Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 30

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 30
KIL Rétt áðan Höf: Illugi Jökulsson Árum saman hefur Illugi Jökulsson punktað hjá sér ýmislegt af því sem hann sér og heyrir, man og upplifir á ferðum sínum um lífið, samfélagið, veröldina, verslanirnar og heitu pottana . Hér eru þær sögur komnar í eina bók — sprúðlandi fyndnar, nístandi átakanlegar, fallega hlýjar og allt þar á milli . 247 bls . Illugi Jökulsson RAF HLB Rót alls ills Höf: Hugrún Björnsdóttir Les: Lára Jóhanna Jónsdóttir Réttarsálfræðingurinn Kamilla Brim neyðist til að segja skilið við ástina í lífi sínu, snúa heim á ný og annast dauðvona móður sína . Hún er rétt að koma sér fyrir í nýrri stöðu hjá Fangelsismálastofnun ríkisins þegar Gísli Ágústsson, hrífandi og myndarlegur lögmaður, óskar eftir sálfræðilegu mati á ungum manni sem játað hefur á sig morð . Storytel SVK Sandárbókin pastoralsónata Höf: Gyrðir Elíasson Ein vinsælasta saga höfundarins, sterk og áleitin, þar sem ótal kenndir og tilfinningar krauma undir sléttu yfirborðinu . Málari sem hefur sest að í hjólhýsabyggð ætlar að einbeita sér að því að mála tré, en dvölin er þó öðrum þræði hugsuð til að öðlast hugarró eftir ýmis áföll í lífinu . Útgáfan er hluti af nýrri ritröð bóka Gyrðis Elíassonar . 139 bls . Dimma RAF HLB Sálarangist Höf: Steindór Ívarsson Les: Guðmundur Ólafsson og Kjartan Darri Kristjánsson Séra Sturla Bjarnason er kominn inn á hjúkrunarheimili eftir að hafa orðið fyrir slysi . Minningarnar sækja á hann, eftirsjá, sorg og leyndarmál sem hafa verið grafin í áratugi . Hann þráir að létta á sálarangist sinni . Átakanleg saga um erfiðar ákvarðanir, sekt og áföll, fegurð og ást, líf og dauða . Storytel IB RAF Sextíu kíló af sunnudögum Höf: Hallgrímur Helgason Þegar Gesti Eilífssyni berst óvænt sendibréf leggur hann upp í langferð . Í Ameríku kynnist hann nýjum og framandi heimi en líka áður ókunnum hliðum á sjálfum sér . Á meðan breytist allt í firðinum hans heima . Hér lýkur Hallgrímur Helgason stórvirkinu um síldarævintýrið á Segulfirði, þríleik þjóðar sem þráði betra líf, þurr gólf og ljós í tilveruna . 615 bls . Forlagið - JPV útgáfa IB Sjúk Höf: Þóra Sveinsdóttir Glæpasaga um sálfræðinginn Emmu sem lifir hinu fullkomna lífi með manni sínum og dóttur þegar henni fara að berast nafnlaus skilaboð . Nauðug er hún dregin inn í atburðarás sem átti sér stað fyrir fimm árum þegar vinur hennar var myrtur með harkalegum hætti . Erfið systir, giftir kærastar og eltihrellir hafa áhrif á gang mála . 327 bls . European Digital University IB RAF Skrípið Höf: Ófeigur Sigurðsson Hér segir vesturíslenskt tónskáld frá tónleikum sem hann stóð fyrir í Eldborgarsal Hörpu þar sem hinn látni píanóleikari Horowitz endurflutti tónleika sína frá Ríkistónlistarskólanum í Moskvu árið 1986 . Skrípið er heillandi og hugmyndarík skáldsaga eftir einn áhugaverðasta höfund landsins sem birtist hér lesendum í miklu stuði . 336 bls . Forlagið - Mál og menning KIL Handan hulunnar Skuld Höf: Emil Hjörvar Petersen Miklar hamfarir eru í uppsiglingu . Himinninn yfir Íslandi leiftrar og undarlegir sviptistormar geisa . Á bak við tjöldin ríkir glundroði og líkin hrannast upp . 342 bls . Króníka IB Slóð sporðdrekans Höf: Skúli Sigurðsson Hörkuspennandi saga um örvæntingarfullan föður á framandi slóðum, sex byssukúlur og úlfa í sauðargærum . Slóð sporðdrekans er æsispennandi, ógnarhröð og heldur lesandanum í algerri óvissu til söguloka . 320 bls . Drápa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa30 Skáldverk ÍSLENSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.