Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 49

Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 49
KIL Ég ætla að djamma þar til ég drepst - endurminningar Höf: Ívar Örn Katrínarson Endurminningar Ívars Arnar Katrínarsonar, hefur vakið mikla athygli á skömmum tíma og þykir frásögnin sláandi en heiðarleg . Hvernig flækist ungur drengur á Íslandi inn í kaldan heim glæpa og eiturlyfja og hver var hans leið út? Þetta er mögnuð bók sem lesandinn mun ekki leggja frá sér fyrr en að lestri loknum . 176 bls . Loforð útgáfa / Dreifing BF-útgáfa IB Fólkið frá Vörum í Garði og útgerð Gunnars Hámundarsonar Höf: Níels Árni Lund Í bókinni er rakin saga útvegsbændanna Halldórs Þorsteinssonar og Kristjönu Pálínu Kristjánsdóttur í Vörum og barna þeirra . 264 bls . Skrudda SVK Frá Hollywood til heilunar Að vakna til betra lífs – Saga Jóhönnu Jónas, heilara, leikkonu og dansara Höf: Guðný Þórunn Magnúsdóttir og Jóhanna Jónas Áhrifamikil frásögn af lífshlaupi Jóhönnu Jónas, sem ung að árum þurfti að kljást við ótal erfiðar áskoranir og áföll . Síðar naut hún lengi velgengni sem leikkona en skipti svo alveg um pól og starfar nú sem eftirsóttur orkuheilari og kennari . „Einstök bók full af hlýju, visku og lífsreynslu .“ / Jóga Gnarr 302 bls . Sögur útgáfa KIL Guð er raunverulegur Ævintýralegar lífsreynslusögur og lykilatriði Höf: Guðrún Margrét Pálsdóttir Þessi bók lýsir því hvernig lífið umbreytist í magnþrungið ævintýri leyfi maður sér að trúa án þess að efast . Aðeins með Guði hefur sagan sem hér er sögð getað raungerst og sýnir að sannleikurinn getur verið langtum ótrúlegri en ímyndaður skáldskapur . Lýst er ævintýralegu lífshlaupi og eru endurminningarnar eins og besti spennutryllir á köflum . 92 bls . WJI útgáfa IB Hannes - handritið mitt Höf: Magnús Örn Helgason Saga Hannesar Þórs Halldórssonar leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvarðar er engri lík . Hannes lék sem atvinnumaður í knattspyrnu víða um lönd og var lykilmaður í sögulegum árangri karlalandsliðsins á EM 2016 og HM 2018 . En leið Hannesar á toppinn var þyrnum stráð . 400 bls . Bjartur KIL RAF Hnífur Hugleiðingar í kjölfar morðtilraunar Höf: Salman Rushdie Þýð: Árni Óskarsson Árið 2022 réðst grímuklæddur maður með hníf á Salman Rushdie og veitti honum lífshættulega áverka . Hér segir Rushdie í fyrsta sinn frá þessum skelfilegu atburðum og langri leiðinni til bata . Þetta er meistaraleg og afar opinská frásögn eins fremsta rithöfundar okkar tíma, hjartnæm lesning um lífið og ástina og styrkinn til að rísa upp að nýju . 248 bls . Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 49GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Ævisögur og endurminningar Ánægja. Hrífandi orðfæri, frumleg hnyttni, mögnuð spenna, ólgandi tilfinningar, dýrmætur fróðleikur, forvitnilegt sögusvið og áhugaverðar sögupersónur veita lesendum gleði.

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.