Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 51
KIL
Saga eiginkonunnar
Persónuleg frásögn
Höf: Aida Edemariam
Þýð: Karl Sigurbjörnsson
Yetemegna, amma bókarhöfundar, fæddist
í norðurhluta Eþíópíu árið 1916 . Hún mátti
þola ýmsar raunir á langri ævi og barðist
ótrauð fyrir réttlæti sér og sínum til handa
á stormasömum tímum í Eþíópíu .
Einstök ævisaga ótrúlegrar konu sem missti aldrei
kjarkinn þótt á móti blési en jafnframt einstök
lýsing á mannlífi í landi sem oft er misskilið .
387 bls .
Ugla
IB RAF
Skálds saga
74 kaflar úr höfundarlífinu
Höf: Steinunn Sigurðardóttir
Hvaðan kemur innblástur skáldsins og þörfin til að
skrifa? Og hvernig komast hugmyndirnar á blað?
Steinunn Sigurðardóttir hefur sent frá sér tugi vinsælla
skáldverka og annarra bóka en hér segir hún frá
sjálfri sér og ævintýralegu höfundarlífi sínu – lýsir
viðhorfum sínum, aðferðum og aðstöðu við skriftir
með leiftrandi gáska og einstakri stílfimi .
244 bls .
Forlagið - Mál og menning
IB
Strá fyrir straumi
Ævi Sigríðar Pálsdóttur 1809-1871
Höf: Erla Hulda Halldórsdóttir
Um karlmenn 19 . aldar hafa verið skrifaðar fjöldi
ævisagna en konur þessa tíma hafa lent meira baksviðs,
enda heimildir um þær oft færri, minna rannsakaðar
eða ekki taldar merkilegar . Hér er komið tímamótaverk,
ein af stórum kvenævisögum 19 . aldar .
442 bls .
Bjartur
SVK
Sungið af hjartans lyst
Friðbjörn G. Jónsson
Skrás: Sölvi Sveinsson
Friðbjörn G . Jónsson söngvari rifjar upp
æskuminningar af Sauðárkróki og frá söngferli
sínum . Hann var m .a . félagi í Karlakór Reykjavíkur
1956-2021 og einsöngvari með kórnum 1965-1996 .
Bókin er mynskreytt, 132 blaðsíður að stærð og
hljómdiskur með söng Friðbjarnar fylgir bókinni .
132 bls .
Sögufélag Skagfirðinga
KIL RAF
Þú ert mitt sólskin
Spjallbók
Höf: Sveinn Einarsson
Í þessari bók bregður höfundur á leik í tilefni af
níræðisafmæli sínu og birtir ýmis minningaleiftur
frá langri og viðburðaríkri ævi . Hann spjallar
við lesendur í þeim stíl sem hefur verið kallaður
causeries á mörgum erlendum málum .
185 bls .
Ormstunga
SVK
Þú ringlaði karlmaður
Tilraun til kerfisuppfærslu
Höf: Rúnar Helgi Vignisson
Aðalpersóna bókarinnar er höfundurinn sjálfur á
ýmsum þroskastigum . Í kjölfar #metoo og eigin
tilvistarglímu tekst hann á við kynjaumræðu
samtímans . Nýjustu rannsóknum er teflt gegn
aldagömlu tregðulögmáli . Höfundurinn mátar
sjálfsmynd sína við þær áherslur sem nú eru
efstar á baugi þegar kemur að karlmönnum,
karlmennsku og samskiptum kynjanna .
244 bls .
Græna húsið
IB
Ævisaga
Höf: Geir H. Haarde
Ævisaga Geirs H . Haarde, fyrrverandi
forsætisráðherra, er stórmerkileg og sætir
tíðindum . Geir var einn þekktasti stjórnmálamaður
þjóðarinnar um áratuga skeið á tímum mikilla
breytinga . Í opinskárri ævisögu sinni veitir hann
einstaka innsýn í baksvið stjórnmálanna en skrifar
jafnframt af einlægni um einkalíf sitt .
567 bls .
Bjartur
IB
Samspil
myndhöggvarar á Korpúlfsstöðum 1973-1993
Höf: Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir
Bókin er gefin út í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli
Ragnars Kjartanssonar og þess að 50 ár eru síðan
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík settu upp fyrstu
almennu vinnustofurnar fyrir myndlistarmenn á
Íslandi á Korpúlfsstöðum . Í bókinni er fjallað um
feril Ragnars, sýninguna Samspil og áhrifaríka sögu
vinnustofanna og starfsemi Myndhöggvarafélagsins .
176 bls .
Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 51GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Ævisögur og endurminningar
Slökun.
Lestur veitir hvíld frá
raunveruleikanum, dregur úr
streitu og hefur róandi áhrif.