Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 36

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 36
IB Hjálparsagnir hjartans Höf: Péter Esterházy Þýð: Jóna Dóra Óskarsdóttir Á blaðsíðum með sorgarrömmum lýsir sonur síðustu dögum móður sinnar og útför hennar á hinum ofurveraldlegu tímum í lok tuttugustu aldar . Í því tilfinningalega umróti sem fylgir vaknar rödd móðurinnar og í nýstárlegum umsnúningi syrgir móðirin látinn son sinn . . . 76 bls . Ugla KIL Hlaupavargur Höf: Kerstin Ekman Þýð: Skúli Thoroddsen Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 . Ulf Norrstig, skógarvörður á eftirlaunum, er sögumaðurinn í þessu magnaða skáldverki Kerstin Ekman sem gerist í skógum nyrðra Helsingjalands í Svíþjóð . Eftir fundinn með varginum fer hann að skoða hug sinn til veiða, dýranna og skógarins . Gömul minni kallast fram í huga hans . 224 bls . Ugla KIL Hrein Höf: Alia Trabucco Zerán Þýð: Jón Hallur Stefánsson Estela situr inni, borin þungum sökum . Hún rekur sögu sína frá því hún flutti til borgarinnar og réð sig í vist á heimili velstæðra hjóna . Þar vann hún húsverkin og sinnti barni í sjö ár, sem var langur tími þegar valdaójafnvægið er yfirþyrmandi og félagsleg einangrun algjör . Hún ætti að vera farin aftur heim en einn daginn er það orðið of seint . 241 bls . Benedikt bókaútgáfa SVK Í landi sársaukans Höf: Alphonse Daudet Þýð: Gyrðir Elíasson Alphonse Daudet (1840-1897) var einn þekktasti rithöfundur Frakka á ofanverðri nítjándu öld, einkum fyrir smásögur, skáldsögur og leikrit . Nú á tímum eru mörg af verkum hans fallin í gleymsku, en þó ekki hið sígilda Bréf úr myllunni minni sem kom út á íslensku fyrir margt löngu og svo þessi sérstæða bók . 109 bls . Dimma IB Jólabókarleitin Höf: Jenny Colgan Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir Mirren leggur af stað norður í land í leit að einstakri bók fyrir fárveika ömmusystur sína . Hún kynnist myndarlegum, dökkeygum bóksala sem býðst til að leggja henni lið . Saman þræða þau fornbókabúðir, en er hann allur þar sem hann er séður? Og er bókarleitin erindisleysa eða mun hún leiða Mirren inn á nýjar og óvæntar brautir? Töfrandi jólasaga . 160 bls . Angústúra KIL RAF HLB Jólabústaðurinn Höf: Sarah Morgan Þýð: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Imogen er afar fær viðburðastjórnandi og samstarfsfólkið lítur upp til hennar . Hún er samt ekki sú sem hún þykist vera, fortíðin geymir erfið leyndarmál sem hún trúir engum fyrir . Henni býðst að verja jólunum í friðsældinni í Cotswold en leyndarmál fortíðar gera óvænta innrás í líf hennar svo hún neyðist til að taka erfiðar ákvarðanir . Björt bókaútgáfa - Bókabeitan KIL RAF HLB Kalmann og fjallið sem svaf Höf: Joachim B. Schmidt Þýð: Bjarni Jónsson Kalmann situr í haldi FBI og skilur hvorki upp né niður . Dagsferð hans með fjölskyldu sinni til Washington D .C . hlaut óvæntan endi og hann er sendur aftur heim með hraði . Þar hefur hann í nógu að snúast og þegar morð er framið virðist það tengjast kalda stríðinu . Enginn er betur til þess fallinn að rannsaka málið en Kalmann . 256 bls . Forlagið - Mál og menning KIL Leiðin í hundana Höf: Erich Kästner Þýð: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Sögusvið þessarar einstöku skáldsögu er Berlín á árunum eftir að heimskreppan mikla skall á 1929 og áður en nasistar tóku völdin í Þýskalandi 1933 . Rótlaust mannlífið markaðist af óðaverðbólgu, langvarandi atvinnuleysi og gjaldþrotum fyrirtækja og banka . Fólk lifði frá degi til dags og næturlífið var taumlaust . 266 bls . Ugla KIL Litla kökuhúsið í París Höf: Julie Caplin Þýð: Kristín V. Gísladóttir Í notalegu hverfi í París – borg ástarinnar – er lítið kökuhús sem bíður eftir því að verða uppgötvað . Rómantík gæti alveg verið þar á matseðlinum … Nína Hadley ólst upp með fjórum eldri bræðrum . Þegar henni bauðst að flytjast til Parísar og hjálpa til á sætabrauðsnámskeiði var hún spennt að segja au revoir við hina ráðríku bræður sína . 413 bls . Ugla KIL Lífshættulegt loforð Höf: Angela Marsons Þýð: Ingunn Snædal Ugla sat á kvisti … Aðeins ég veit hver fær að lifa og hver mun deyja . Angela Marsons, margfaldur metsöluhöfundur, sendir frá sér enn eina æsispennandi glæpasöguna . 368 bls . Drápa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa36 Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.