Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 33

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 33
 Skáldverk ÞÝDD KIL 1984 Nítján hundruð áttatíu og fjögur Höf: George Orwell Þýð: Þórdís Bachmann Í þessari áhrifaríku bók bregður George Orwell upp ógnvænlegri mynd af alræðisríki þar sem „Stóri bróðir“ hefur nær algera stjórn á lífi fólks, hugsunum þess og minni . Í ömurlegri og þrúgandi tilveru fremur Winston Smith þá dauðasynd að reyna að skapa sér sjálfstæða vitund . Honum tekst um skeið að halda dagbók og njóta forboðinnar ástar . 355 bls . Ugla KIL Af hverju báðu þau ekki Evans? Höf: Agatha Christie Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Var það slys að ókunnugur maður féll fram af klettabrún og dó? Eða bjó eitthvað ískyggilegt að baki? Grunsemdir vakna í huga glaðværa vinaparsins, Bobbys og Francis, sérstaklega í ljósi þess hvað maðurinn sagði í andaslitrunum: „Af hverju báðu þau ekki Evans?“ Hver var Evans? Hvað átti maðurinn eiginlega við? 289 bls . Ugla KIL Lokakaflinn um systurnar sjö Atlas saga Pa Salt Höf: Lucinda Riley Þýð: Valgerður Bjarnadóttir Síðasta bókin í einum vinsælasta bókaflokki heims . Sögð er saga dularfulla auðkýfingsins Pa Salt og öllum spurningum um systurnar sjö svarað . Af hverju hann ættleiddi einmitt þessar stúlkur og hverjar aðstæður þeirra voru þegar hann fann þær . Hvers vegna hægt var að rekja slóð týndu systurinnar til Írlands . 750 bls . Benedikt bókaútgáfa RAF HLB Ást og hatur Ellu Maise Að hata Adam Connor Að elska Jason Thorne Höf: Ella Maise Þýð: Urður Snædal Bækurnar Að hata Adam Connor og Að elska Jason Thorne hafa fangað hjörtu lesenda með rómantískum og lostafullum lýsingum . Í þessum sjóðheitu Booktok bombum er kímni, þrá og kynlífi blandað saman á krassandi hátt sem kveikir í lesendum og heldur þeim límdum við sögurnar . 240 bls . Storytel KIL Ástríðan í fjöllunum Höf: Karin Härjegård Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu Vöffluhúsið í fjöllunum . Það hefur rofað til í lífi Helenu sem leitaði skjóls í fjöllunum þegar líf hennar hrundi . Hún rekur Vöffluhús Hildu af dugnaði en þráir eitthvað meira . Helena er heilluð af sögu Hildu og þegar hún rekst á eyðibýlið þar sem Hilda bjó er eins og fortíð Hildu tali til hennar . 350 bls . Sögur útgáfa KIL RAF HLB Österlen-morðin Banvænn fundur Höf: Anders de la Motte og Måns Nilsson Þýð: Nanna Brynhildur Þórsdóttir Morð er framið á stóra fornmunamarkaðinum sem haldinn er árlega á Österlen . Lögreglumaðurinn reglufasti, Peter Vinston, er í fríi í grenndinni og fyrir tilviljun lendir hann í því að leysa málið ásamt lögreglukonu staðarins . Þetta er önnur sagan í bókaflokknum um Österlen-morðin en sú fyrsta, Dauðinn á opnu húsi, hlaut afar góðar viðtökur . 440 bls . Forlagið - JPV útgáfa KIL Biblía Dorés Höf: Torgny Lindgren Þýð: Heimir Pálsson Nafnlaus sögumaður tekur að sér að segja sögu Gustave Dorés (1832–1883), eins þekktasta bókaskreytis nítjándu aldar . Sagan af Doré verður hins vegar saga hins nafnlausa öryrkja sem hefur skapað veröld sína með stuðningi úr biblíumyndum Dorés en af ævi listamannsins segir fátt . 256 bls . Ugla KIL Billy Budd Höf: Herman Melville Þýð: Baldur Gunnarsson Billy Budd hefur stundum verið kölluð besta stutta skáldsaga sem skrifuð hefur verið og er jafnan talin meðal öndvegisverka bandarískra bókmennta . Í meistaralega myndríkum stíl segir Melville áhrifamikla dæmisögu um sakleysi og fólsku í mannheimum þar sem hreinlyndur sjóliði verður fórnarlamb úthugsaðra vélabragða . 189 bls . Ugla SVK Brotin kona Höf: Simone de Beauvoir Þýð: Jórunn Tómasdóttir Ritstj: Ásdís R. Magnúsdóttir Smásagnasafnið Brotin kona (La Femme rompue) kom út árið 1967 og er síðasta skáldverk höfundar . Verkið er áhrifamikið og skrifað af djúpu innsæi . Þar er að finna þrjár sögur sem endurspegla togstreituna milli sjálfsmyndar kvenna og hefðbundinna kynhlutverka . Irma Erlingsdóttir skrifar inngang að sögunum . 267 bls . Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 33GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD Þýdd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.