Jólablaðið - 01.12.1947, Page 39

Jólablaðið - 01.12.1947, Page 39
33 ,,Þetta yrði nú þokkalegur orðrómur!" sagði Derringer. ,,Eg vona að þú gerir þér þetta ljóst." ,,Eg geri mér ljóst, að ég orti þetta ekki,“ sagði ég. Derringer sagði: ,,Persónulega segi ég, að ungfrú Daffney er ekki Ijót, heldur, þvert á móti, aðlaðandi." „Jæja, það er allt í lagi, sagði ég. ,,Ég óska þess ems, að vera ekki flæktur ínn í vandræði út af hlut, sem ég gerði ekki.“ ,,Þú hefðir getað ort þetta kvæði,“ sagði Dernnger. ,,Ekki þetta,“ sagði ég. ,,Ég hefði getað ort gott kvæði.“ ,;Hvað áttu við, gott?“ spurði Derringer. ,.Fallegt? Eða móðg- andi?“ ,,Ég mema fallegt, svaraði ég, ,,en það mundi ekki vera um ung- frú Daffney. ,,Hingað til var ég að efast um, að þú vænr höfundur kvæðisms, en ekki lengur." sagði Derrmger. ,,Nú er ég sannfærður um, að þú hafir ort það. Þess vegna verð ég að refsa þér.“ Ég rauk á fætur og fór að þræta. ,,Ef þér látið mig fá flengingu fynr það sem ég hef ekki gert, þá þegi ég ekki yfir því!“ Svo fékk ég flengingu, og allur skólinn fékk að vita það. Ég haltraði aftur mn í bekkinn. Kvæðið hafði verið þurrkað af töflunni. Svo var allt í lagi á ný. Arak frændi sat í makindum og virti fyrir sér brúnu lokkana hennar Lísu Bovard. Fyrsta verk mitt í frímínútunum var að taka Arak frænda, berja hann mður og setjast ofan á hann. ,,Ég fékk flengingu fynr þennan leirburð þinn, svo að þér er betra að skrifa ekki meira á töfluna af þessu tagi,“ sagði ég. Morgunmn eftir var samt sem áður komið annað ástarkvæði á töfl- una, ótvírætt með rithendi Araks frænda og í hans stíl, og aftur vildi ung- frú Daffney fiska sökudólginn og fá honum refsað. Þegar ég kont mn í bekkinn, sá kvæðið og fann andrúmsloftið, byrjaði égaðandmæla. Þettavar of langt gengið hjá Arak frænda. Ég fór að skamma hann á armenísku. Hann daufheyrðist við því, og ungfrú Daffney hélt, að ég væn að tala um sig. ,,Svona, svona," sagði hún. „Talaðu á þí máli, sem allir skilja, ef þú hefur eitthvað að segja." ,,Ég hef ekki annað að segja en það, að ég sknfaði ekki þetta kvæði.

x

Jólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1984

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.