Bændablaðið - 27.06.2024, Side 58

Bændablaðið - 27.06.2024, Side 58
58 Líf & starf Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðavatna. Fullorðinn fugl getur verið allt að 3,5 kg. Hann er einn af tveimur tegundum brúsa sem verpa hér á Íslandi en frændi hans, lómurinn, er mun minni. Brúsar eru mjög fimir sundfuglar og miklir kafarar. Fæturnir eru mjög aftarlega á búknum sem gerir þá afar sérhæfða vatnafugla, geta kafað djúpt og langt eftir fiskum. Þetta gerir það að verkum að þeir eru eiginlega frekar vonlausir á landi og geta ekki gengið heldur ýta sér áfram á maganum. Þeir koma ekki á land nema til að verpa og verpa þá alveg við vatnsbakkann til að geta auðveldlega spyrnt sér út í vatnið aftur. Himbrimar eru líka nokkuð þungir til flugs, vængjatökin eru kraftmikil og hávær. Þegar þeir lenda þá lækka þeir flugið rösklega, lenda á maganum og renna sér eftir vatninu. Himbrimar eru nokkuð plássfrekir, þeir helga sér óðöl á varptímum og reka aðra himbrima í burtu. Nánast undantekningarlaust er bara pláss fyrir eitt par á minni vötnum og eingöngu á stærstu vötnum þar sem finna má fleiri en eitt verpandi par. Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson Stjörnuspá Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist leika við hann í hverju horni og hann sópar því til sín gleðilegum viðburðum eins og enginn sé morgundagurinn. Vatnsberinn ætti að njóta þessa tíma og jafnvel gera sitt besta til að leyfa þessu láni sínu að létta undir öðrum ef hægt er. Happatölur 4, 29, 82. Fiskurinn hefur verið fremur þungbúinn undanfarið og skilur ekki hvers vegna hlutirnir ganga ekki upp eins og hann hafði séð fyrir sér. Það eina í stöðunni er að sýna auðmýkt og æðruleysi, eitthvað sem fisknum er ekki endilega tamt, en ætti að minna sig á að lífið hefur margar hliðar og engin ein sú rétta. Happatölur 24, 1, 9. Hrúturinn er undir sömu þungu lægð og fiskurinn en hann hefur nefnilega verið að velta fyrir sér málum hjartans og hver staða hans sé á þeim vettvangi. Ágætt væri að fara yfir þau sambönd sem vegið hafa hvað mest í tilfinningalífi hans og greina hvað fór úrskeiðis – hvar rótin liggur að því sem illa fór. Happatölur 23, 9, 17. Nautinu hefur aðeins aukist sjálfstraustið og ætti að vera duglegra að líta í kringum sig. Reyndar snúa stjörnurnar þannig að honum er heillavænlegast að móta skoðanir á því hvert hann vill stefna á næstu tveimur árum. Þá með tilliti til alls er viðkemur daglegu lífi en með áherslu á maka, búsetu eða stórar breytingar. Happatölur 24, 12, 77. Tvíburinn hefur verið undir miklu álagi síðastliðnar vikur og þarf að muna að hvíld er góð og hugarró að sama skapi. Hann ætti að gæta þess hvað hann lætur út úr sér og enn fremur að fara ekki með fleipur. Vegna slíkra mistaka eða ákvarðana gæti tvíburinn mögulega þurft að éta ýmislegt ofan í sig. Happatölur 6, 34, 8. Krabbinn ætti þessa mánuðina að leyfa ástinni að umlykja sig. Í formi fjölskyldu, vina eða jafnvel manneskju sem var honum hugleikin fyrir nokkru síðan. Það leynist oft glóð í gömlum glæðum og nú er tækifærið til að taka skref sem voru áður ekki tekin. Happatölur 20, 18, 43. Ljónið íhugar nú gang lífsins eins og aldrei fyrr. Það hefur nýverið