Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 43

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 43
SVK Fagurboðar Höf: Þórunn Valdimarsdóttir Fjórða ljóðabók Þórunnar, sem er einhver fjölhæfasti rithöfundur okkar, jafnvíg á bundið og laust mál og hefur fengist við flestar greinar bókmennta . Bókin geymir á fjórða tug ljóða og yrkisefnin eru fjölbreytt, frá hverdagslífi til stærri spurninga um tilveru, ást og uppruna . 54 bls . Forlagið - JPV útgáfa IB Austfirsk ljóðskáld Fáir lifa ástar án Höf: Antoníus Sigurðsson Höfundurinn var fæddur á Berufjarðarströnd 1875 en bjó lengst af á Djúpavogi . Hann hóf ljóðagerðina ungur og fékk í viðurkenningar skyni auknefnið Djúpavogsskáld . Hann orti um átthagana og fólkið sem þar bjó, gleði þess og sorgir . Aðeins fá ljóða hans hafa birst á prenti og er því löngu tímabært að úrval kveðskaparins komi fyrir sjónir lesenda . 135 bls . Félag ljóðaunnenda á Austurlandi IB Ferðalag um Ísland - Úr myrkri til birtu Höf: Erin Boggs og Einar Örn Benediktsson Erin Boggs og Einar Örn Benediktsson hafa unnið saman að margþættri skynreisu sem kannar Ísland í gegnum list og ljóð og tónlist frá Kaktus Einarssyni . Í gegnum þessa upplifun verður áhorfendum sökkt í leyndardómsfulla fegurð íslensks umhverfis og menningar . Bókin er á ensku og íslensku . Hún hefur að geyma 50 myndir og ljóð . 240 bls . Smekkleysa KIL Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar Höf: Gísli Þór Ólafsson Ljóðabókin Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar gefur innsýn í heim þar sem iðnaðarþoka og gervigreind hafa náð yfir og fegurðin ekki sjáanleg nema í skjáhjálmum . Hún leynist samt enn þarna bakvið þokuna þótt hálfur hnötturinn sé orðinn að batterísgeymslu . 43 bls . Gu/gí SVK Flaumgosar Höf: Sigurbjörg Þrastardóttir Hér tekst Sigurbjörg Þrastardóttir á við drauma, angist og undrun fólks í flaumi tímans og veitir f ínstillta innsýn í íslenska þjóðarsál . Ljóðin bera skýrt handbragð skáldsins, margslungið myndmál og beitta kímni . Sigurbjörg hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir verk sín en Flaumgosar er tíunda ljóðabók hennar . 120 bls . Forlagið - JPV útgáfa SVK Föðurráð Höf: Bubbi Morthens Bubba Morthens þekkja allir og saga hans hefur verið sögð og skráð en Bubbi mætir sífellt nýjum veruleika: Hér yrkir hann um lífsreyndan föður sem fylgist með ungum dætrum á leið út í lífið, þann ólgusjó sem hann hefur sjálfur siglt, en ráð hans og orð fá ekki alltaf hljómgrunn . Í brjóstinu býr uggur en líka fögnuður yfir nýjum degi, nýrri veröld . 60 bls . Forlagið - Mál og menning KIL Geðhrærivélar Höf: Árni Jakob Larsson Ljóðskáldið Árni Jakob Larsson er fæddur í Reykjavík árið 1943 . Fyrsta bók hans, Uppreisnin í grasinu, kom út árið 1972 . Árni hefur í áratugi notið viðurkenningar sem rithöfundur og ljóðskáld . Geðhrærivélar er sextánda bók höfundar . 200 bls . Bókaútgáfan Sæmundur KIL Grætur Guð? Höf: Hjördís Björg Kristinsdóttir Grætur Guð? er fyrsta ljóðabók Hjördísar Bjargar Kristinsdóttur . Hér eru á ferðinni hækur um lífið og tilveruna, ljóðform sem er fábrotið, hógvært og hljóðlátt . Einfaldleikinn í sinni tærustu mynd . Höfundur hefur frá barnsaldri fengist við að setja saman ljóð og sögur . 54 bls . Bókaútgáfan Sæmundur SVK Heimkynni Höf: Þórður Sævar Jónsson Heimkynni er fjórða ljóðabók Þórðar Sævars . 80 bls . Skriða bókaútgáfa SVK Heyrnarlaust lýðveldi Höf: Ilya Kaminsky Þýð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Nýstárleg og áhrifamikil ljóðabók sem fjallar um atburði í ónefndum bæ á stríðstímum . Frásagnaraðferð skáldsins er bæði sérstæð og hrífandi, enda hefur bókin hlotið einróma lof og verið tilnefnd til verðlauna . 86 bls . Dimma B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 43GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Ljóð og leikhandrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.