Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 46

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 46
SVK Spunatíð Höf: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Í þessari nýju ljóðabók er spunnið úr þjóðlegum þráðum en einnig ferskum og framandi svo úr verður fjölbreyttur vefur þar sem fléttast saman frjáls póesía og háttbundin ljóð . Hjartsláttur lífsins er aldrei langt undan . Spunatíð er ellefta frumsamda ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, en ljóð hans hafa verið þýdd og gefin út á mörgum tungumálum . 103 bls . Dimma SVK Svefnhof Höf: Svava Þorsteinsdóttir Svefnhof er fyrsta ljóðabók Svövu Þorsteinsdóttur . 64 bls . Skriða bókaútgáfa SVK Söngvar til sársaukans Höf: Valdimar Tómasson Valdimar Tómasson er íslenskum bókmenntaunnendum að góðu kunnur fyrir meitluð og harmþrungin ljóð sín . Söngvar til sársaukans er sjöunda ljóðabók hans en hér yrkir hann um friðlausa auðn, þungbærar tilfinningar og vonarglætuna sem smýgur í gegnum svartnættið . 42 bls . Forlagið - JPV útgáfa SVK Tæpasta vað Höf: Jón Hjartarson Hér er ort um land og líf, gjöfult og grimmt umhverfi, hversdagsleg atvik og uppgötvanir, fortíð og óvissa framtíð, fugla og fólk . Tæpasta vað er önnur ljóðabók Jóns Hjartarsonar, leikara og rithöfundar . 92 bls . Forlagið - JPV útgáfa SVK Undir eplatrénu Höf: Olav H. Hauge Þýð: Gyrðir Elíasson Úrval ljóða eftir eitt helsta skáld Norðmanna á liðinni öld . Látlaus og hrífandi skáldskapur í einstaklega vönduðum íslenskum búningi Gyrðis Elíassonar, sem einnig ritar formála . Verk Hauges hafa ratað víða og hér eru saman komin mörg þeirra ljóða sem hafa borið hróður hans langt út fyrir heimaslóðirnar . 127 bls . Dimma SVK Upphafshögg Ljóð um listina að spila golf Ljóð: Eyrún Ingadóttir Ljóð sem eru tileinkuð öllum þeim sem ganga um golfvelli í íslensku sumarveðri, vongóðir um að veðurspáin breytist til hins betra . 40 bls . Skáldasýslan IB Veður í æðum Höf: Ragnheiður Lárusdóttir Í þessari nýju og áhrifamiklu ljóðabók yrkir Ragnheiður Lárusdóttir um þá sáru reynslu að horfa á dóttur lenda í fjötrum f íknar – en líka um þá töfra tilverunnar sem umlykja okkur þrátt fyrir allt . Ljóðmál Ragnheiðar er beinskeytt og sterkt, eins og lesendur þekkja úr þremur fyrri bókum hennar – sem allar fylgja með í þessari bók . 200 bls . Bjartur KIL Myndskreytt Ljóðabók Vorperla og vatn Höf: Lísa María Jónsdóttir Myndskreytt ljóðabók . Bókin er fjórða bók höfundar og telur 120 bls . 120 bls . Lísa María Jónsdóttir IB Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur Höf: Eyþór Árnason Eyþór Árnason hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu ljóðabók sína árið 2009 . Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur er sjöunda ljóðabók hans . 71 bls . Veröld B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa46 Ljóð og leikhandrit Ekki vera bóklaus á jólanó! góð gjöf Bóksala stúdenta, boksala.is

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.