Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 28

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 28
IB RAF Kul Höf: Sunna Dís Másdóttir Una rambar á barmi kulnunar og er send vestur á firði í glænýtt úrræði, Kul . Þar dvelur hópur fólks í svartasta skammdeginu og reynir að horfast í augu við myrkrið innra með sér . Fyrir vestan sækir fortíðin á Unu og þegar hrikta fer í stoðum meðferðarinnar, og sjálfsmyndar Unu, tekur það sem hefur frosið fast innra með henni að losna úr læðingi . 370 bls . Forlagið - Mál og menning IB Kvöldið sem hún hvarf Höf: Eva Björg Ægisdóttir Mannabein finnast á sveitabæ í Hvalfirði þar sem ekki hefur verið búið í hálfa öld . Hver kom þeim þar fyrir, hvers vegna — og hvenær? Ung einstæð móðir flytur á Akranes með ungan son sinn og fær leigða kjallaraíbúð hjá eldri manni sem virðist ekki allur þar sem hann er séður . 368 bls . Veröld IB Leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar Höf: Ólafur Haukur Símonarson Öll helstu leikrit Ólafs Hauks birtast hér í einni bók, samtals 18 verk frá löngum ferli hans . 560 bls . Skrudda IB RAF Límonaði frá Díafani Höf: Elísabet Jökulsdóttir Ella Stína er átta ára þegar hún fer út í heim með fjölskyldunni . Í Grikklandi er allt með öðrum brag en heima á Seltjarnarnesi . Ella Stína skottast um allt með yngri bræður sína en foreldrarnir eru yfirleitt uppteknir við skriftir . Löngu seinna kemur Ella Stína aftur til Grikklands, hvað er þá orðið af sólbökuðu fjölskyldunni sem eitt sinn var? 91 bls . Forlagið - JPV útgáfa KIL Ljósbrot Höf: Ingileif Friðriksdóttir Þegar þú stendur frammi fyrir sannleikanum eða ímyndinni, hvort velurðu? Kolbrún er farsæll framkvæmdastjóri, hamingjusamlega gift og fjölskyldumyndin gæti auðveldlega fylgt rammanum úti í búð . Þegar hún býður sig fram til forseta fer af stað atburðarás sem hún hefði aldrei getað séð fyrir . 224 bls . Salka IB Logaberg Höf: Sigþór J. Guðmundsson Verulega spretthörð fantasía sem er römmuð inn í íslenskan veruleika en hefur skírskotun aftur í sagnaarfinn . Fangaverðirnir Oktavía og Hannibal eru sendir í sakleysislegan leiðangur sem breytist í djöfullega óvissuferð upp á líf og dauða . 452 bls . Bókaútgáfan Sæmundur SVK RAF HLB Mandla Höf: Hildur Knútsdóttir Þegar grindhoruð læða birtist á hjúkrunarheimili tekur öldrunarlæknirinn Eva henni fagnandi . Hún veit að gæludýr hafa góð áhrif á vistmenn slíkra stofnana og berst fyrir því að kötturinn fái að vera . Fljótlega tekur hún eftir því að allir sem læðan Mandla tekur ástfóstri við látast skömmu síðar . Getur verið að hún geti spáð fyrir um andlát fólks? 104 bls . Forlagið - JPV útgáfa RAF HLB Miðsvetrarblót Höf: Jaki Valsson Á brennuöld verður Jón Leppur logunum að bráð en hefndin nær langt út fyrir gröf og dauða . Þrjú hundruð árum síðar ætlar rapparinn Toggi að verja jólunum með fjölskyldunni en draugar fortíðarinnar og hryllileg öfl leggja á þau skelfingu sem ekkert þeirra hefði órað fyrir . Hrollvekjandi og nútímaleg fjölskyldusaga sem heldur þér í heljargreipum . 330 bls . Storytel IB Mikilvægt rusl Höf: Halldór Armand Ásgeirsson Daginn sem forsætisráðherra Íslands biður Guð að blessa þjóðina finnur öskukallinn Gómur Barðdal afskorið mannsnef í ruslatunnu við glæsihýsi í Þingholtunum . Skömmu síðar er frændi hans, seinheppna skáldið Geir Norðann, ráðinn sem ljóðakennari inn á þetta sama heimili . Hver á þetta nef? Hvernig endaði það í ruslatunnu? 246 bls . Flatkakan KIL Mold er bara mold Litla systir mín fjöldamorðinginn Höf: Almar Steinn Atlason Þetta er sagan af Beggu Sól, ævintýraleg hetjusaga í þremur hlutum um erfiðleika, ofbeldi, afleiðingar, sorgir og glórulaust klúður . Við fylgum Beggu eftir í gegnum völundarhús skriffinnskuvélarinnar, myrkar dýflissur þeirra valdagráðugu og virðulegu og út í raunir órablámans – handan þokunnar, réttlætisins og fjallanna . 612 bls . Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa28 Skáldverk ÍSLENSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.