Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 48

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 48
 Ævisögur og endurminningar RAF HLB Brúður Krists Alin upp í sértrúarsöfnuði Höf: Linnéa Kuling Þýð: Ragna Sigurðardóttir Það var líkt og litla Linnéa og fjölskylda hefðu fundið paradís á jörðu þegar þau komu til smábæjarins Knutby . Þeim leið strax eins og þau væru komin heim . En söfnuðurinn sem þau gengu í var ekki allur þar sem hann var séður, myrkur leyndist bakvið luktar dyr og áður en langt um leið varð paradís að helvíti . Sönn saga um sakamál í sértrúarsöfnuði . 276 bls . Storytel IB Churchill Stjórnvitringurinn framsýni Höf: James C. Humes Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson Winston Churchill er eini stjórnmálaleiðtogi mannkynssögunnar sem „hefur átt sína eigin kristalkúlu,“ sagði Richard Nixon Bandaríkjaforseti . Churchill bjó nefnilega yfir einstakri gáfu til að sjá fram í tímann og spá fyrir um óorðna hluti . Að baki bjó yfirgripsmikil söguþekking hans, víðtæk reynsla og óvenjulegt hugarflug og innsæi . 264 bls . Ugla IB RAF Duna Saga kvikmyndagerðarkonu Höf: Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir Guðný Halldórsdóttir, Duna, er afkastamesta kvikmyndagerðarkona þjóðarinnar . Eftir hana liggja ástsælar gamanmyndir eins og Stella í orlofi en líka dramatískar myndir líkt og Veðramót auk fjölda heimildarmynda og sjónvarpsþátta . Hér hefur Duna sjálf orðið og fer yfir viðburðaríkan feril í sprenghlægilegu en heiðarlegu uppgjöri . 304 bls . Forlagið - Mál og menning IB Eddi í Hópsnesi Edvard Júlíusson – Lífshlaup athafnamanns í Grindavík Höf: Ásmundur Friðriksson Eddi í Hópsnesi er saga athafnamannsins og frumkvöðulsins Edvards Júlíussonar í Grindavík . Hann hóf sjómennsku fyrir fermingu og varð skipstjóri og umsvifamikill útgerðarmaður og fiskframleiðandi áður en hann stofnaði Bláa lónið sem tók á móti milljón ferðamönnum á ári við lok átján ára stjórnarformennsku hans . 400 bls . Ugla IB Gummi Endurminningar Guðmundar Hafsteinssonar Skrás: Snorri Másson Hér rekur Snorri Másson ævintýralegan feril Guðmundar Hafsteinssonar í Kísildal í Kaliforníu . Lesendum gefst innsýn í heim tæknirisa á borð við Apple og Google . Saga Gumma er saga tæknibyltingar sem hófst með tölvum og nær nú nýjum hæðum með gervigreind . Stórmerk frásögn Íslendings af atburðum og fólki sem höfðu mótunaráhrif á 21 . öld . 256 bls . Almenna bókafélagið IB Ég átti að heita Bjólfur Æskuminningar Höf: Jón Ársæll Þórðarson Sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Jón Ársæll Þórðarson, segir hér sögur úr æsku sinni og rifjar upp veröld sem var fyrir ekki svo mörgum árum, oft á kíminn hátt . Uppvaxtarárin austur á fjörðum, sveitin í Jökulsárhlíð, síldin, sjómennskan, mótunarárin vestur í bæ, grásleppuútgerðin, heimabruggið og margt fleira er rifjað upp á síðum bókarinnar . 278 bls . Salka IB RAF Ég skal hjálpa þér Saga Auriar Höf: Herdís Magnea Hübner Auri Hinriksson fæddist á Srí Lanka en flutti fertug til Ísafjarðar . Hún á að baki merka ævi og er þekktust fyrir að hafa aðstoðað fólk ættleitt frá Srí Lanka við að finna líffræðilega foreldra sína og fjölskyldu . Saga Auriar er einstök frásögn af kjarkmikilli konu sem lætur ekki brjóta sig niður heldur rís upp og blómstrar mitt í mótlætinu . 244 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa48 Ævisögur og endurminningar Ævi sög ur og end ur minn ing ar Við erum sérfræðingar í prentun bóka og bjóðum upp á Svansvottaða framleiðslu Kiljur og harðspjaldabækur Lyngháls 1, 110 Rvk 5 600 600 Eyravegi 25, 800 Selfoss 482 1944 Glerárgötu 28, 600 Akureyri 4 600 700 prentmetoddi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.