Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 57

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 57
IB Listdans á Íslandi Höf: Ingibjörg Björnsdóttir Listdans á Íslandi á sér langa sögu sem hér er sögð í fyrsta sinn á bók, allt frá því að fyrstu leikkonur Leikfélags Reykjavíkur leituðu sér menntunar í dansi til Kaupmannahafnar og þar til Íslenski dansflokkurinn náði að sanna mikilvægi sitt og listrænan styrk . 336 bls . Hið íslenska bókmenntafélag IB Líf á jörðinni okkar Höf: David Attenborough Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson Í þessari mögnuðu bók horfir sjónvarpsmaðurinn David Attenborough um öxl, segir frá lífsstarfi sínu og lýsir þróunarsögu jarðar, áhrifum mannkyns á lífríkið og hvaða augum hann lítur framtíð lífs á jörðu . „Við deilum jörðinni með náttúrunni,“ skrifar Attenborough, „stórkostlegustu öndunarvél sem til er og byggðist upp á milljörðum ára .“ 270 bls . Ugla KIL Lofgjörð til Katalóníu Höf: George Orwell Þýð: Guðmundur J. Guðmundsson Í þessari bók lýsir breski rithöfundurinn George Orwell reynslu sinni úr borgarastyrjöldinni á Spáni þar sem hann barðist sem sjálfboðaliði með sveitum sósíalista á árunum 1936–1937 . Sú reynsla mótaði stjórnmálaskoðanir hans það sem eftir var ævinnar og gerði hann að hörðum andstæðingi alræðis . 279 bls . Ugla IB Loftleiðir 1944–1973 Icelandic Airlines Höf: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Ljósmyndabók á íslensku og ensku um Loftleiðir . Í bókinni er ævintýralegum ferli Loftleiða gerð skil, frá því þrír ungir menn stofnuðu fyrirtæki með eina litla flugvél og þar til félagið fór fimm ferðir á dag á risaþotum milli Lúxemborgar og New York, með viðkomu á Íslandi . Loftleiðaandinn sprettur ljóslifandi upp af blaðsíðum bókarinnar . 336 bls . Heimildarmyndir SVK Lognmolla í ólgusjó Kjósendur og alþingiskosningarnar 2021 Höf: Hulda Þórisdóttir, Agnar Freyr Helgason, Eva H. Önnudóttir, Jón Gunnar Ólafsson og Ólafur Þ. Harðarson Bókin leiðir lesendur í ferðalag um íslensk stjórnmál . Hér er fjallað um hvað mótar kosningahegðun almennings, áhrif fylgiskannana, flokkaflakk og hvernig ungt fólk og samfélagsmiðlar eru að breyta leiknum . Með einstökum gögnum Íslensku kosningarannsóknarinnar fást svör við spurningum sem gjarnan eru ræddar í heitum pottum landsins . Háskólaútgáfan KIL Mannlífsmyndir frá Eyrarbakka Höf: Brynjólfur G. Brynjólfsson Þessi bók hefur að geyma úrval ljósmynda Brynjólfs G . Brynjólfssonar frá Litlu-Háeyri á Eyrarbakka, sem hann tók á Bakkanum á árunum 1958–73, þegar hann var unglingur og ungur maður . Bókin er á ensku og íslensku . 166 bls . Bókaútgáfan Sæmundur RAF Milli mála 2024 Ritstj: Geir Þórarinn Þórarinsson og Þórhildur Oddsdóttir Milli mála kemur út tvisvar á ári . Tímaritið birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði . Einnig er þar að finna stuttar bókmenntaþýðingar . Annað hefti ársins 2024 er helgað örsögum af ýmsum toga . Tímaritið er í opnum aðgangi: millimala .hi .is Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan IB Morðleikir 100 auðveldar til ómögulegar gátur til að leysa með rökhugsun, leikni og ályktunarhæfni. Höf: G.T. Karper Þýð: Ingunn Snædal Hér gefst þér tækifæri til að slást í för með Ályktara Rökvíss og rannsaka morð . Í bókinni, sem er algjör nýjung, er að finna morðgátur sem þú átt að ráða, finna þann sem framdi ódæðisverkið – hvernig, hvar og hvers vegna! 380 bls . Veröld B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 57GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Fræðirit, frásagnir og handbækur Heilaþjálfun. Lestur heldur heilanum virkum, þjálfar vitræna virkni og dregur úr hættu á andlegri hnignun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.