískar, innilegar og skemmtilegar bækur með fallegum og raunsæjum lýsingum á unglingum . Hjartastopp hefur farið sigurför um heiminn . 352 bls . Forlagið - JPV útgáfa IB Jólasyrpa 2024 Höf: Walt Disney Spennandi sögur úr Andabæ sem koma öllum í jólaskap! 256 bls . Edda útgáfa IB Goðheimar 14 Múrinn Höf: Peter Madsen Þýð: Bjarni Frímann Karlsson Næstsíðasta bókin í þessum vinsæla myndasagnabálki . Frjósemisguðinn Freyr fær augastað á jötnameyjunni Gerði og Þjálfi er sendur til Gymisgarða í gervi Skírnis skósveins til þess að sannfæra stúlkuna um að eiga stefnumót við guðinn . Sú ferð reynist sannkallað hættuspil því að Ragnarök nálgast óðum og mikill jötnaher hefur safnast fyrir á staðnum . 48 bls . Forlagið - Iðunn KIL Persepolis Höf: Marjane Satrapi Þýð: Snæfríð Þorsteins Ógleymanleg uppvaxtarsaga íranska höfundarins Marjane Satrapi (f . 1969), sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom fyrst út . Spaugilegar hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar fléttast listilega saman þessari margrómuðu myndasögu sem lætur engan ósnortinn . 172 bls . Angústúra IB Fótboltistarnir Ráðgátan um stolnu styttuna Höf: Roberto Santiago Myndh: Carlos Lluch Þýð: Ásmundur Helgason Ein mínúta eftir! Skógargerði á víti . Það eru tvær mjög sérstakar reglur í jólamótinu í Skógargerði . Allir leikmenn og dómarar verða að vera með jólasveinahúfu og allir mega kasta snjóboltum á síðustu mínútu hvers leiks . Sagan byrjar á lokamínútunni . . . og allt getur gerst! 64 bls . Drápa SVK Ráðgátumyndasögur Höf: Martin Widmark og Helena Willis Þýð: Æsa Guðrún Bjarnadóttir Frábær bók í fríið fyrir spæjara á aldrinum 5-11 ára! Lalli og Maja hjálpa lögreglustjóranum í Víkurbæ að leysa dularfullar ráðgátur . Hér birtast Lalli og Maja í fyrsta sinn á myndasöguformi . Fjórar nýjar ráðgátur auk fjölmargra þrauta og frétta af fólkinu í Víkurbæ, bæði þeim sem fremja glæpina og spæjurunum sem leysa ráðgáturnar . 72 bls . Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa20 Teiknimyndasögur Teiknimyndasögur Gefum börnum bækur

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.