Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 64

Bókatíðindi - 01.11.2024, Blaðsíða 64
Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn IB Baujan Höf: Guðbjörg Thoroddsen Alla ævina þurfum við að skoða, lagfæra og vinna úr tilfinningum okkar, styrkja sjálfsöryggið og sjálfsmyndina . Heiðarleiki gagnvart okkur sjálfum er lykilatriði í því hversu langt við komumst í aukinni sjálfsvirðingu og þroska . Baujan er tækni sem stuðlar að virkri og vakandi sjálfsvitund sem er forsenda aðgerða og breytinga á líðan . Króníka KIL Betri heimur Um metsölubók allra tíma Höf: Halldór Lár Hrífandi frásögn mest seldu bókar allra tíma . Biblían er metsölubók, en hvernig bók er hún? Um hvað fjallar bókin í raun? Hvað segir Biblían okkur um tilgang lífsins, jörðina og betri heim? Hvað segir hún okkur um Guð, himnaríki og helvíti? Þar er ýmislegt öðruvísi en margir ætla . Hvernig passar Jesús svo inn í allt dæmið, hvað er málið með hann? 356 bls . AKF Books SVK RAF HLB Gáfaða dýrið Í leit að sjálfsþekkingu Höf: Sæunn Kjartansdóttir Myndir: Rán Flygenring Hvernig stendur á því að við erum eins og við erum og gerum það sem við gerum, oft þvert á alla skynsemi? Eru til skýringar á því? Í þessari áhugaverðu bók er fjallað um samspil vitsmuna og ósjálfráðra viðbragða og sýnt hvernig aukin sjálfsþekking getur unnið gegn ómeðvitaðri sjálfsblekkingu . 196 bls . Forlagið - Mál og menning KIL Hvers vegna karlmenn geta bara gert eitt í einu og konur þagna aldrei Höf: Allan Pease og Barbara Pease Þýð: Katrín Fjeldsted Hjónin Allan og Barbara Pease fjalla hér á einstaklega gamansaman hátt um samskipti hjóna og para . Lesandinn sér líf sitt örugglega í nýju ljósi . 140 bls . Bókaútgáfan Tindur KIL Í umsjá Guðs Höf: Karen Casey og Homer Pyle Þýð: Ingvi Þór Kormáksson Í umsjá Guðs hentar afar vel þeim sem eru í Tólf spora starfi eða ætla sér í sporavinnu . Í bókinni eru daglegar hugleiðingar sem leggja út af sporunum og hjálpa lesendum til að lifa einn dag í einu . Þótt bókin sé fyrst og fremst ætluð fólki með f íknisjúkdóma gagnast hún öllum lesendum . 424 bls . Bókaútgáfan Sæmundur KIL RAF Geðraskanir án lyfja: Líf án geðraskana (bók 3) Höf: Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir Tilgangur þessara bóka er að fólk með geðraskanir geti séð að til eru fleiri leiðir en lyf til að takast á við þær, að aðstandendur fái dýpri innsýn inn í heim ástvina sinna með geðraskanir og að áhugi náist hjá læknum til að tengja við óhefðbundnar leiðir til að vinna með geðraskanir . 382 bls . Sjálfshjálp bókaútgáfa Kærleikssamtakanna IB Tarotspil norrænna goðsagna Höf: Kristín Ragna Gunnarsdóttir Myndh: Kristín Ragna Gunnarsdóttir Leitið svara um fortíð, nútíð og framtíð og öðlist dýpri skilning á ykkur sjálfum með aðstoð tarotspila norrænna goðsagna . Spil og bók með ítarlegum skýringum, fróðleik og tarotlögnum . Björt bókaútgáfa - Bókabeitan KIL Vending vínlaus lífsstíll Höf: Gunnar Hersveinn Hamingjan fæst með því að sækjast eftir því sem gefur og forðast það sem kvelur . Sókn eftir áfengi getur valdið óhamingju en það gerir val á vínlausum lífsstíl ekki . Bók fyrir þau sem vantar vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til að stíga skrefið . Efnið er um sjálfsaga og vellíðan, hvernig höndla beri veikleika og efla styrkleika . 88 bls . Lífsgildin KIL Þögn – á öld hávaðans Höf: Erling Kagge Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson Í þessari einstöku bók spyr norski ævintýramaðurinn Erling Kagge þriggja spurninga: Hvað er þögn? Hvar er hún? Af hverju er þögnin núna mikilvægari en nokkru sinni í sögu mannkyns? Í kjölfarið gerir hann 33 tilraunir til að svara þessum spurningum . 143 bls . Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa64 Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.