Jólablaðið - 01.12.1947, Page 43

Jólablaðið - 01.12.1947, Page 43
37 lokað, og þegar opnað var aftur, var ungfrú Daffney öll á bak og burt. Annað bvort var, að Dernnger hafði ekki ort til hennar kvæði, eða hann hafði sett saman einhvern leirburð. Annað hvort hafði hann ekki sagt henm, að hann elskaði hana, eða hann hafði sagt henm það og hún kært sig kollótta. Kannski hann hafi beðið hennar og hún hryggbrotið hann, bara af því að óg vissi um allt saman. SÚ DÓ EKKI ÚR RÁÐALEYSI Dóra htla var aðeins fimm ára gömul. Auðvitað var hún farin að tala, en þó voru nokkur orð, sem hún átti erfitt með að bera rétt fram. Eitt af þessum fáu orðum var edikssýra. Dóra fór oft í sendiferðir fyrir mömmu sína. Emu sinm fékk mamma hcnni tóma krús og bað hana að skreppa út í búð og kaupa einn pott af edikssýru. Dóra komst nú í dálítinn vanda, því að ekki vildi hún neita að gera mömmu sinni greiða. Hún lagði nú af stað, og þegar hún kom í búðina, rétti hún krúsina að búðarmanninum og sagði: „Lyktaðu úr krúsmni og láttu mig fá einn pott!“ HVER ÞYKIST ÖÐRUM MEIRI Norðlendmgur: ,,Fyrir norðan eru þeir nú ekki lengi að því sem lítið er. Þeir eru fljótari að byggja húsin þar en nokknr aðnr. Þeir byrja á fimm hæða húsi og eru búmr með það eftir fimm daga.“ Sunnlendingur: ,,Það er nú ekki nnkið — þú ættir að koma suður. Fynr sunnan var ég að fara til vinnu einn morgun, og þá voru þeir að Eggja hornstein að byggingu. Þegar ég kom heim að kvöldi, var húseig- andinn að reka leigjendurna út, af því að þeir borguðu ekki húsaleiguna."

x

Jólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1984

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.