þurft að taka á honum stóra sínum er kemur að eigin heilsu. Veltir fyrir sér eins og oft áður hvort lífið sé nú ef til vill ákveðið fyrir fram eða hversvegna hlutirnir gerast þegar þeir gerast. Við þessu eru engin rétt svör, en ljónið má prísa sig sælt eins og staðan er í dag. Happatölur 7, 30, 51. Meyjan er á þeytingsspretti í gegnum lífið. Allt í einu hafa opnast henni fleiri dyr en von var á en skyldi hafa í huga að allt sem að henni snýr er henni til heilla. Nú er ráð að viða að sér öllu því sem meyjuna vanhagar um, hvort sem er á sviði frama eða fagnaðar. Happatölur 11, 8, 66. Vogin er fyllt óréttmætri reiði og básúnast yfir þeim harmleik þegar í raun er það alls ekki sannleikurinn. Vogin hefur nefnilega fallið í þá gryfju að hlýða á kveinstafi byggða á ósannindum og fleiprum og byggir á því reiði sína. Réttast væri að íhuga allar hliðar hvers máls.Happatölur 22, 80, 12. Sporðdrekinn hefur legið í leti undanfarið og notið góðs af enda hefur hann alveg átt það skilið. Hann ætti þó að fara að hugsa sér til hreyfings og gera upp við sig ýmis mál sem hafa setið á hakanum. Þetta eru mun veigaminni ákvarðanir en hann telur, en þarf að útkljá fyrr en síðar. Happatölur 19, 44, 22. Bogmaðurinn hefur verið slappur á sál og líkama í nokkra daga núna og ætti að hlúa vel að sér. Veikindi hafa verið að hrjá hann oftar þetta árið en áður og ekki væri því úr vegi að fá lækni til að taka stöðu mála. Lukkustjarna er þó yfir peningamálunum sem koma á óvart. Happatölur 28, 11, 89. Steingeitin hefur ekki ró í sínum beinum þessa dagana. Málshátturinn sér grefur gröf þótt grafi á hér ágætlega við enda hefur hún, sér að óvörum grafið aðeins undan sjálfri sér. Hitamál sem henni þótti hún eiga lítinn sem engan hlut í hefur nú snúist öðrum í vil. Happatölur 81, 15, 40. Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að líða á mitt sumar er ekki seinna vænna en að taka stöðuna. Hér eru nokkur dæmi sem gaman er að velta fyrir sér. Fínlegt kögur Hönnuðir á borð við Bottega Veneta, Burberry, Gucci, Mugler og Tom Ford eru meðal þeirra sem hafa leikið sér með kögur nýverið, þá helst með ofurfína þræði. Um ræðir óumdeilanlega fágaðra kögur en oft áður, sem leikur frjálst um línur fatnaðarins, bærist við fald eða fellur með klæðinu sjálfu. Er kögrið oft litað að einhverju leyti og í bland við fínleika sinn beinir það auganu að lykilþáttum hverrar flíkur fyrir sig. Mjúk og ljósleit föt fyrir bissness Hönnun svokallaðs skrifstofu- klæðnaðar kom fólki á óvart á tískupöllunum, en má segja að þarna sé um nokkuð róttæka breytingu að ræða. Gerður úr mjúkum efnum, ljósleitur og stílhreinn fatnaður í formi íhaldssamra síðpilsa, blússa og dragta sem þættu viðeigandi á hverri skrifstofu, þó vanalega í dekkri litum. Með þetta í huga gæti verið áhugavert að endurskoða litapallettu skrifstofuklæðnaðar og leyfa ljósari litum að njóta sín – a.m.k. í sumar. Fullskreytt minidress Minidress af öllum mögulegum tegundum hafa skotið upp kollinum þetta árið og helst fullskreytt með öllu. Pallíettur, glitsteinar og semelíusteinar tröllríða þarna öllu í bland við lögulega smákjóla frá hinum ýmsu tímabilum. Sjöundi áratugurinn helst í hendur við þann fimmta og útkoman verður