Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 36
IB
Hjálparsagnir hjartans
Höf: Péter Esterházy
Þýð: Jóna Dóra Óskarsdóttir
Á blaðsíðum með sorgarrömmum lýsir sonur
síðustu dögum móður sinnar og útför hennar
á hinum ofurveraldlegu tímum í lok tuttugustu
aldar . Í því tilfinningalega umróti sem fylgir
vaknar rödd móðurinnar og í nýstárlegum
umsnúningi syrgir móðirin látinn son sinn . . .
76 bls .
Ugla
KIL
Hlaupavargur
Höf: Kerstin Ekman
Þýð: Skúli Thoroddsen
Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs 2022 .
Ulf Norrstig, skógarvörður á eftirlaunum, er
sögumaðurinn í þessu magnaða skáldverki Kerstin
Ekman sem gerist í skógum nyrðra Helsingjalands
í Svíþjóð . Eftir fundinn með varginum fer hann
að skoða hug sinn til veiða, dýranna og skógarins .
Gömul minni kallast fram í huga hans .
224 bls .
Ugla
KIL
Hrein
Höf: Alia Trabucco Zerán
Þýð: Jón Hallur Stefánsson
Estela situr inni, borin þungum sökum . Hún rekur
sögu sína frá því hún flutti til borgarinnar og réð
sig í vist á heimili velstæðra hjóna . Þar vann hún
húsverkin og sinnti barni í sjö ár, sem var langur
tími þegar valdaójafnvægið er yfirþyrmandi og
félagsleg einangrun algjör . Hún ætti að vera farin
aftur heim en einn daginn er það orðið of seint .
241 bls .
Benedikt bókaútgáfa
SVK
Í landi sársaukans
Höf: Alphonse Daudet
Þýð: Gyrðir Elíasson
Alphonse Daudet (1840-1897) var einn þekktasti
rithöfundur Frakka á ofanverðri nítjándu öld, einkum
fyrir smásögur, skáldsögur og leikrit . Nú á tímum eru
mörg af verkum hans fallin í gleymsku, en þó ekki hið
sígilda Bréf úr myllunni minni sem kom út á íslensku
fyrir margt löngu og svo þessi sérstæða bók .
109 bls .
Dimma
IB
Jólabókarleitin
Höf: Jenny Colgan
Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir
Mirren leggur af stað norður í land í leit að einstakri
bók fyrir fárveika ömmusystur sína . Hún kynnist
myndarlegum, dökkeygum bóksala sem býðst til að
leggja henni lið . Saman þræða þau fornbókabúðir,
en er hann allur þar sem hann er séður? Og er
bókarleitin erindisleysa eða mun hún leiða Mirren
inn á nýjar og óvæntar brautir? Töfrandi jólasaga .
160 bls .
Angústúra
KIL RAF HLB
Jólabústaðurinn
Höf: Sarah Morgan
Þýð: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir
Imogen er afar fær viðburðastjórnandi og
samstarfsfólkið lítur upp til hennar . Hún er samt
ekki sú sem hún þykist vera, fortíðin geymir erfið
leyndarmál sem hún trúir engum fyrir . Henni
býðst að verja jólunum í friðsældinni í Cotswold en
leyndarmál fortíðar gera óvænta innrás í líf hennar
svo hún neyðist til að taka erfiðar ákvarðanir .
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan
KIL RAF HLB
Kalmann og fjallið sem svaf
Höf: Joachim B. Schmidt
Þýð: Bjarni Jónsson
Kalmann situr í haldi FBI og skilur hvorki upp né niður .
Dagsferð hans með fjölskyldu sinni til Washington D .C .
hlaut óvæntan endi og hann er sendur aftur heim með
hraði . Þar hefur hann í nógu að snúast og þegar morð
er framið virðist það tengjast kalda stríðinu . Enginn er
betur til þess fallinn að rannsaka málið en Kalmann .
256 bls .
Forlagið - Mál og menning
KIL
Leiðin í hundana
Höf: Erich Kästner
Þýð: Elísa Björg Þorsteinsdóttir
Sögusvið þessarar einstöku skáldsögu er Berlín á
árunum eftir að heimskreppan mikla skall á 1929 og
áður en nasistar tóku völdin í Þýskalandi 1933 . Rótlaust
mannlífið markaðist af óðaverðbólgu, langvarandi
atvinnuleysi og gjaldþrotum fyrirtækja og banka . Fólk
lifði frá degi til dags og næturlífið var taumlaust .
266 bls .
Ugla
KIL
Litla kökuhúsið í París
Höf: Julie Caplin
Þýð: Kristín V. Gísladóttir
Í notalegu hverfi í París – borg ástarinnar – er lítið
kökuhús sem bíður eftir því að verða uppgötvað .
Rómantík gæti alveg verið þar á matseðlinum …
Nína Hadley ólst upp með fjórum eldri bræðrum .
Þegar henni bauðst að flytjast til Parísar og hjálpa
til á sætabrauðsnámskeiði var hún spennt að segja
au revoir við hina ráðríku bræður sína .
413 bls .
Ugla
KIL
Lífshættulegt loforð
Höf: Angela Marsons
Þýð: Ingunn Snædal
Ugla sat á kvisti … Aðeins ég veit hver fær að lifa og
hver mun deyja .
Angela Marsons, margfaldur metsöluhöfundur,
sendir frá sér enn eina æsispennandi glæpasöguna .
368 bls .
Drápa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa36
Skáldverk ÞÝDD