Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 46

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 46
SVK Spunatíð Höf: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Í þessari nýju ljóðabók er spunnið úr þjóðlegum þráðum en einnig ferskum og framandi svo úr verður fjölbreyttur vefur þar sem fléttast saman frjáls póesía og háttbundin ljóð . Hjartsláttur lífsins er aldrei langt undan . Spunatíð er ellefta frumsamda ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, en ljóð hans hafa verið þýdd og gefin út á mörgum tungumálum . 103 bls . Dimma SVK Svefnhof Höf: Svava Þorsteinsdóttir Svefnhof er fyrsta ljóðabók Svövu Þorsteinsdóttur . 64 bls . Skriða bókaútgáfa SVK Söngvar til sársaukans Höf: Valdimar Tómasson Valdimar Tómasson er íslenskum bókmenntaunnendum að góðu kunnur fyrir meitluð og harmþrungin ljóð sín . Söngvar til sársaukans er sjöunda ljóðabók hans en hér yrkir hann um friðlausa auðn, þungbærar tilfinningar og vonarglætuna sem smýgur í gegnum svartnættið . 42 bls . Forlagið - JPV útgáfa SVK Tæpasta vað Höf: Jón Hjartarson Hér er ort um land og líf, gjöfult og grimmt umhverfi, hversdagsleg atvik og uppgötvanir, fortíð og óvissa framtíð, fugla og fólk . Tæpasta vað er önnur ljóðabók Jóns Hjartarsonar, leikara og rithöfundar . 92 bls . Forlagið - JPV útgáfa SVK Undir eplatrénu Höf: Olav H. Hauge Þýð: Gyrðir Elíasson Úrval ljóða eftir eitt helsta skáld Norðmanna á liðinni öld . Látlaus og hrífandi skáldskapur í einstaklega vönduðum íslenskum búningi Gyrðis Elíassonar, sem einnig ritar formála . Verk Hauges hafa ratað víða og hér eru saman komin mörg þeirra ljóða sem hafa borið hróður hans langt út fyrir heimaslóðirnar . 127 bls . Dimma SVK Upphafshögg Ljóð um listina að spila golf Ljóð: Eyrún Ingadóttir Ljóð sem eru tileinkuð öllum þeim sem ganga um golfvelli í íslensku sumarveðri, vongóðir um að veðurspáin breytist til hins betra . 40 bls . Skáldasýslan IB Veður í æðum Höf: Ragnheiður Lárusdóttir Í þessari nýju og áhrifamiklu ljóðabók yrkir Ragnheiður Lárusdóttir um þá sáru reynslu að horfa á dóttur lenda í fjötrum f íknar – en líka um þá töfra tilverunnar sem umlykja okkur þrátt fyrir allt . Ljóðmál Ragnheiðar er beinskeytt og sterkt, eins og lesendur þekkja úr þremur fyrri bókum hennar – sem allar fylgja með í þessari bók . 200 bls . Bjartur KIL Myndskreytt Ljóðabók Vorperla og vatn Höf: Lísa María Jónsdóttir Myndskreytt ljóðabók . Bókin er fjórða bók höfundar og telur 120 bls . 120 bls . Lísa María Jónsdóttir IB Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur Höf: Eyþór Árnason Eyþór Árnason hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu ljóðabók sína árið 2009 . Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur er sjöunda ljóðabók hans . 71 bls . Veröld B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa46 Ljóð og leikhandrit Ekki vera bóklaus á jólanó! góð gjöf Bóksala stúdenta, boksala.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.