lítið annað en stórkostleg. Glitrandi jafnt sem gróf tíska sem hentar við hvert tækifæri og þarfnast lítilla fylgihluta. Lag á lag ofan Það hefur jafnan þótt klassísk skemmtun að blanda saman ýmiss konar fatnaði, helst í nokkrum lögum enda getur útkoman komið skemmtilega á óvart. Nú sáust á tískupöllunum peysur, pólóbolir og jakkar yfir minipils, þá tjullpils og jafnvel blöðrupils níunda áratugarins úr þunnu efni. Tilvalin blanda kven- og karllægra strauma ullar, bómullar og pilsaefna. Sumir völdu pallíettupils með múnderingunni en ekki er hægt að segja annað en að þarna geti allir fundið eitthvað úr fataskápunum heima sem má nýta. Pönk-rókókó Blúndur, slaufur og fínerí í bland við svarta grófa fylgihluti, skótau og jafnvel varalit. Viðkvæmni í bland við hörku, eða fagurfræðileg lína daðurs og ögrunar. Tilvalið til að brjóta upp óspennandi daga. Brynjuklæddar kempur Mörgum þykir miðaldatískan heillandi, þar sem hringabrynjur og brjóstplötur eru hafðar í hávegum, en bæði má finna fatnað í klassískum jarð- og málmlitum en einnig í skærari útgáfum. Þar má til dæmis nefna hönnun Tom Ford sem vakti mikla athygli á leikkonunni Zendaya fyrir stuttu. Virðist sem Zendaya sé allhrifin af slíkri hönnun en hún klæddist samfesting í sama stíl á kynningu kvikmyndarinnar Dune. Var sú flík úr ranni franska fatahönnuðarins Thierry Mugler sem gerði garðinn frægan um árið með ilmvatninu Angel. Hælbandið góða Tíska aldamótanna virðist nú skjóta upp kollinum þar sem varnarlausir eiga síst von á en nú þykir afar móðins að klæðast támjóum hælaskóm með bandi. Hönnuðurinn Valentino bætti um betur og bætti svokölluðum „kittenheel“ við samsetninguna og þykir mörgum, um miðjan aldur, nóg um. (Kittenheel er semsé hvorki eins hár og fágaður og pinnahællinn en þó stöðugri.) Tilfinningalegir stuðningspokar Fyrir þá sem þurfa tilfinningalegan stuðning er svokallaður „stuðnings- hlutur“ nokkuð sem fleiri nýta sér en ella. Ekki er víst hvort allir geri sér grein fyrir hvað um ræðir, enda er hann á ýmsa vegu. Sumir þurfa t.d. alltaf að hafa kaffibolla sér í hönd þegar farið er utan dyra, aðrir sérstaka tösku, bera á sig sérstakan ilm eða hafa dýr í taumi. Með þetta í huga hafa hönnuðir ársins í ár lagt áherslu á töskur í yfirstærð sem helst er hægt að leggja yfir öxlina og geyma allt sem geyma þarf auk þess að veita eigandanum tilfinningalegt utanumhald. Ískalt sumar Svolítið í stíl við mjúku pastellitina sem áður hafa verið nefndir koma einnig við sögu pastellitir málmleitra efna, ný litapalletta sem kemur hér inn eins og ferskur blær í sumar. Loftkenndur léttleiki pastelsins í bland við vetrarkulda sendir ískalda tóna út í kosmósið, jökulblár, silfurgrár og jafnvel kaldur en skærbleikur rósalitur eiga allir upp á pallborðið hér. Gyllt, þykkt og áberandi Eyrnalokkatískan heldur áfram að vera úr þykku og áberandi gulli, nú enn fremur en áður. Yves Saint Laurent og Schiaparelli kynna ýkta útgáfu eyrnalokka sem voru hvað vinsælastir í fyrra og má segja að þarna skipti stærðin öllu máli. /sp Tíska: Sumarsveiflan 2024 Hælaskór Valentino og svokölluð stuðningstaska Bottega. Leikkonan Zendaya í hönnun Mugler.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.