Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 64
Sálfræði, sjálfshjálp
og andleg leiðsögn
IB
Baujan
Höf: Guðbjörg Thoroddsen
Alla ævina þurfum við að skoða, lagfæra og vinna
úr tilfinningum okkar, styrkja sjálfsöryggið og
sjálfsmyndina . Heiðarleiki gagnvart okkur sjálfum
er lykilatriði í því hversu langt við komumst í
aukinni sjálfsvirðingu og þroska . Baujan er tækni
sem stuðlar að virkri og vakandi sjálfsvitund sem
er forsenda aðgerða og breytinga á líðan .
Króníka
KIL
Betri heimur
Um metsölubók allra tíma
Höf: Halldór Lár
Hrífandi frásögn mest seldu bókar allra tíma . Biblían
er metsölubók, en hvernig bók er hún? Um hvað
fjallar bókin í raun? Hvað segir Biblían okkur um
tilgang lífsins, jörðina og betri heim? Hvað segir hún
okkur um Guð, himnaríki og helvíti? Þar er ýmislegt
öðruvísi en margir ætla . Hvernig passar Jesús svo
inn í allt dæmið, hvað er málið með hann?
356 bls .
AKF Books
SVK RAF HLB
Gáfaða dýrið
Í leit að sjálfsþekkingu
Höf: Sæunn Kjartansdóttir
Myndir: Rán Flygenring
Hvernig stendur á því að við erum eins og við
erum og gerum það sem við gerum, oft þvert á alla
skynsemi? Eru til skýringar á því? Í þessari áhugaverðu
bók er fjallað um samspil vitsmuna og ósjálfráðra
viðbragða og sýnt hvernig aukin sjálfsþekking getur
unnið gegn ómeðvitaðri sjálfsblekkingu .
196 bls .
Forlagið - Mál og menning
KIL
Hvers vegna karlmenn geta bara gert eitt í
einu og konur þagna aldrei
Höf: Allan Pease og Barbara Pease
Þýð: Katrín Fjeldsted
Hjónin Allan og Barbara Pease fjalla hér á einstaklega
gamansaman hátt um samskipti hjóna og para .
Lesandinn sér líf sitt örugglega í nýju ljósi .
140 bls .
Bókaútgáfan Tindur
KIL
Í umsjá Guðs
Höf: Karen Casey og Homer Pyle
Þýð: Ingvi Þór Kormáksson
Í umsjá Guðs hentar afar vel þeim sem eru í Tólf
spora starfi eða ætla sér í sporavinnu . Í bókinni eru
daglegar hugleiðingar sem leggja út af sporunum
og hjálpa lesendum til að lifa einn dag í einu .
Þótt bókin sé fyrst og fremst ætluð fólki með
f íknisjúkdóma gagnast hún öllum lesendum .
424 bls .
Bókaútgáfan Sæmundur
KIL RAF
Geðraskanir án lyfja:
Líf án geðraskana
(bók 3)
Höf: Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir
Tilgangur þessara bóka er að fólk með geðraskanir
geti séð að til eru fleiri leiðir en lyf til að takast á
við þær, að aðstandendur fái dýpri innsýn inn í
heim ástvina sinna með geðraskanir og að áhugi
náist hjá læknum til að tengja við óhefðbundnar
leiðir til að vinna með geðraskanir .
382 bls .
Sjálfshjálp bókaútgáfa Kærleikssamtakanna
IB
Tarotspil norrænna goðsagna
Höf: Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Myndh: Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Leitið svara um fortíð, nútíð og framtíð og öðlist
dýpri skilning á ykkur sjálfum með aðstoð tarotspila
norrænna goðsagna . Spil og bók með ítarlegum
skýringum, fróðleik og tarotlögnum .
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan
KIL
Vending
vínlaus lífsstíll
Höf: Gunnar Hersveinn
Hamingjan fæst með því að sækjast eftir því
sem gefur og forðast það sem kvelur . Sókn eftir
áfengi getur valdið óhamingju en það gerir val á
vínlausum lífsstíl ekki . Bók fyrir þau sem vantar
vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til
að stíga skrefið . Efnið er um sjálfsaga og vellíðan,
hvernig höndla beri veikleika og efla styrkleika .
88 bls .
Lífsgildin
KIL
Þögn – á öld hávaðans
Höf: Erling Kagge
Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson
Í þessari einstöku bók spyr norski ævintýramaðurinn
Erling Kagge þriggja spurninga:
Hvað er þögn? Hvar er hún? Af hverju er þögnin núna
mikilvægari en nokkru sinni í sögu mannkyns?
Í kjölfarið gerir hann 33 tilraunir til að
svara þessum spurningum .
143 bls .
Ugla
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa64
Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn
Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn