Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 33

Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 33
 Skáldverk ÞÝDD KIL 1984 Nítján hundruð áttatíu og fjögur Höf: George Orwell Þýð: Þórdís Bachmann Í þessari áhrifaríku bók bregður George Orwell upp ógnvænlegri mynd af alræðisríki þar sem „Stóri bróðir“ hefur nær algera stjórn á lífi fólks, hugsunum þess og minni . Í ömurlegri og þrúgandi tilveru fremur Winston Smith þá dauðasynd að reyna að skapa sér sjálfstæða vitund . Honum tekst um skeið að halda dagbók og njóta forboðinnar ástar . 355 bls . Ugla KIL Af hverju báðu þau ekki Evans? Höf: Agatha Christie Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Var það slys að ókunnugur maður féll fram af klettabrún og dó? Eða bjó eitthvað ískyggilegt að baki? Grunsemdir vakna í huga glaðværa vinaparsins, Bobbys og Francis, sérstaklega í ljósi þess hvað maðurinn sagði í andaslitrunum: „Af hverju báðu þau ekki Evans?“ Hver var Evans? Hvað átti maðurinn eiginlega við? 289 bls . Ugla KIL Lokakaflinn um systurnar sjö Atlas saga Pa Salt Höf: Lucinda Riley Þýð: Valgerður Bjarnadóttir Síðasta bókin í einum vinsælasta bókaflokki heims . Sögð er saga dularfulla auðkýfingsins Pa Salt og öllum spurningum um systurnar sjö svarað . Af hverju hann ættleiddi einmitt þessar stúlkur og hverjar aðstæður þeirra voru þegar hann fann þær . Hvers vegna hægt var að rekja slóð týndu systurinnar til Írlands . 750 bls . Benedikt bókaútgáfa RAF HLB Ást og hatur Ellu Maise Að hata Adam Connor Að elska Jason Thorne Höf: Ella Maise Þýð: Urður Snædal Bækurnar Að hata Adam Connor og Að elska Jason Thorne hafa fangað hjörtu lesenda með rómantískum og lostafullum lýsingum . Í þessum sjóðheitu Booktok bombum er kímni, þrá og kynlífi blandað saman á krassandi hátt sem kveikir í lesendum og heldur þeim límdum við sögurnar . 240 bls . Storytel KIL Ástríðan í fjöllunum Höf: Karin Härjegård Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu Vöffluhúsið í fjöllunum . Það hefur rofað til í lífi Helenu sem leitaði skjóls í fjöllunum þegar líf hennar hrundi . Hún rekur Vöffluhús Hildu af dugnaði en þráir eitthvað meira . Helena er heilluð af sögu Hildu og þegar hún rekst á eyðibýlið þar sem Hilda bjó er eins og fortíð Hildu tali til hennar . 350 bls . Sögur útgáfa KIL RAF HLB Österlen-morðin Banvænn fundur Höf: Anders de la Motte og Måns Nilsson Þýð: Nanna Brynhildur Þórsdóttir Morð er framið á stóra fornmunamarkaðinum sem haldinn er árlega á Österlen . Lögreglumaðurinn reglufasti, Peter Vinston, er í fríi í grenndinni og fyrir tilviljun lendir hann í því að leysa málið ásamt lögreglukonu staðarins . Þetta er önnur sagan í bókaflokknum um Österlen-morðin en sú fyrsta, Dauðinn á opnu húsi, hlaut afar góðar viðtökur . 440 bls . Forlagið - JPV útgáfa KIL Biblía Dorés Höf: Torgny Lindgren Þýð: Heimir Pálsson Nafnlaus sögumaður tekur að sér að segja sögu Gustave Dorés (1832–1883), eins þekktasta bókaskreytis nítjándu aldar . Sagan af Doré verður hins vegar saga hins nafnlausa öryrkja sem hefur skapað veröld sína með stuðningi úr biblíumyndum Dorés en af ævi listamannsins segir fátt . 256 bls . Ugla KIL Billy Budd Höf: Herman Melville Þýð: Baldur Gunnarsson Billy Budd hefur stundum verið kölluð besta stutta skáldsaga sem skrifuð hefur verið og er jafnan talin meðal öndvegisverka bandarískra bókmennta . Í meistaralega myndríkum stíl segir Melville áhrifamikla dæmisögu um sakleysi og fólsku í mannheimum þar sem hreinlyndur sjóliði verður fórnarlamb úthugsaðra vélabragða . 189 bls . Ugla SVK Brotin kona Höf: Simone de Beauvoir Þýð: Jórunn Tómasdóttir Ritstj: Ásdís R. Magnúsdóttir Smásagnasafnið Brotin kona (La Femme rompue) kom út árið 1967 og er síðasta skáldverk höfundar . Verkið er áhrifamikið og skrifað af djúpu innsæi . Þar er að finna þrjár sögur sem endurspegla togstreituna milli sjálfsmyndar kvenna og hefðbundinna kynhlutverka . Irma Erlingsdóttir skrifar inngang að sögunum . 267 bls . Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 33GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD Þýdd

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.