Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 28
IB RAF
Kul
Höf: Sunna Dís Másdóttir
Una rambar á barmi kulnunar og er send vestur á
firði í glænýtt úrræði, Kul . Þar dvelur hópur fólks í
svartasta skammdeginu og reynir að horfast í augu
við myrkrið innra með sér . Fyrir vestan sækir fortíðin
á Unu og þegar hrikta fer í stoðum meðferðarinnar,
og sjálfsmyndar Unu, tekur það sem hefur frosið
fast innra með henni að losna úr læðingi .
370 bls .
Forlagið - Mál og menning
IB
Kvöldið sem hún hvarf
Höf: Eva Björg Ægisdóttir
Mannabein finnast á sveitabæ í Hvalfirði þar
sem ekki hefur verið búið í hálfa öld . Hver kom
þeim þar fyrir, hvers vegna — og hvenær? Ung
einstæð móðir flytur á Akranes með ungan son
sinn og fær leigða kjallaraíbúð hjá eldri manni
sem virðist ekki allur þar sem hann er séður .
368 bls .
Veröld
IB
Leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar
Höf: Ólafur Haukur Símonarson
Öll helstu leikrit Ólafs Hauks birtast hér í einni
bók, samtals 18 verk frá löngum ferli hans .
560 bls .
Skrudda
IB RAF
Límonaði frá Díafani
Höf: Elísabet Jökulsdóttir
Ella Stína er átta ára þegar hún fer út í heim með
fjölskyldunni . Í Grikklandi er allt með öðrum brag
en heima á Seltjarnarnesi . Ella Stína skottast um
allt með yngri bræður sína en foreldrarnir eru
yfirleitt uppteknir við skriftir . Löngu seinna kemur
Ella Stína aftur til Grikklands, hvað er þá orðið af
sólbökuðu fjölskyldunni sem eitt sinn var?
91 bls .
Forlagið - JPV útgáfa
KIL
Ljósbrot
Höf: Ingileif Friðriksdóttir
Þegar þú stendur frammi fyrir sannleikanum
eða ímyndinni, hvort velurðu?
Kolbrún er farsæll framkvæmdastjóri,
hamingjusamlega gift og fjölskyldumyndin gæti
auðveldlega fylgt rammanum úti í búð . Þegar hún
býður sig fram til forseta fer af stað atburðarás
sem hún hefði aldrei getað séð fyrir .
224 bls .
Salka
IB
Logaberg
Höf: Sigþór J. Guðmundsson
Verulega spretthörð fantasía sem er römmuð inn
í íslenskan veruleika en hefur skírskotun aftur í
sagnaarfinn . Fangaverðirnir Oktavía og Hannibal
eru sendir í sakleysislegan leiðangur sem breytist
í djöfullega óvissuferð upp á líf og dauða .
452 bls .
Bókaútgáfan Sæmundur
SVK RAF HLB
Mandla
Höf: Hildur Knútsdóttir
Þegar grindhoruð læða birtist á hjúkrunarheimili
tekur öldrunarlæknirinn Eva henni fagnandi . Hún
veit að gæludýr hafa góð áhrif á vistmenn slíkra
stofnana og berst fyrir því að kötturinn fái að vera .
Fljótlega tekur hún eftir því að allir sem læðan
Mandla tekur ástfóstri við látast skömmu síðar . Getur
verið að hún geti spáð fyrir um andlát fólks?
104 bls .
Forlagið - JPV útgáfa
RAF HLB
Miðsvetrarblót
Höf: Jaki Valsson
Á brennuöld verður Jón Leppur logunum að bráð
en hefndin nær langt út fyrir gröf og dauða . Þrjú
hundruð árum síðar ætlar rapparinn Toggi að verja
jólunum með fjölskyldunni en draugar fortíðarinnar
og hryllileg öfl leggja á þau skelfingu sem ekkert
þeirra hefði órað fyrir . Hrollvekjandi og nútímaleg
fjölskyldusaga sem heldur þér í heljargreipum .
330 bls .
Storytel
IB
Mikilvægt rusl
Höf: Halldór Armand Ásgeirsson
Daginn sem forsætisráðherra Íslands biður Guð að
blessa þjóðina finnur öskukallinn Gómur Barðdal
afskorið mannsnef í ruslatunnu við glæsihýsi í
Þingholtunum . Skömmu síðar er frændi hans,
seinheppna skáldið Geir Norðann, ráðinn sem
ljóðakennari inn á þetta sama heimili . Hver á
þetta nef? Hvernig endaði það í ruslatunnu?
246 bls .
Flatkakan
KIL
Mold er bara mold
Litla systir mín fjöldamorðinginn
Höf: Almar Steinn Atlason
Þetta er sagan af Beggu Sól, ævintýraleg hetjusaga
í þremur hlutum um erfiðleika, ofbeldi, afleiðingar,
sorgir og glórulaust klúður . Við fylgum Beggu
eftir í gegnum völundarhús skriffinnskuvélarinnar,
myrkar dýflissur þeirra valdagráðugu og
virðulegu og út í raunir órablámans – handan
þokunnar, réttlætisins og fjallanna .
612 bls .
Sögur útgáfa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa28
Skáldverk ÍSLENSK