Jólablaðið - 01.12.1947, Side 11

Jólablaðið - 01.12.1947, Side 11
5 blýlóð hékk í bandi ínnan á henni. Bandið var þrætt í gegnum gat í efra horninu, en var fest í dyrastafnum. Það var auðvitað haft svona, til þess að hurðin skylli aftur, en dyrnar stæðu ekki opnar, þegar gengið væri um. Drengirnir komu ínn í þröngt anddyri. Þar var kolsvarta myrkur. Allt í einu heyrðist þungur dynkur. Utihurðin féll að stöfum, þeir voru lokaðir irini. Drengirmr fálmuðu fyrir sér og leituðu hver að annars hönd. Einum varð það fyrir að lesa faðirvorið í lágum hljóðum. Það sefaði hugann. Fá- em augnablik liðu. Allt í einu lét eitthvað undan. Þar var önnur hurð, og í einhverju fáti fálmuðu drengirmr sig í gegnum mjóar dyr. Þreifandi myrkur var allt umhverfis þá. Þeir þrýstu hendur hver annars og héldu mðri í sér andanum. Þá heyrðist dimm og hás rödd utan úr myrkrinu. ,,Hver er þar?“ Drengirnir steinþögðu. ,,Hver er þar, segi ég?“ Og nú varð röddin örlítið mildan, og brá fynr skjálfta í henni. Það var eins og sá sem spurði, væri sjálfur í einhverj- um vafa um það, hvernig hann ætti að ávarpa gestina. „Hver ertu?“ var spurt í þnðja sinn. ,,Það er ég,“ svaraði einn drengjanna. Rómurinn var svo veikur, að það líktist hvísli. Nú varð aftur þögn. Það heyrðist marra í rúmi Kofa-Dabba, þegar hann snen sér við og reis upp við olnboga. Þetta fundu drengirmr, en sáu ekki neitt fyrir mykrinu. Þeir hrærðu sig ekki úr sporunum. Einhver var farinn að gráta rétt hjá þeim, og þó ekki eins og börn gráta. Hásar og snöktandi grátkviður, shtnar sundur af brjóstþyngslum og kjökri. ,,Ertu loksins kominn til mín, litli ljúfurinn minn?“ var spurt í myrkrinu. ,,Ertu kominn að sækja hann pápa þmn?“ Bræðurnir störðu enn út í myrknð í herberginu. Þeir voru farnir að greina óljóst það, sem mm var. Og þó áttuðu þeir sig ekki á neinu. Gat þetta verið Kofa-Dabbi, sem talaði svona? Engmn þeirra var sonur hans, og ekki ætluðu þeir að fara að sækja hann. ,,Ég hef bara alltaf venð svo vondur maður," stundi gamli maður- inn. ,,Ég á ekki skdið að-fá að koma til þín. Þú, sem ert hjá englunum.” Hann grúfði sig ofan í koddann, og herbergið fylltist af harmatölum, sem runnu drengjunum svo til nfja, að allur ótti hvarf þeim, og þeir gleymdu öllu, nema því, að þarna lá veikt gamalmenm, sem grét ems og

x

Jólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1984

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.