Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 31
FYRSTA BIRKIGRÓÐURSETNING
Á SKÓGUM
Skógræktarstarf hófst við Héraðsskólann á
Skógum undir Eyjafjöllum vorið 1950. í>á var
kennari við skólann Jón Jósep Jóhannesson
cand. mag. Hann var meðal mestu áhugamanna
um skógrækt, sem á þeim árum starfaði í skóg-
ræktarfélagi. Ég tel fullvíst, að honum sé ekki síst
að þakka, að skógræktin hófst þá strax við Skóga-
skóla. Og víst er, að hann leiðbeindi nemendum
við gróðursetningu trjáa.
í hlíðinni ofan við skólann eru nú vaxnir fagrir
skógarteigar af nokkrum trjátegundum.
Jón Jósep skrifaði í Ársritið 1955 grein, sem
nefnist „Skýrsla um skóggræðslustörf nemenda
Skógaskóla“. Þar telur hann upp, hvaða trjáteg-
undir voru gróðursettar þessi fyrstu ár og hve
mikið af hverri.
Vorið 1950 voru gróðursettar 200 birkiplöntur
2/2 austan við rústir af gripahúsi vestan við
Réttargil.
Hér eru birtar tvær myndir frá þessum stað:
Fyrri myndina tók ég vorið 1954. Þar sitja þeir
saman milli birkiplantnanna ungu Jón Jósep
(t.v.) og Ágúst Árnason, einn nemendanna, sem
gróðursetti plönturnar, nú skógarvörður í Borg-
arfjarðarsýslu (t.h.). Tætturnar af gripahúsinu
eru í baksýn. Síðari myndina tók ég 13. maí 1990.
Situr Ágúst þá á sama stað og fyrir 36 árum.
Bjarkirnar eru nú orðnar mikil tré og furðu bein-
vaxin. Jón Jósep er því miður ekki á meðal okkar
lengur. En það grillir í tætturnar í baksýn og eru
þær sönnun þess, að báðar myndirnar eru teknar
á sama stað.
SAGA UM STAFAFURU
í PLÓGSTRENGJUM Á EIÐUM
Hér ætla ég að segja ofurlitla sögu, þar sem
skemmra er milli fyrr og nú en verið hefir áður í
þessum pistlum. í því getur falist nokkur lær-
dómur og mér þótti spennandi að vera vitni að
þessari sögu.
Skógrækt ríkisins hefir umsjón með skógar-
girðingunni á Eiðum í Suður-Múlasýslu síðan
1978, en landið er eign Alþýðuskólans á Eiðum.
Þarna hefir ekki verið gróðursett nema lítið af
1987
erlendum trjátegundum í hinni stóru skógargirð-
ingu, sem er 1.150 ha að flatarmáli. Hins vegar
hefir birkið komið upp af sjálfsdáðum við friðun-
ina frá beit á stærra svæði en dæmi eru til annars
staðar á landinu. Nýr Eiðaskógur er að vaxa upp
í stað hins forna, sem frægur var í sögum.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
29