Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 115
var fyrir hópur manna, sem nú stökk um borð
með mikið hafurtask meðferðis. Þetta var bruna-
liðið, sem hafði nýlokið við að slökkva eldinn.
Við vorum 27 manns í þyrlunni, þegar þeir voru
allir komnir um borð. Ekki virtist þyrlunni þetta
um megn, því að hún skilaði okkur heilum heim
eftir eina merkustu skógarferð í lífi okkar.
BYGGÐASAFNIÐ
Spölkorn utan við Arkhangelskborg er allstórt
byggðasafn, sem sérstaklega er helgað timbur-
húsum. Þarna gat að líta m.a. nokkrar dýrlega
fallegar kirkjur með hinum hefðbundnu laukkúpl-
um. Hérskinuþeirsilfurgráiríheiðríkjunni. Þeir
voru úr tré og klæddir asparflögum, sem fengu á
sig þennan gljáandi silfurlit við veðrun.
Stóra kirkjan á byggðasafninu við Arkhangelsk. Lauk-
kúplarnir og stöplarnir undir þeim eru þaktir flögum úr
blϚsp. Myndlphoto: A.S.
Large church at the museum in Archangel. The cupolas
and the columns supporting them are covered with
aspen shingles.
Timburmóttaka á Dvínu við Lenínsagverkið. Myndl
photo: S.BI.
Timber depot on the Dvina at the Lenin Saw Mills.
SAGVERKIÐ
Við höfðum óskað eftir að fá að koma í sagverk
og nú var röðin komin að því. Það ber nafn Len-
íns gamla og stendur á bakka Norður-Dvínu. Þar
starfa 1.100 manns og flett er 600 þús. m3 árlega.
Svonefndar rammasagir fletta timbrinu og hér
eru þær níu talsins. Vélbúnaðurinn er finnskur.
Viðurinn kemur að sagverkinu eftir fljótinu og
er tekinn inn í eins konar timburrétt, þar sem
fljótandi bolir eru dregnir í dilka eftir stærð. Við
þetta vinnur fjöldi fólks, karlar og konur. Okkur
sýndist bera allmikið á fúa í trjábolunum, sem í
sjálfu sér er skiljanlegt, þar sem skógurinn er yfir-
leitt orðinn gamall.
Við spurðum forstjórann um lerki. Hann kvað
nær ekkert af því berast til þeirra og það litla, sem
kæmi, notuðu þeir sjálfir, aðallega í stólpa óflett.
En hann kvað engin vandamál varðandi flettingu
lerkiviðarins.
SAMNINGAR UM FRÆKAUP
Síðasta verkefni okkar í þessari heimsókn til
Arkhangelsk var að gera úrslitatilraun til þess að
útvega lerkifræ. Botygin varaforstjóri frá Arkh-
angelskdeild skógiðnaðarráðuneytisins hét
okkur því við skógarmáltíðina í Pinéga að beita
sér fyrir því, að safnað yrði fræi handa okkur í
Pinéga, ef þess reyndist nokkur kostur. Hann
kom á fundi okkar með honum sjálfum og Valerij
S. Lykov, aðalforstjóra, á skrifstofu þeirra kl. 16
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
113