Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 53

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 53
IB Bókverk um æviverk Bláleiðir Leiðarvísir um innlönd, auðn og einstigi. Mother's marginalia. The Mountain Manuscript Höf: Oddný Eir Ævarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Snæfríð Þorsteins Handbók, sýnisbók eða flettirit um innsæi og útsýni; listræn skýrsla eða leiðarvísir um auðn, innlönd, umbreytingar, náttúruvernd, bláma og þrá . 449 bls . Eirormur SVK Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Bragðarefur Með molum úr gömlum textum sætum, súrum og beiskum Höf: Guðrún Ingólfsdóttir Bókin er hræringur af textum með ólíka áferð og bragð á tungu . Hér fara saman fróðleiks- og skemmtimolar í nokkurs konar bragðaref . Þeir eru tíndir saman úr margs konar handritum frá ýmsum tímum . Ætlunin er að veita lesendum innsýn í fjölbreytt lesefni fólks á fyrri tíð . Textarnir eru litríkir eins og sönnum ærslabelg sæmir . 196 bls . Háskólaútgáfan IB Búverk og breyttir tímar Höf: Bjarni Guðmundsson Búverk og breyttir tímar fjallar um nokkur verk og verkfæri sem alþekkt voru á síðustu öld en hafa nú ýmist horfið úr verkahring eða breyst í helstu atriðum . Þannig er minnt á þungan straum tímans en líka þróun þekkingar og tækni . 210 bls . Bókaútgáfan Sæmundur IB Börn í Reykjavík Höf: Guðjón Friðriksson Einstaklega glæsilegt og áhugavert stórvirki um líf barna í Reykjavík frá því seint á 19 . öld til okkar daga, prýtt hátt á sjötta hundrað ljósmynda . Börnin birtast okkur á hvunndagsfötum og sparibúin, sagt er frá námi þeirra og skyldum, leikjum, skemmtunum og félagsstarfi, auk þess sem fjallað er um þróun í barnaverndar-, uppeldis- og skólamálum . 640 bls . Forlagið - Mál og menning KIL Dagbók frá Gaza Höf: Atef Abu Saif Þýð: Bjarni Jónsson Menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda var að synda í sjónum þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza . Í stað þess að halda heim á Vesturbakkann ákváðu hann og sonur hans á unglingsaldri að halda kyrru fyrir, enda óraði þá ekki fyrir því sem koma skyldi . 344 bls . Angústúra SVK Dauða dómurinn Bjarni Bjarnason frá Sjöundá (1761–1805) Höf: Steinunn Kristjánsdóttir Sjöundármálin eru almenningi vel kunn . Þeim hefur margsinnis verið lýst frá sjónarhorni yfirvalda en hér er sakborningnum sjálfum Bjarna Bjarnasyni gefið orðið . Sagan endurspeglar líf þessa 18 . aldar almúgamanns sem ólst upp við nýstárlegar hugmyndir upplýsingarinnar um aga, refsingar og framfarir, einnig helvítisótta og utanbókarlærdóm á orð Guðs . Háskólaútgáfan SVK RAF Dópamínríkið Að finna jafnvægi á tímum ofgnóttar Höf: Anna Lembke Þýð: Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson Við lifum á tímum ofgnóttar, hvort sem um er að ræða vímuefni, mat, tölvuleiki, klám, samfélagsmiðla eða annað . Framboðið er ótakmarkað, örvunin viðstöðulaus og við getum látið allt eftir okkur . Hér er útskýrt hvers vegna unaðsleitin, áráttukennd neysla eða hegðun, leiðir óhjákvæmilega af sér vanlíðan og hvað sé til ráða . 254 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Laxá í Aðaldal Drottning norðursins 80 ára saga Laxárfélagsins Höf: Steinar J. Lúðvíksson Laxá í Aðaldal hefur verið kölluð drottning norðursins . Hún er rómuð fyrir fegurð og fisksæld og er ein af perlum íslenskrar náttúru . Hér rekur Steinar J . Lúðvíksson sögu veiða í ánni, segir frá frægum veiðimönnum og minna þekktum, og deilum um nýtingu hennar . 349 bls . Fagurskinna IB Efnisfræði fyrir málmiðnað Höf: Finn Monrand Rasmussen og Mogens Rasmussen Þýð: Rúnar Arason Bókin veitir á kerfisbundinn hátt innsýn í uppbyggingu, framleiðslu og úrvinnslu málma og annarra efna sem notuð eru í málmiðnaði . Þar er fjallað um hefðbundna og sjáldgæfari málma og málmblöndur, notkunarsvið þeirra og aðferðir við steypingu og herslu . Einnig er í bókinni ítarlegur kafli um plastefni og annar um keramísk efni . 430 bls . IÐNÚ útgáfa SVK RAF Einmana Tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar Höf: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir Fróðlegt rit þar sem einsemdin er skoðuð frá ýmsum hliðum . Farið er yfir það hver eru einmana, hvenær og af hverju en jafnframt leitast við að varpa ljósi á það sem einmanaleikinn getur kennt okkur og hvernig bregðast megi við honum . Útkoman er áhugaverð bók um mikilvægi tengsla og þá merkingu sem finna má í lífinu þrátt fyrir einsemd . 254 bls . Forlagið - JPV útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 53GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Fræðirit, frásagnir og handbækur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.