Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 53

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 53
IB Bókverk um æviverk Bláleiðir Leiðarvísir um innlönd, auðn og einstigi. Mother's marginalia. The Mountain Manuscript Höf: Oddný Eir Ævarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Snæfríð Þorsteins Handbók, sýnisbók eða flettirit um innsæi og útsýni; listræn skýrsla eða leiðarvísir um auðn, innlönd, umbreytingar, náttúruvernd, bláma og þrá . 449 bls . Eirormur SVK Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Bragðarefur Með molum úr gömlum textum sætum, súrum og beiskum Höf: Guðrún Ingólfsdóttir Bókin er hræringur af textum með ólíka áferð og bragð á tungu . Hér fara saman fróðleiks- og skemmtimolar í nokkurs konar bragðaref . Þeir eru tíndir saman úr margs konar handritum frá ýmsum tímum . Ætlunin er að veita lesendum innsýn í fjölbreytt lesefni fólks á fyrri tíð . Textarnir eru litríkir eins og sönnum ærslabelg sæmir . 196 bls . Háskólaútgáfan IB Búverk og breyttir tímar Höf: Bjarni Guðmundsson Búverk og breyttir tímar fjallar um nokkur verk og verkfæri sem alþekkt voru á síðustu öld en hafa nú ýmist horfið úr verkahring eða breyst í helstu atriðum . Þannig er minnt á þungan straum tímans en líka þróun þekkingar og tækni . 210 bls . Bókaútgáfan Sæmundur IB Börn í Reykjavík Höf: Guðjón Friðriksson Einstaklega glæsilegt og áhugavert stórvirki um líf barna í Reykjavík frá því seint á 19 . öld til okkar daga, prýtt hátt á sjötta hundrað ljósmynda . Börnin birtast okkur á hvunndagsfötum og sparibúin, sagt er frá námi þeirra og skyldum, leikjum, skemmtunum og félagsstarfi, auk þess sem fjallað er um þróun í barnaverndar-, uppeldis- og skólamálum . 640 bls . Forlagið - Mál og menning KIL Dagbók frá Gaza Höf: Atef Abu Saif Þýð: Bjarni Jónsson Menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda var að synda í sjónum þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza . Í stað þess að halda heim á Vesturbakkann ákváðu hann og sonur hans á unglingsaldri að halda kyrru fyrir, enda óraði þá ekki fyrir því sem koma skyldi . 344 bls . Angústúra SVK Dauða dómurinn Bjarni Bjarnason frá Sjöundá (1761–1805) Höf: Steinunn Kristjánsdóttir Sjöundármálin eru almenningi vel kunn . Þeim hefur margsinnis verið lýst frá sjónarhorni yfirvalda en hér er sakborningnum sjálfum Bjarna Bjarnasyni gefið orðið . Sagan endurspeglar líf þessa 18 . aldar almúgamanns sem ólst upp við nýstárlegar hugmyndir upplýsingarinnar um aga, refsingar og framfarir, einnig helvítisótta og utanbókarlærdóm á orð Guðs . Háskólaútgáfan SVK RAF Dópamínríkið Að finna jafnvægi á tímum ofgnóttar Höf: Anna Lembke Þýð: Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson Við lifum á tímum ofgnóttar, hvort sem um er að ræða vímuefni, mat, tölvuleiki, klám, samfélagsmiðla eða annað . Framboðið er ótakmarkað, örvunin viðstöðulaus og við getum látið allt eftir okkur . Hér er útskýrt hvers vegna unaðsleitin, áráttukennd neysla eða hegðun, leiðir óhjákvæmilega af sér vanlíðan og hvað sé til ráða . 254 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Laxá í Aðaldal Drottning norðursins 80 ára saga Laxárfélagsins Höf: Steinar J. Lúðvíksson Laxá í Aðaldal hefur verið kölluð drottning norðursins . Hún er rómuð fyrir fegurð og fisksæld og er ein af perlum íslenskrar náttúru . Hér rekur Steinar J . Lúðvíksson sögu veiða í ánni, segir frá frægum veiðimönnum og minna þekktum, og deilum um nýtingu hennar . 349 bls . Fagurskinna IB Efnisfræði fyrir málmiðnað Höf: Finn Monrand Rasmussen og Mogens Rasmussen Þýð: Rúnar Arason Bókin veitir á kerfisbundinn hátt innsýn í uppbyggingu, framleiðslu og úrvinnslu málma og annarra efna sem notuð eru í málmiðnaði . Þar er fjallað um hefðbundna og sjáldgæfari málma og málmblöndur, notkunarsvið þeirra og aðferðir við steypingu og herslu . Einnig er í bókinni ítarlegur kafli um plastefni og annar um keramísk efni . 430 bls . IÐNÚ útgáfa SVK RAF Einmana Tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar Höf: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir Fróðlegt rit þar sem einsemdin er skoðuð frá ýmsum hliðum . Farið er yfir það hver eru einmana, hvenær og af hverju en jafnframt leitast við að varpa ljósi á það sem einmanaleikinn getur kennt okkur og hvernig bregðast megi við honum . Útkoman er áhugaverð bók um mikilvægi tengsla og þá merkingu sem finna má í lífinu þrátt fyrir einsemd . 254 bls . Forlagið - JPV útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 53GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Fræðirit, frásagnir og handbækur

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.