Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 13
„Systurnar sjö“, stórvaxið birkitré í Hamraskógum í
Pórsmörk. Mynd B.M., júli 1980.
„The Seven Sisters“. An old birch tree in Þórsmörk,
southern Iceland.
Uppblástur eyðir birkiskógi í Hraunteigi á Rangárvöll-
um. Mynd B.M., júli 1978.
Destruction of birch forest by wind erosion of ash-
rich soil near Mt. Hekla in soutliern Iceland.
ATH. Textinn við neðstu mynd t.v. hér að ofan á við
neðstu mynd t.v. á bls. 16 og öfugt.
NOTE. The legend to the figure above, refers to the
figure in the lower left on page 16 and vice versa.
Sjálfsáið ungbirki nemur land á hálfgrónum, snauðum
áraur neðan við Bœjarstaðaskóg. Mynd S.H.M., júlí
1987.
Birch saplings colonizing an infertile, alluvial plain
below Bæjarstaðaskógur in southern Iceland.
Sjálfsáinn birkilundur á hrauninu ofan við Gunnlaugs-
skóg í Gunnarsholti. Afkomendur trjánna sem Gunn-
laugur Kristmundsson sáði til fyrir um 50 árum. I for-
grunni er land sem dreift var á grasfrœi og áburði fyrir
allmörgum árum, en birki og víðir eru nú að vaxa upp í.
Mynd S.H.M., september 1987.
A birch stand in Gunnarsholt, southern Iceland,
which was established by seeding a treeless, partly vege-
tated lava in 1939.
hraun í uppgræðslu. Fræinu var fyrst dreift
haustið 1939 á um 100 fermetra svæði skammt
neðan og sunnan við brún svokallaðs Vestur-
hrauns. Að hluta til notaði Gunnlaugur aðferð
Kofoed-Hansens og risti ofan af grónum bletti,
sem hann sáði í. Árið 1945 var aftur sáð fræi við
hraunbrúnina og þá á um 50 fermetra svæði
nokkru vestar en í fyrra skiptið. Fræið var fengið
hjá Ragnari Stefánssyni í Skaftafelli. Sáning-
arnar tókust vel, mynduðust vænir lundir og
hefur birkið verið að breiðast út frá þeim með
sjálfsáningu. Hefur það dreifst upp á hraunið
norðan við gömlu sáningarstaðina og einnig út í
mýrarjaðar neðan við þá. Landnám birkisins er
enn í fullum gangi og má vænta, að þarna myndist
allvíðlendur skógur (Sigurður H. Magnússon og
Borgþór Magnússon 1989). Að Hvammi í Skorra-
dal gerði Ágúst Árnason (1989) athyglisverða til-
raun um 1975 með sáningu birkifræs í hálfgróinn
mel. Fræinu blandaði hann saman við grasfræ og
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
11