Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 45

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 45
KIL Mörk Höf: Stefán Þór Sæmundsson Ljóðabók eftir Stefán Þór Sæmundsson, kennara við Menntaskólann á Akureyri . Mörk telst líklega einstök ljóðabók að efni og formi . Hér er bæði óbundið og flæðandi form og þrælbundið á ýmsa vegu . Yrkisefnið snýst að stórum hluta um íslenska tungu, sögu, menningu og tilveru . 80 bls . Bókaútgáfan Tindur KIL Orðaglingur Höf: Magnús Jóel Jóhannsson Ljóðin eru í bundnu máli og fjalla um margvísleg efni . Þau bera vott um listfengi og fljúgandi hagmælsku auk víðtækrar þekkingar á íslenskri tungu, bragformi og skáldamáli að fornu og nýju . Það einkennir ljóðagerð Magnúsar hversu óvenju margvíslegum bragarháttum hann yrkir undir . 278 bls . Sigríður Magnúsdóttir, Margrét Magnúsdóttir og Guðlaug Magnúsdóttir SVK Pólstjarnan fylgir okkur heim Höf: Margrét Lóa Jónsdóttir Pólstjarnan fylgir okkur heim er magnaður ljóðaseiður um lífið, dauðann, tímann innra með okkur og veraldarundrið vonina . 40 bls . Salka IB Rifsberjadalurinn Höf: Ásdís Óladóttir Rifsberjadalurinn er persónuleg og áhrifamikil ljóðabók . „Rödd Ásdísar Óladóttur er einstök í ljóðaheiminum, hún er bæði frumleg, heit og litrík .“ — Vigdís Grímsdóttir . 62 bls . Veröld IB Rondó Höf: Egill Ólafsson Egill Ólafsson, tónlistarmaður, leikari og skáld, yrkir hér um flesta þætti tilverunnar en ekki síst leikur hann með litbrigði orðanna og þenur hljóm þeirra . Síðasta ljóðabók Egils, Sjófuglinn, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Maístjörnunnar, íslensku ljóðabókaverðlaunanna . 114 bls . Bjartur IB Safnið Ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur Höf: Linda Vilhjálmsdóttir Linda Vilhjálmsdóttir skáld er þekkt fyrir beinskeytt og meitluð ljóð . Þetta safn geymir allar níu ljóðabækur hennar frá árabilinu 1990-2022, auk nokkurra ljóða sem birst hafa annars staðar eða eru áður óbirt . Inngangsorð skrifar Kristín Eiríksdóttir og í bókarlok er viðtal Hauks Ingvarssonar við Lindu þar sem hún segir frá lífi sínu og skáldskap . 479 bls . Forlagið - Mál og menning KIL Sjötíu bragandi dúfur Höf: Garibaldi Ljóðaflokkur um samband tveggja bræðra og kærleikann á milli þeirra en þeir búa við mikið ofbeldi innan veggja heimilisins . Sá yngri deyr sautján ára gamall af slysförum og höfundur breytir harmi sínum í sigur með menntun og skáldskap . 83 bls . Garibaldi ehf. KIL Skartgripaskrínið mitt Höf: Ursula Andkjær Olsen Þýð: Brynja Hjálmsdóttir Skartgripaskrínið mitt geymir ljóð um líffræðilegar, efnahagslegar og tilfinningalegar hringrásir, um að halda áfram lífinu og ganga í gegnum tíðahvörf, um sársauka og alsælu, ást og sorg, um stjórnleysi og Miklahvell . Í bókinni eru einnig ljósmyndaverk eftir Sophiu Kalkau . 244 bls . Benedikt bókaútgáfa SVK Skýin eru skuggar ljóðaúrval Höf: Jon Fosse Þýð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Nóbelsskáldið Jon Fosse byrjaði snemma að yrkja og hefur alla tíð haldið því áfram . Enda þótt prósaverkin og leikritin beri jafnan hæst er ljóðlistin mikilvægur hluti af höfundarverkinu í heild . Þetta ljóðaúrval spannar fjóra áratugi á ferli skáldsins og veitir góða innsýn í þá veröld sem verk hans spretta úr . 104 bls . Dimma KIL Sólin er hringur Höf: Halla Þórðardóttir Bíddu af þér fjarlægar stjörnur / fyrir nálæga stjörnu / er það stjörnufræði að horfa útí nóttina? Halla Þórðardóttir er menntaður dansari, starfaði með Íslenska dansflokknum um árabil . Hún er þriggja barna móðir, búsett í Reykjavík . Sólin er hringur er hennar fyrsta skáldverk . 50 bls . Benedikt bókaútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 45GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Ljóð og leikhandrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.