Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 30
KIL
Rétt áðan
Höf: Illugi Jökulsson
Árum saman hefur Illugi Jökulsson punktað hjá sér
ýmislegt af því sem hann sér og heyrir, man og upplifir
á ferðum sínum um lífið, samfélagið, veröldina,
verslanirnar og heitu pottana . Hér eru þær sögur
komnar í eina bók — sprúðlandi fyndnar, nístandi
átakanlegar, fallega hlýjar og allt þar á milli .
247 bls .
Illugi Jökulsson
RAF HLB
Rót alls ills
Höf: Hugrún Björnsdóttir
Les: Lára Jóhanna Jónsdóttir
Réttarsálfræðingurinn Kamilla Brim neyðist til að
segja skilið við ástina í lífi sínu, snúa heim á ný og
annast dauðvona móður sína . Hún er rétt að koma
sér fyrir í nýrri stöðu hjá Fangelsismálastofnun
ríkisins þegar Gísli Ágústsson, hrífandi og
myndarlegur lögmaður, óskar eftir sálfræðilegu mati
á ungum manni sem játað hefur á sig morð .
Storytel
SVK
Sandárbókin
pastoralsónata
Höf: Gyrðir Elíasson
Ein vinsælasta saga höfundarins, sterk og áleitin,
þar sem ótal kenndir og tilfinningar krauma undir
sléttu yfirborðinu . Málari sem hefur sest að í
hjólhýsabyggð ætlar að einbeita sér að því að mála
tré, en dvölin er þó öðrum þræði hugsuð til að
öðlast hugarró eftir ýmis áföll í lífinu . Útgáfan er
hluti af nýrri ritröð bóka Gyrðis Elíassonar .
139 bls .
Dimma
RAF HLB
Sálarangist
Höf: Steindór Ívarsson
Les: Guðmundur Ólafsson og Kjartan Darri
Kristjánsson
Séra Sturla Bjarnason er kominn inn á
hjúkrunarheimili eftir að hafa orðið fyrir slysi .
Minningarnar sækja á hann, eftirsjá, sorg og
leyndarmál sem hafa verið grafin í áratugi . Hann þráir
að létta á sálarangist sinni . Átakanleg saga um erfiðar
ákvarðanir, sekt og áföll, fegurð og ást, líf og dauða .
Storytel
IB RAF
Sextíu kíló af sunnudögum
Höf: Hallgrímur Helgason
Þegar Gesti Eilífssyni berst óvænt sendibréf leggur
hann upp í langferð . Í Ameríku kynnist hann nýjum
og framandi heimi en líka áður ókunnum hliðum
á sjálfum sér . Á meðan breytist allt í firðinum hans
heima . Hér lýkur Hallgrímur Helgason stórvirkinu
um síldarævintýrið á Segulfirði, þríleik þjóðar sem
þráði betra líf, þurr gólf og ljós í tilveruna .
615 bls .
Forlagið - JPV útgáfa
IB
Sjúk
Höf: Þóra Sveinsdóttir
Glæpasaga um sálfræðinginn Emmu sem lifir
hinu fullkomna lífi með manni sínum og dóttur
þegar henni fara að berast nafnlaus skilaboð .
Nauðug er hún dregin inn í atburðarás sem átti
sér stað fyrir fimm árum þegar vinur hennar var
myrtur með harkalegum hætti . Erfið systir, giftir
kærastar og eltihrellir hafa áhrif á gang mála .
327 bls .
European Digital University
IB RAF
Skrípið
Höf: Ófeigur Sigurðsson
Hér segir vesturíslenskt tónskáld frá tónleikum
sem hann stóð fyrir í Eldborgarsal Hörpu þar
sem hinn látni píanóleikari Horowitz endurflutti
tónleika sína frá Ríkistónlistarskólanum í Moskvu
árið 1986 . Skrípið er heillandi og hugmyndarík
skáldsaga eftir einn áhugaverðasta höfund landsins
sem birtist hér lesendum í miklu stuði .
336 bls .
Forlagið - Mál og menning
KIL
Handan hulunnar
Skuld
Höf: Emil Hjörvar Petersen
Miklar hamfarir eru í uppsiglingu . Himinninn yfir
Íslandi leiftrar og undarlegir sviptistormar geisa . Á bak
við tjöldin ríkir glundroði og líkin hrannast upp .
342 bls .
Króníka
IB
Slóð sporðdrekans
Höf: Skúli Sigurðsson
Hörkuspennandi saga um örvæntingarfullan
föður á framandi slóðum, sex byssukúlur
og úlfa í sauðargærum . Slóð sporðdrekans
er æsispennandi, ógnarhröð og heldur
lesandanum í algerri óvissu til söguloka .
320 bls .
Drápa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa30
Skáldverk ÍSLENSK