Jólablaðið - 01.12.1947, Page 14

Jólablaðið - 01.12.1947, Page 14
8 barmð sjálft? Þeir gátu ekki stillt sig um að spyrja mömmu sína. ,,Á hann Kofa-Dabbi dreng?“ Mamma borfði á þá dálítið undrandi og sagði: „Hann átti einu sinm son.“ ,,Voru mennirmr vondir við hann?“ spurðu þeir aftur. ,,Eg veit það ekki fyrir víst,“ svaraði hún hikandi. ,,En það er sagt, að hann hafi verið emn á ferð og verið úthýst. Það skall á hann hríð, og hann leitaði skjóls í fjárhúsunum á Hömrum. Þar dó hann, að sögn.“ Það sló þögn á drengina. Þetta minnti þá á dreng, sem ekki hafði dáið, heldur fæðzt í fjárhúsi. BARNAVÍSA Elskulega mamma mín, mjúk er alltaf höndin þín, tárin þorna sérhvert sinn, sem þú strýkur vanga minn, þegar stór ég orðmn er allt það skal ég launa þér. Sig. Júl. Jóh. HUGUR OG HJARTA Láttu aldrei hug þinn eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu. Sonur morgunroðans vertu. Stephan G. Steghansson.

x

Jólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1984

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.