Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 43
SVK
Fagurboðar
Höf: Þórunn Valdimarsdóttir
Fjórða ljóðabók Þórunnar, sem er einhver
fjölhæfasti rithöfundur okkar, jafnvíg á bundið
og laust mál og hefur fengist við flestar greinar
bókmennta . Bókin geymir á fjórða tug ljóða og
yrkisefnin eru fjölbreytt, frá hverdagslífi til stærri
spurninga um tilveru, ást og uppruna .
54 bls .
Forlagið - JPV útgáfa
IB
Austfirsk ljóðskáld
Fáir lifa ástar án
Höf: Antoníus Sigurðsson
Höfundurinn var fæddur á Berufjarðarströnd 1875
en bjó lengst af á Djúpavogi . Hann hóf ljóðagerðina
ungur og fékk í viðurkenningar skyni auknefnið
Djúpavogsskáld . Hann orti um átthagana og fólkið
sem þar bjó, gleði þess og sorgir . Aðeins fá ljóða
hans hafa birst á prenti og er því löngu tímabært að
úrval kveðskaparins komi fyrir sjónir lesenda .
135 bls .
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi
IB
Ferðalag um Ísland - Úr myrkri til birtu
Höf: Erin Boggs og Einar Örn Benediktsson
Erin Boggs og Einar Örn Benediktsson hafa unnið
saman að margþættri skynreisu sem kannar Ísland í
gegnum list og ljóð og tónlist frá Kaktus Einarssyni .
Í gegnum þessa upplifun verður áhorfendum
sökkt í leyndardómsfulla fegurð íslensks
umhverfis og menningar .
Bókin er á ensku og íslensku . Hún hefur
að geyma 50 myndir og ljóð .
240 bls .
Smekkleysa
KIL
Fjarstýringablús í dögun stafrænnar
menningar
Höf: Gísli Þór Ólafsson
Ljóðabókin Fjarstýringablús í dögun stafrænnar
menningar gefur innsýn í heim þar sem
iðnaðarþoka og gervigreind hafa náð yfir og
fegurðin ekki sjáanleg nema í skjáhjálmum . Hún
leynist samt enn þarna bakvið þokuna þótt hálfur
hnötturinn sé orðinn að batterísgeymslu .
43 bls .
Gu/gí
SVK
Flaumgosar
Höf: Sigurbjörg Þrastardóttir
Hér tekst Sigurbjörg Þrastardóttir á við drauma,
angist og undrun fólks í flaumi tímans og veitir
f ínstillta innsýn í íslenska þjóðarsál . Ljóðin bera skýrt
handbragð skáldsins, margslungið myndmál og beitta
kímni . Sigurbjörg hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir verk
sín en Flaumgosar er tíunda ljóðabók hennar .
120 bls .
Forlagið - JPV útgáfa
SVK
Föðurráð
Höf: Bubbi Morthens
Bubba Morthens þekkja allir og saga hans hefur
verið sögð og skráð en Bubbi mætir sífellt nýjum
veruleika: Hér yrkir hann um lífsreyndan föður sem
fylgist með ungum dætrum á leið út í lífið, þann
ólgusjó sem hann hefur sjálfur siglt, en ráð hans og
orð fá ekki alltaf hljómgrunn . Í brjóstinu býr uggur
en líka fögnuður yfir nýjum degi, nýrri veröld .
60 bls .
Forlagið - Mál og menning
KIL
Geðhrærivélar
Höf: Árni Jakob Larsson
Ljóðskáldið Árni Jakob Larsson er fæddur í
Reykjavík árið 1943 . Fyrsta bók hans, Uppreisnin
í grasinu, kom út árið 1972 . Árni hefur í áratugi
notið viðurkenningar sem rithöfundur og ljóðskáld .
Geðhrærivélar er sextánda bók höfundar .
200 bls .
Bókaútgáfan Sæmundur
KIL
Grætur Guð?
Höf: Hjördís Björg Kristinsdóttir
Grætur Guð? er fyrsta ljóðabók Hjördísar Bjargar
Kristinsdóttur . Hér eru á ferðinni hækur um
lífið og tilveruna, ljóðform sem er fábrotið,
hógvært og hljóðlátt . Einfaldleikinn í sinni
tærustu mynd . Höfundur hefur frá barnsaldri
fengist við að setja saman ljóð og sögur .
54 bls .
Bókaútgáfan Sæmundur
SVK
Heimkynni
Höf: Þórður Sævar Jónsson
Heimkynni er fjórða ljóðabók Þórðar Sævars .
80 bls .
Skriða bókaútgáfa
SVK
Heyrnarlaust lýðveldi
Höf: Ilya Kaminsky
Þýð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Nýstárleg og áhrifamikil ljóðabók sem fjallar um
atburði í ónefndum bæ á stríðstímum . Frásagnaraðferð
skáldsins er bæði sérstæð og hrífandi, enda hefur bókin
hlotið einróma lof og verið tilnefnd til verðlauna .
86 bls .
Dimma
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 43GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Ljóð og leikhandrit