Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 39

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 39
KIL Stargate Höf: Ingvild H. Rishøi Þýð: Kari Ósk Grétudóttir Jólaævintýri úr samtímanum sem fjallar um fullorðna sem villast af leið og börn sem þrá ekkert heitar en að þau læri að rata . Pabbi Ronju og Melissu hefur fengið starf sem jólatréssölumaður og jólunum virðist bjargað . En kráin Stargate og bjórinn sem þar flæðir hefur ekki misst aðdráttarafl sitt . Stargate er saga sem lifir með lesendum . Benedikt bókaútgáfa KIL Sumarhrollur Glæpasaga sem gerist á Íslandi Höf: Quentin Bates Þýð: Helgi Ingólfsson Í sumarlok verður meinleysislegur smiður, sem stundum tekur að sér verkefni á mörkum gráa hagkerfisins, aðgangshörðum handrukkara að bana í nauðvörn og felur líkið . Handrukkarans er saknað, mannshvarf tilkynnt til lögreglu og rannsóknarlögreglumennirnir Gunnhildur og Helgi fá málið í sínar hendur . 172 bls . Ugla KIL RAF HLB Svört dögun Höf: Cilla Börjlind og Rolf Börjlind Þýð: Hilmar Helgu- og Hilmarsson Þriggja ára stúlka á Skáni er myrt í garðinum heima hjá sér . Lögreglukonan Olivia Rönning telur að morðið tengist rasisma að einhverju leyti og þegar sjö ára drengur er drepinn með sama hætti á Värmdö leikur grunur á að sami maður sé að verki . Þriðja bókin um þau Oliviu Rönning og Tom Stilton . Hraður taktur og hörkuspenna . 474 bls . Forlagið - JPV útgáfa KIL RAF HLB Takk fyrir að hlusta Höf: Julia Whelan Þýð: Sunna Dís Másdóttir Sewanee Chester þarf að gefa drauma sína um frama í Hollywood upp á bátinn þegar hún lendir í hræðilegu slysi . Hún er þó sátt við nýjan frama sem hljóðbókalesari, ekki fyrir framan myndavélarnar . Einn vinsælasti ástarsagnahöfundur heims vill að hún lesi síðustu bók sína á móti Brock McNight, allra heitustu rödd bransans . 444 bls . Björt bókaútgáfa - Bókabeitan KIL Talið niður til jóla Höf: Jo Thomas Þýð: Herdís H. Húbner Þetta fyrsta bók Jo Thomas sem kemur út á íslensku en bækur hennar njóta mikilla vinsælda erlendis og fá jafnan afar góða dóma . 324 bls . BF-útgáfa KIL Tengdamamman Höf: Moa Herngren Þýð: Sigurður Þór Salvarsson Ása er einstæð móðir sem hefur alltaf verið í nánu sambandi við son sinn . En þegar hann kynnist nýrri kærustu breytist allt . Samskiptin verða fljótlega erfið . Ása leggur sig fram um að mynda tengsl við tengdadótturina en það er lagt út sem afskiptasemi . Áður en langt um líður stendur hún frammi fyrir átökum sem munu sundra fjölskyldunni . 333 bls . Ugla KIL Tókýó-Montana hraðlestin Höf: Richard Brautigan Þýð: Þórður Sævar Jónsson Tókýó-Montana hraðlestin er safn hundrað og þrjátíu örsagna sem tengjast persónulegri reynslu höfundar þegar hann dvaldi í Japan og Montana-ríki í Bandaríkjunum . Hnyttni Brautigans og hið ljóðræna ímyndunarafl hans njóta sín til fulls í þessari ómótstæðilegu bók . 312 bls . Ugla IB Týnda systirin Sjöunda bókin í bókaflokknum um systurnar sjö Höf: Lucinda Riley Þýð: Arnar Matthíasson Sjöunda bókin í einum vinsælasta bókaflokki heims . D'Aplièse-systrunum sex hefur tekist að uppgötva leyndarmál uppruna síns en sjöunda systirin er enn ófundin . Leitin að henni leiðir þær víða um heim . Þær uppgötva sögu ástar, styrks og fórna sem hófst næstum 100 árum áður, þegar aðrar hugrakkar konur lögðu allt undir til að breyta heiminum . 752 bls . Benedikt bókaútgáfa IB RAF HLB Vatn á blómin Höf: Valérie Perrin Þýð: Kristín Jónsdóttir Violette er kirkjugarðsvörður í litlu þorpi í Frakklandi . Þegar sársaukafull fortíðin ryðst óvænt inn í friðsælt líf hennar neyðist hún til að rifja upp leiðina til heilunar og bata . Þetta er hrífandi saga um sorg og seiglu, einmanaleika og lífsfyllingu, móðurást og vináttu . Bók sem hefur heillað lesendur víða um heim og selst í milljónum eintaka . 534 bls . Forlagið - JPV útgáfa IB Vegsemd og vesöld Höf: Honoré de Balzac Þýð: Sigurjón Björnsson Þessa löngu sögu er réttast að skoða sem framhald af Brostnum væntingum en er engu að síður sjálfstæð saga . Hún hefst þegar ábótinn Don Carlos Herrera bjargar Lucien frá því að fyrirfara sér, tekur hann að sér . Þessi verk eru ótvírætt kórónan á glæsilegum höfundarferli Balzacs . 595 bls . Skrudda B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 39GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.