Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 63
IB
Lýðræði í mótun
Höf: Hrafnkell Lárusson
Ritstj: Magnús Lyngdal Magnússon
Afhverju fóru Íslendingar að stofna félög um
aldamótin 1900? Var almenningur að reyna að setja
mark sitt á íslenska samfélagsþróun með þátttöku í
félagsstarfi? Leitað er svara við því hvort Íslendingar
hafi í krafti þátttöku sinnar haft merkjanleg áhrif á
þróun íslensks lýðræðis þegar meginþorri Íslendinga
hafði enn ekki öðlast fullan þegnrétt .
400 bls .
Sögufélag
KIL
Með harðfisk og hangikjöt að heiman
Undirbúningur og þátttaka Íslands á
Sumarólympíuleikunum í London árið 1948
Höf: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
Ritstj: Rósa Guðmundsdóttir
Íslendingar sendu fjölmennan flokk á Ólympíuleikana
í London árið 1948 þrátt fyrir gjaldeyrishöft á
Íslandi og matarskort í Bretlandi . Með í för voru
100 kíló af íslenskum mat til að bregðast við
aðstæðum . Fjallað er um undirbúninginn sem gekk
ekki þrautalaust fyrir sig og þátttökuna á leikunum
ásamt hinum ýmsu áskorunum sem fylgdu .
176 bls .
Sögufélag
IB
Nú blakta rauðir fánar
Saga kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar á
Íslandi 1918–1968
Höf: Skafti Ingimarsson
Ritstj: Rósa Magnúsdóttir
Af hverju var kommúnistahreyfingin á Íslandi
jafn öflug og raun ber vitni? Fjallað er um upphaf
hennar og þróun frá 1918–1968 og hún skoðuð í
ljósi íslenskrar þjóðfélagsþróunar og alþjóðlegra
hugmyndastrauma . Sýnt er hvernig fámennum hópi
kommúnista tókst að gera flokk sinn að fjöldahreyfingu
jafnframt er valdabaráttu innan hennar gerð skil .
424 bls .
Sögufélag
Saga
Tímarit Sögufélags LXII: 1 og 2, 2024
Ritstj: Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm
Vilhelmsson
Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust .
Efni þess tengist sögu og menningu landsins í
víðum skilningi . Ritrýndar greinar og viðhorf
mynda stærstu efnisþætti tímaritsins . Í Sögu birtast
einnig ritdómar og ritfregnir um nýjar bækur er
varða sögu, einkum Íslandssögu, og annað efni af
sagnfræðilegum toga . Ómissandi öllu áhugafólki .
220 bls .
Sögufélag
IB
Til taks
Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands - fyrstu 40 árin
Höf: Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson og Páll
Halldórsson
Í þessari bók er, eins og nafn hennar gefur til kynna,
rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu
fjóra áratugina . Sagt er frá baráttunni fyrir því að fá
björgunarþyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar í
gegnum tíðina og æði misjafnar, viðamestu verkefnum
þyrlnanna og sviplegum atburðum í rekstri þeirra .
162 bls .
Bókaútgáfan Hólar
IB
Þjóðhagfræði almennrar skynsemi
Höf: Ravi Batra
Þýð: Þorsteinn Þorgeirsson
Bók fyrir alla þá sem hafa áhuga á þjóðfélagsmálum
og helstu hugtökum við hagfræðilega greiningu . Hún
hentar vel þeim sem leitast við að sjá fyrir þróun
efnahagsmála og tekur fyrir sum mikilvægustu
vandamál samtímans . Höfundurinn, Ravi Batra, er
heimskunnur metsöluhöfundur . Þorsteinn Þorgeirsson
ritar vandaðan viðauka um efnahagsþróun á Íslandi .
429 bls .
Almenna bókafélagið
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 63GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi
ÁNÆGJA.
Hrífandi orðfæri,
frumleg hnyttni, mögnuð spenna,
ólgandi tilfinningar, dýrmætur
fróðleikur, forvitnilegt sögusvið
og áhugaverðar sögupersónur
veita lesendum gleði.