Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 61

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 61
SVK Víðerni Verndun hins villta í náttúru Íslands Höf: Þorvarður Árnason Óbyggð víðerni setja einkar sterkan svip á náttúru Íslands . Víðerni eru fágæt á heimsvísu sem eykur enn á mikilvægi þeirra hérlendis . Í þessu riti eru víðernin könnuð frá ólíkum sjónarhornum og leitað svara við ýmsum grunnspurningum um þau, svo sem hvað þau eru, hvaða gildi þau beri og hvernig verði best staðið að verndun þeirra . Háskólaútgáfan IB Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl IV. 1733–1741 Ritstj: Gísli Baldur Róbertsson, Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Fjölbreytt mál komu fyrir réttinn en þar á meðal eru morð, spilling embættismanna, ærumeiðingar og sifjaspell . Fyrrverandi sýslumaður neyddist til að hafast sumarlangt við í skemmu í Húnavatnssýslu og ungur maður úr sömu sýslu var gerður arflaus fyrir leti . Skjöl Yfirréttarins veita einstaka innsýn í íslenskt samfélag á 18 . öld . 680 bls . Sögufélag og Þjóðskjalasafn Íslands SVK Ykkar einlæg Bréf frá berklahælum Höf: Ingunn Sigurjónsdóttir Ritstj: Úlfar Bragason Ingunn Sigurjónsdóttir (1906–1931) smitaðist ung af berklum og dvaldist síðustu árin sem hún lifði á heilsustofnunum . Bréfin sem hún sendi þaðan foreldrum sínum og systkinum lýsa lífinu þar, lækningaaðferðum, andlegu ástandi berklasjúklinga, löngunum og þrám, en einnig þroskakostum ungrar konu sem bundin er á heilsuhælum . 366 bls . Háskólaútgáfan SVK Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Þessi frægu glæpamál Morðin á Sjöundá og Illugastöðum Ritstj: Jón Torfason og Már Jónsson Átta fullorðnir týndu lífinu og tíu börn innan við fermingu misstu foreldra sína í tveimur þekktustu morðmálum Íslandssögunnar á Sjöundá á Rauðasandi árið 1802 og Illugastöðum á Vatnsnesi árið 1828 . Málin hafa orðið rithöfundum að yrkisefni og nokkuð er til af fræðilegri umfjöllun en sjálfir dómarnir hafa ekki verið gefnir út fyrr en á þessari bók . 392 bls . Háskólaútgáfan IB Þjóðbúningur verður til Höf: Margrét Gunnarsdóttir Íslenski þjóðbúningurinn er sprottinn úr þjóðlegum og alþjóðlegum farvegi í senn . Saga hans veitir innsýn í íslenska menningu . Brúðarbúningur með ríkulegu kvensilfri og háum faldi á höfði var glæstasta gerð búningsins . Horfið er á vit fortíðarinnar, m .a . til sumarsins 1809 þegar dýrmætasti faldbúningurinn, sem varðveist hefur, var í sviðsljósinu . 350 bls . Ugla IB RAF Þjóðin og valdið Fjölmiðlalögin og Icesave Höf: Ólafur Ragnar Grímsson Ólafur Ragnar hélt ítarlegar dagbækur í embætti forseta og skráði þar frásagnir af atburðum og samræðum við ráðherra og forystufólk, m .a . þegar deilt var um fjölmiðlalögin og Icesave . Í þeim síðari var efnahagslegt sjálfstæði og jafnvel fullveldi þjóðarinnar undir . Dagbækurnar veita óvænta sýn á þessa einstæðu atburðarás og lærdóma til framtíðar . 368 bls . Forlagið - Mál og menning IB Þrútið var loft og þungur sjór Frásagnir frá fyrri tíð Höf: Steinar J. Lúðvíksson Þrútið var loft og þungur sjór eftir Steinar J . Lúðvíksson er afar fróðleg og áhugaverð bók um sjóskaða við strendur Íslands . Hér segir frá skipbrotsmönnum hringinn í kringum landið fyrr á tíð, giftusamlegum björgunum, hörmulegum mannsköðum, gjörningaveðrum, feigð og baráttu við landhelgisbrjóta . 288 bls . Veröld IB Æviskeið Starfssaga Þorkels Bjarnasonar hrossaræktarráðunautar Höf: Bjarni Þorkelsson Þorkell Bjarnason var hrossaræktarráðunautur B .Í . í 35 ár og hafði fulla yfirsýn yfir allt hrossaræktarstarf í meira en 60 ár . Með ævistarfi sínu lagði hann grundvöll að því ævintýri sem íslensk hrossarækt er nú orðin . Með ræktendum og samstarfsfólki setti hann hásölum hestamennskunnar þá traustu hornsteina sem þeir hvíla nú á . 352 bls . Bjarni Þorkelsson SVK RAF HLB Öðruvísi, ekki síðri Handbók skynsegin manneskju um hvernig er hægt að fagna sínu sanna sjálfi og lifa góðu lífi upp frá því Höf: Chloé Hayden Þýð: Magnea J. Matthíasdóttir Hér er á ferðinni hjartnæm og oft bráðfyndin frásögn af því hvernig það er að vera skynsegin . En þetta er líka gagnleg handbók um það hvernig best er að takast á við tilveruna þegar hún verður manni um megn og hvetjandi lesning sem brýnir okkur til að skapa samfélag þar sem er pláss fyrir alla . Bókin er gefin út í samstarfi við Einhverfusamtökin . 304 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Öxin, Agnes og Friðrik Síðasta aftakan á Íslandi – aðdragandi og eftirmál Höf: Magnús Ólafsson Sagan af Agnesi og Friðriki og morðinu á Natani Ketilssyni á Illugastöðum hefur lifað með þjóðinni í bráðum tvær aldir . Hér fer sagnamaðurinn Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum á kostum í magnaðri frásögn af þessum örlagaríku atburðum en þeir standa honum nær en mörgum öðrum . 221 bls . Veröld B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 61GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Fræðirit, frásagnir og handbækur

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.