Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 57
IB
Listdans á Íslandi
Höf: Ingibjörg Björnsdóttir
Listdans á Íslandi á sér langa sögu sem hér er sögð
í fyrsta sinn á bók, allt frá því að fyrstu leikkonur
Leikfélags Reykjavíkur leituðu sér menntunar í dansi
til Kaupmannahafnar og þar til Íslenski dansflokkurinn
náði að sanna mikilvægi sitt og listrænan styrk .
336 bls .
Hið íslenska bókmenntafélag
IB
Líf á jörðinni okkar
Höf: David Attenborough
Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson
Í þessari mögnuðu bók horfir sjónvarpsmaðurinn
David Attenborough um öxl, segir frá lífsstarfi sínu og
lýsir þróunarsögu jarðar, áhrifum mannkyns á lífríkið
og hvaða augum hann lítur framtíð lífs á jörðu .
„Við deilum jörðinni með náttúrunni,“ skrifar
Attenborough, „stórkostlegustu öndunarvél sem
til er og byggðist upp á milljörðum ára .“
270 bls .
Ugla
KIL
Lofgjörð til Katalóníu
Höf: George Orwell
Þýð: Guðmundur J. Guðmundsson
Í þessari bók lýsir breski rithöfundurinn George
Orwell reynslu sinni úr borgarastyrjöldinni á Spáni
þar sem hann barðist sem sjálfboðaliði með sveitum
sósíalista á árunum 1936–1937 . Sú reynsla mótaði
stjórnmálaskoðanir hans það sem eftir var ævinnar
og gerði hann að hörðum andstæðingi alræðis .
279 bls .
Ugla
IB
Loftleiðir 1944–1973
Icelandic Airlines
Höf: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Ljósmyndabók á íslensku og ensku um Loftleiðir . Í
bókinni er ævintýralegum ferli Loftleiða gerð skil,
frá því þrír ungir menn stofnuðu fyrirtæki með
eina litla flugvél og þar til félagið fór fimm ferðir á
dag á risaþotum milli Lúxemborgar og New York,
með viðkomu á Íslandi . Loftleiðaandinn sprettur
ljóslifandi upp af blaðsíðum bókarinnar .
336 bls .
Heimildarmyndir
SVK
Lognmolla í ólgusjó
Kjósendur og alþingiskosningarnar 2021
Höf: Hulda Þórisdóttir, Agnar Freyr Helgason, Eva
H. Önnudóttir, Jón Gunnar Ólafsson og Ólafur Þ.
Harðarson
Bókin leiðir lesendur í ferðalag um íslensk stjórnmál .
Hér er fjallað um hvað mótar kosningahegðun
almennings, áhrif fylgiskannana, flokkaflakk
og hvernig ungt fólk og samfélagsmiðlar eru að
breyta leiknum . Með einstökum gögnum Íslensku
kosningarannsóknarinnar fást svör við spurningum
sem gjarnan eru ræddar í heitum pottum landsins .
Háskólaútgáfan
KIL
Mannlífsmyndir frá Eyrarbakka
Höf: Brynjólfur G. Brynjólfsson
Þessi bók hefur að geyma úrval ljósmynda
Brynjólfs G . Brynjólfssonar frá Litlu-Háeyri á
Eyrarbakka, sem hann tók á Bakkanum á árunum
1958–73, þegar hann var unglingur og ungur
maður . Bókin er á ensku og íslensku .
166 bls .
Bókaútgáfan Sæmundur
RAF
Milli mála 2024
Ritstj: Geir Þórarinn Þórarinsson og Þórhildur
Oddsdóttir
Milli mála kemur út tvisvar á ári . Tímaritið birtir
ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála,
bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði .
Einnig er þar að finna stuttar bókmenntaþýðingar .
Annað hefti ársins 2024 er helgað örsögum af ýmsum
toga . Tímaritið er í opnum aðgangi: millimala .hi .is
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan
IB
Morðleikir
100 auðveldar til ómögulegar gátur til að leysa með
rökhugsun, leikni og ályktunarhæfni.
Höf: G.T. Karper
Þýð: Ingunn Snædal
Hér gefst þér tækifæri til að slást í för með
Ályktara Rökvíss og rannsaka morð . Í bókinni,
sem er algjör nýjung, er að finna morðgátur
sem þú átt að ráða, finna þann sem framdi
ódæðisverkið – hvernig, hvar og hvers vegna!
380 bls .
Veröld
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 57GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Fræðirit, frásagnir og handbækur
Heilaþjálfun.
Lestur heldur heilanum virkum, þjálfar vitræna
virkni og dregur úr hættu á andlegri hnignun.