Víðförli - 01.03.1947, Page 57

Víðförli - 01.03.1947, Page 57
LÆKNIR UM LEIÐINA TIL HEILBRIGÐI 55 eftir leið hins innra lífs ■— veginum, sem liggur til Guðs, skap- ara lífsins. I kyrrð hljóðra stunda frammi fyrir Guði uppgötvum vér ein- faldar staðreyndir í lífi voru, sem skynsemd vor gat aldrei bent á. Og vér fáum jafnframt inngjöf til athafna. Því allt virkilegt líf er. fólgið í tvennu, sem fyllir hvort annað, hvíld og önn, innbeiting og útrás. Athöfn, sem er undirbúin af íhugun, er allt annars eðlis og allt annars gildis en þetta æsihraða, andlausa erilhringl, sem einkennir vora tíma, fyllir tilveruna skrölti, taugaóstyrk og argaþvargi og er ein höfuðorsök hinnar geig- vænlegu aukningar á tölu taugasjúklinga. Menn segja, að þetta sé járnbrautunum og bílunum að kenna, símanum, útvarpinu og tvísýnu atvinnu- og fjármálalífsins. Já, mikið rétt, en fyrst og fremst er maðurinn sökin sjálfur. Eg lief sjálfur lengi verið eirðarlaus maður, friðlaus af ann- ríki, sá aldrei 'fram úr, mátti aldrei vera að því að sinna mínum innra manni. Síðan ég hóf að helga andlegu lífi mínu klukku- stund á dag til jafnaðar, stundum til muna meira, hef ég orðið að sleppa nokkru af þeirri ívasan, sem ég taldi áður óhjákvæmi- lega, en ég hef hlotið meira gagn og gleði af starfi mínu. Kristur líkir hinni andlegu reynslu við mustarðskornið, sem grær. Það geymir möguleika allra þeirra krafta, sem skulu þroskast í vexti þess, en tréð, sem spretta skal upp af því, er ekki sýnilegt enn. Það er róttæk bylting, sem á sér stað, þegar þurrt sáðkorn breytist í gróandi. Nýtt líf fæðist. En þessi fæðing er hulin. Hið ytra sést enginn munur. Það er eðlisbreyt- ing, verður ekki mæld eða vegin. Allsendis eins er það með mann, sem tekur „lífsbreytingu'h Það er breyting, sem ekki er af þessum heimi, eðlisleg, algjör, atburður, sem hann veit um og getur borið vitni um, en ber sýnilegan ávöxt að sama skapi sem hann kemst til skilnings á óhjákvæmilegum afleiðingum hennar. Eins og ung jurt þarfn- ast hann umönnunar og ræktar, þótt hjarta hans hafi öðlazt hlutdeild í þeim krafti, sem mun hjálpa honum til heilbrigði.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.