Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 39
KIL
Stargate
Höf: Ingvild H. Rishøi
Þýð: Kari Ósk Grétudóttir
Jólaævintýri úr samtímanum sem fjallar um fullorðna
sem villast af leið og börn sem þrá ekkert heitar en
að þau læri að rata . Pabbi Ronju og Melissu hefur
fengið starf sem jólatréssölumaður og jólunum
virðist bjargað . En kráin Stargate og bjórinn
sem þar flæðir hefur ekki misst aðdráttarafl sitt .
Stargate er saga sem lifir með lesendum .
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Sumarhrollur
Glæpasaga sem gerist á Íslandi
Höf: Quentin Bates
Þýð: Helgi Ingólfsson
Í sumarlok verður meinleysislegur smiður, sem
stundum tekur að sér verkefni á mörkum gráa
hagkerfisins, aðgangshörðum handrukkara að
bana í nauðvörn og felur líkið . Handrukkarans
er saknað, mannshvarf tilkynnt til lögreglu og
rannsóknarlögreglumennirnir Gunnhildur
og Helgi fá málið í sínar hendur .
172 bls .
Ugla
KIL RAF HLB
Svört dögun
Höf: Cilla Börjlind og Rolf Börjlind
Þýð: Hilmar Helgu- og Hilmarsson
Þriggja ára stúlka á Skáni er myrt í garðinum
heima hjá sér . Lögreglukonan Olivia Rönning
telur að morðið tengist rasisma að einhverju leyti
og þegar sjö ára drengur er drepinn með sama
hætti á Värmdö leikur grunur á að sami maður sé
að verki . Þriðja bókin um þau Oliviu Rönning og
Tom Stilton . Hraður taktur og hörkuspenna .
474 bls .
Forlagið - JPV útgáfa
KIL RAF HLB
Takk fyrir að hlusta
Höf: Julia Whelan
Þýð: Sunna Dís Másdóttir
Sewanee Chester þarf að gefa drauma sína um
frama í Hollywood upp á bátinn þegar hún lendir í
hræðilegu slysi . Hún er þó sátt við nýjan frama sem
hljóðbókalesari, ekki fyrir framan myndavélarnar .
Einn vinsælasti ástarsagnahöfundur heims
vill að hún lesi síðustu bók sína á móti Brock
McNight, allra heitustu rödd bransans .
444 bls .
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan
KIL
Talið niður til jóla
Höf: Jo Thomas
Þýð: Herdís H. Húbner
Þetta fyrsta bók Jo Thomas sem kemur út á
íslensku en bækur hennar njóta mikilla vinsælda
erlendis og fá jafnan afar góða dóma .
324 bls .
BF-útgáfa
KIL
Tengdamamman
Höf: Moa Herngren
Þýð: Sigurður Þór Salvarsson
Ása er einstæð móðir sem hefur alltaf verið í nánu
sambandi við son sinn . En þegar hann kynnist nýrri
kærustu breytist allt . Samskiptin verða fljótlega
erfið . Ása leggur sig fram um að mynda tengsl við
tengdadótturina en það er lagt út sem afskiptasemi .
Áður en langt um líður stendur hún frammi fyrir
átökum sem munu sundra fjölskyldunni .
333 bls .
Ugla
KIL
Tókýó-Montana hraðlestin
Höf: Richard Brautigan
Þýð: Þórður Sævar Jónsson
Tókýó-Montana hraðlestin er safn hundrað
og þrjátíu örsagna sem tengjast persónulegri
reynslu höfundar þegar hann dvaldi í Japan
og Montana-ríki í Bandaríkjunum .
Hnyttni Brautigans og hið ljóðræna ímyndunarafl
hans njóta sín til fulls í þessari ómótstæðilegu bók .
312 bls .
Ugla
IB
Týnda systirin
Sjöunda bókin í bókaflokknum um systurnar sjö
Höf: Lucinda Riley
Þýð: Arnar Matthíasson
Sjöunda bókin í einum vinsælasta bókaflokki heims .
D'Aplièse-systrunum sex hefur tekist að uppgötva
leyndarmál uppruna síns en sjöunda systirin er enn
ófundin . Leitin að henni leiðir þær víða um heim .
Þær uppgötva sögu ástar, styrks og fórna sem hófst
næstum 100 árum áður, þegar aðrar hugrakkar
konur lögðu allt undir til að breyta heiminum .
752 bls .
Benedikt bókaútgáfa
IB RAF HLB
Vatn á blómin
Höf: Valérie Perrin
Þýð: Kristín Jónsdóttir
Violette er kirkjugarðsvörður í litlu þorpi í
Frakklandi . Þegar sársaukafull fortíðin ryðst óvænt
inn í friðsælt líf hennar neyðist hún til að rifja upp
leiðina til heilunar og bata . Þetta er hrífandi saga
um sorg og seiglu, einmanaleika og lífsfyllingu,
móðurást og vináttu . Bók sem hefur heillað lesendur
víða um heim og selst í milljónum eintaka .
534 bls .
Forlagið - JPV útgáfa
IB
Vegsemd og vesöld
Höf: Honoré de Balzac
Þýð: Sigurjón Björnsson
Þessa löngu sögu er réttast að skoða sem framhald
af Brostnum væntingum en er engu að síður
sjálfstæð saga . Hún hefst þegar ábótinn Don
Carlos Herrera bjargar Lucien frá því að fyrirfara
sér, tekur hann að sér . Þessi verk eru ótvírætt
kórónan á glæsilegum höfundarferli Balzacs .
595 bls .
Skrudda
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 39GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Skáldverk ÞÝDD