Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 48
Ævisögur og
endurminningar
RAF HLB
Brúður Krists
Alin upp í sértrúarsöfnuði
Höf: Linnéa Kuling
Þýð: Ragna Sigurðardóttir
Það var líkt og litla Linnéa og fjölskylda hefðu fundið
paradís á jörðu þegar þau komu til smábæjarins
Knutby . Þeim leið strax eins og þau væru komin
heim . En söfnuðurinn sem þau gengu í var ekki allur
þar sem hann var séður, myrkur leyndist bakvið
luktar dyr og áður en langt um leið varð paradís að
helvíti . Sönn saga um sakamál í sértrúarsöfnuði .
276 bls .
Storytel
IB
Churchill
Stjórnvitringurinn framsýni
Höf: James C. Humes
Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson
Winston Churchill er eini stjórnmálaleiðtogi
mannkynssögunnar sem „hefur átt sína eigin
kristalkúlu,“ sagði Richard Nixon Bandaríkjaforseti .
Churchill bjó nefnilega yfir einstakri gáfu til að sjá
fram í tímann og spá fyrir um óorðna hluti . Að
baki bjó yfirgripsmikil söguþekking hans, víðtæk
reynsla og óvenjulegt hugarflug og innsæi .
264 bls .
Ugla
IB RAF
Duna
Saga kvikmyndagerðarkonu
Höf: Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa
Bragadóttir
Guðný Halldórsdóttir, Duna, er afkastamesta
kvikmyndagerðarkona þjóðarinnar . Eftir hana
liggja ástsælar gamanmyndir eins og Stella í orlofi
en líka dramatískar myndir líkt og Veðramót auk
fjölda heimildarmynda og sjónvarpsþátta . Hér
hefur Duna sjálf orðið og fer yfir viðburðaríkan feril
í sprenghlægilegu en heiðarlegu uppgjöri .
304 bls .
Forlagið - Mál og menning
IB
Eddi í Hópsnesi
Edvard Júlíusson – Lífshlaup athafnamanns í
Grindavík
Höf: Ásmundur Friðriksson
Eddi í Hópsnesi er saga athafnamannsins og
frumkvöðulsins Edvards Júlíussonar í Grindavík .
Hann hóf sjómennsku fyrir fermingu og varð
skipstjóri og umsvifamikill útgerðarmaður og
fiskframleiðandi áður en hann stofnaði Bláa lónið
sem tók á móti milljón ferðamönnum á ári við
lok átján ára stjórnarformennsku hans .
400 bls .
Ugla
IB
Gummi
Endurminningar Guðmundar Hafsteinssonar
Skrás: Snorri Másson
Hér rekur Snorri Másson ævintýralegan feril
Guðmundar Hafsteinssonar í Kísildal í Kaliforníu .
Lesendum gefst innsýn í heim tæknirisa á borð við
Apple og Google . Saga Gumma er saga tæknibyltingar
sem hófst með tölvum og nær nú nýjum hæðum með
gervigreind . Stórmerk frásögn Íslendings af atburðum
og fólki sem höfðu mótunaráhrif á 21 . öld .
256 bls .
Almenna bókafélagið
IB
Ég átti að heita Bjólfur
Æskuminningar
Höf: Jón Ársæll Þórðarson
Sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Jón Ársæll Þórðarson,
segir hér sögur úr æsku sinni og rifjar upp veröld
sem var fyrir ekki svo mörgum árum, oft á kíminn
hátt . Uppvaxtarárin austur á fjörðum, sveitin í
Jökulsárhlíð, síldin, sjómennskan, mótunarárin
vestur í bæ, grásleppuútgerðin, heimabruggið og
margt fleira er rifjað upp á síðum bókarinnar .
278 bls .
Salka
IB RAF
Ég skal hjálpa þér
Saga Auriar
Höf: Herdís Magnea Hübner
Auri Hinriksson fæddist á Srí Lanka en flutti
fertug til Ísafjarðar . Hún á að baki merka ævi og
er þekktust fyrir að hafa aðstoðað fólk ættleitt frá
Srí Lanka við að finna líffræðilega foreldra sína
og fjölskyldu . Saga Auriar er einstök frásögn af
kjarkmikilli konu sem lætur ekki brjóta sig niður
heldur rís upp og blómstrar mitt í mótlætinu .
244 bls .
Forlagið - Vaka-Helgafell
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa48
Ævisögur og endurminningar
Ævi sög ur og end ur minn ing ar
Við erum sérfræðingar í
prentun bóka og bjóðum upp
á Svansvottaða framleiðslu
Kiljur og harðspjaldabækur
Lyngháls 1, 110 Rvk 5 600 600
Eyravegi 25, 800 Selfoss 482 1944
Glerárgötu 28, 600 Akureyri 4 600 700
prentmetoddi.is