Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 45
KIL
Mörk
Höf: Stefán Þór Sæmundsson
Ljóðabók eftir Stefán Þór Sæmundsson, kennara
við Menntaskólann á Akureyri . Mörk telst líklega
einstök ljóðabók að efni og formi . Hér er bæði
óbundið og flæðandi form og þrælbundið á
ýmsa vegu . Yrkisefnið snýst að stórum hluta um
íslenska tungu, sögu, menningu og tilveru .
80 bls .
Bókaútgáfan Tindur
KIL
Orðaglingur
Höf: Magnús Jóel Jóhannsson
Ljóðin eru í bundnu máli og fjalla um margvísleg
efni . Þau bera vott um listfengi og fljúgandi
hagmælsku auk víðtækrar þekkingar á íslenskri
tungu, bragformi og skáldamáli að fornu og nýju .
Það einkennir ljóðagerð Magnúsar hversu óvenju
margvíslegum bragarháttum hann yrkir undir .
278 bls .
Sigríður Magnúsdóttir, Margrét Magnúsdóttir og
Guðlaug Magnúsdóttir
SVK
Pólstjarnan fylgir okkur heim
Höf: Margrét Lóa Jónsdóttir
Pólstjarnan fylgir okkur heim er magnaður
ljóðaseiður um lífið, dauðann, tímann innra
með okkur og veraldarundrið vonina .
40 bls .
Salka
IB
Rifsberjadalurinn
Höf: Ásdís Óladóttir
Rifsberjadalurinn er persónuleg og áhrifamikil
ljóðabók . „Rödd Ásdísar Óladóttur er einstök
í ljóðaheiminum, hún er bæði frumleg, heit
og litrík .“ — Vigdís Grímsdóttir .
62 bls .
Veröld
IB
Rondó
Höf: Egill Ólafsson
Egill Ólafsson, tónlistarmaður, leikari og skáld,
yrkir hér um flesta þætti tilverunnar en ekki síst
leikur hann með litbrigði orðanna og þenur hljóm
þeirra . Síðasta ljóðabók Egils, Sjófuglinn, vakti
mikla athygli og var tilnefnd til Maístjörnunnar,
íslensku ljóðabókaverðlaunanna .
114 bls .
Bjartur
IB
Safnið
Ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur
Höf: Linda Vilhjálmsdóttir
Linda Vilhjálmsdóttir skáld er þekkt fyrir beinskeytt
og meitluð ljóð . Þetta safn geymir allar níu ljóðabækur
hennar frá árabilinu 1990-2022, auk nokkurra
ljóða sem birst hafa annars staðar eða eru áður
óbirt . Inngangsorð skrifar Kristín Eiríksdóttir og
í bókarlok er viðtal Hauks Ingvarssonar við Lindu
þar sem hún segir frá lífi sínu og skáldskap .
479 bls .
Forlagið - Mál og menning
KIL
Sjötíu bragandi dúfur
Höf: Garibaldi
Ljóðaflokkur um samband tveggja bræðra og
kærleikann á milli þeirra en þeir búa við mikið ofbeldi
innan veggja heimilisins . Sá yngri deyr sautján ára
gamall af slysförum og höfundur breytir harmi
sínum í sigur með menntun og skáldskap .
83 bls .
Garibaldi ehf.
KIL
Skartgripaskrínið mitt
Höf: Ursula Andkjær Olsen
Þýð: Brynja Hjálmsdóttir
Skartgripaskrínið mitt geymir ljóð um líffræðilegar,
efnahagslegar og tilfinningalegar hringrásir,
um að halda áfram lífinu og ganga í gegnum
tíðahvörf, um sársauka og alsælu, ást og sorg,
um stjórnleysi og Miklahvell . Í bókinni eru
einnig ljósmyndaverk eftir Sophiu Kalkau .
244 bls .
Benedikt bókaútgáfa
SVK
Skýin eru skuggar
ljóðaúrval
Höf: Jon Fosse
Þýð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Nóbelsskáldið Jon Fosse byrjaði snemma að yrkja og
hefur alla tíð haldið því áfram . Enda þótt prósaverkin
og leikritin beri jafnan hæst er ljóðlistin mikilvægur
hluti af höfundarverkinu í heild . Þetta ljóðaúrval
spannar fjóra áratugi á ferli skáldsins og veitir góða
innsýn í þá veröld sem verk hans spretta úr .
104 bls .
Dimma
KIL
Sólin er hringur
Höf: Halla Þórðardóttir
Bíddu af þér fjarlægar stjörnur /
fyrir nálæga stjörnu /
er það stjörnufræði að horfa útí nóttina?
Halla Þórðardóttir er menntaður dansari, starfaði
með Íslenska dansflokknum um árabil . Hún er
þriggja barna móðir, búsett í Reykjavík . Sólin
er hringur er hennar fyrsta skáldverk .
50 bls .
Benedikt bókaútgáfa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 45GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Ljóð og leikhandrit