Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 22

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 22
SVK Hugmyndasmiðir: Frábær hugmynd! Höf: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Svava Arnardóttir Myndh: Ninna Þórarinsdóttir Vilt þú vera hugmyndasmiður? Í þessari bók kynnist þú aðferðum við að hugsa skapandi, fá hugmyndir og láta þær verða að veruleika . Bókin fjallar líka um það hvers vegna hugmyndasmiðir eru mikilvægir fyrir framtíðina . Í gegnum verkefnið læra krakkar um nýsköpun, sem eflir frumkvöðlafærni þeirra og hvetur þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina . 64 bls . Bókabeitan IB Heillandi risaeðlur Skemmtitaska með þrautum, fróðleik og límmiðum! Höf: Novelty Book Company Taskan geymir harðspjaldabók með flottum myndum, þrautum og fróðleik, spjald með skemmtilegum verkefnum og útdraganlegu handfangi og yfir 90 margnota límmiða . Heillandi heimur risaeðlanna . 10 bls . Edda útgáfa SVK Ísadóra Nótt - Vetrarþrautabókin Höf: Harriet Muncaster Þýð: Ingunn Snædal 50 frábær viðfangsefni, þar á meðal þrautir og myndir til að lita eða leita í . Margra klukkustunda skemmtun! Sprottið úr veröldinni sem Ísadóra Nótt býr í, uppáhalds hálfi álfur, hálfa vampíra allra krakka – fullkomin bók fyrir þau sem hafa gaman að leiftrandi töfrum og fjöri! 64 bls . Drápa IB Vísindalæsi 5 Kúkur, piss og prump Höf: Sævar Helgi Bragason Myndir: Elías Rúni Allt í náttúrunni er hluti af hringrás . Þú líka! Meltingin þín leikur nefnilega algjört lykilhlutverk þar . Heimurinn verður svo fallegur og forvitnilegur þegar við uppgötvum hvernig allt er tengt . Meira að segja kúkur, piss og prump verður bara … spennandi! Mögnuð bók úr hinum vinsæla Vísindalæsisflokki með litmyndum á hverri opnu . 80 bls . Forlagið - JPV útgáfa IB Sigrún í safninu Höf: Sigrún Eldjárn Hér segir einn ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar, Sigrún Eldjárn, frá uppvexti sínum í Þjóðminjasafninu þegar faðir hennar, Kristján Eldjárn, var þjóðminjavörður . Hvernig er að alast upp í safni? Að eiga gæslukonur og beinagrindur að vinkonum og fá konunga í heimsókn? Söguna prýða einstakar myndir sem bera öll höfundareinkenni Sigrúnar . 72 bls . Forlagið - Mál og menning IB Skoðum alheiminn Höf: Jorge Montoro Þýð: Ingunn Snædal Jörðin, pláneturnar, sólkerfið, geimstöðvar og alheimurinn! Ótrúlega fróðleg og aðgengileg bók um allt sem krakkar vilja vita um heiminn þarna úti! 48 bls . Drápa IB Hin stórkostlega bók um Útdauð dýr Höf: Elisia García Nieto Myndh: Lidia Di Blasi Þýð: Jón Már Halldórsson Hér lifnar við fjöldi mikilfenglegra útdauðra dýra, sem eitt sinn byggðu jörðina, í glæsilegum teikningum . Stórglæsileg og áhugaverð bók með mögnuðum teikningum . 94 bls . Drápa IB Vörubílar og vinnuvélar Höf: Örn Sigurðsson Velkomin í heim vörubíla og vinnuvéla sem hafa aðstoðað við ýmis verk í meira en hundrað ár . Án grafa og vinnuvéla væru engir góðir vegir í sveitum eða götur og gangstéttir í borgum . Öflugir vinnubílar hjálpa til við að flytja vörur og sorp, ryðja snjó og slökkva elda . Bók sem hittir í mark hjá öllum sem hafa áhuga á stórum tækjum! 21 bls . Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa22 Barnabækur FR ÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS Fyrir þinn eigin ævintýraheim.

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.