Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 66

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 66
Það sem hér verður upp talið á frekar við þennan hóp. MARKMIÐSSETNING f flestum tilvikum eru skógræktarfélögin nú þegar með svæði eða girðingar á sínum snærum og framkvæmdir eru þegar hafnar. Má þar af leið- andi álykta að markmiðssetning á því stigi sé endurskoðun á fyrri markmiðum. Félagar verða að gera það upp við sig hvort endurskoðunar sé þörf á markmiöum einstakra framkvæmda. Enég skora á alla að vera óhræddir við að storka örlögunum og taka til gagngerrar skoðunar núverandi starfsemi og markmið þeirra. Taka fyrir hvert einstakt svæði og reyna að komast til botns í tilgangi ræktunarinnar á hverjum stað. SKRÁNING SKÓGLENDA í fyrstu ætla ég að kynna fyrir ykkur hvað felst í þessu hugtaki. Skilgreining: Söfnun gagna og gerð korta á núverandi og fyrirhuguðum skóglendum og skóg- rœktarsvœðum. Tilgangur: - Gera ákvörðunartöku um framkvæmdir mark- vissari, áætlanir áreiðanlegri. - Auðvelda eftirlit með skógræktarframkvæmd- um. - Grunnur fyrir upplýsingabanka um stærð og ástand skóga. - Geta komið rannsóknum í skógrækt að miklu haldi, t.d. rannsóknum á hvaða þættir hafa áhrif á vöxt og þrif trjátegunda/kvæma. Framkvœmd skráningar: Hvað er skráð: AUt að 28 mismunandi upplýs- ingar um hvern reit. Á stækkaðri loftmynd (1:5000) er skógræktarsvæðinu skipt upp í reiti sem eiga að vera sem einsleitastir. Skráning upplýsinga og kortlagning er útivinna sem aðeins er hægt að framkvæma í þurrviðri að sumri til þegar gróður er grænn. Inni er síðan teiknað kort af svæðinu og upplýs- ingum komið fyrir í tölvu, reitir eru flatarmáls- mældir. Notendur geta á þessu stigi fengið í hendurnar bæði kort og gagnaskrá fyrir sín svæði. Þeir sem ekki hafa aðgang að gagna- vinnslukerfi því sem Skógrækt ríkisins notar geta fengið prentaða út spjaldskrá. Nú er skráning skóglenda nokkuð viðamikil úttekt og kostnaðarsöm. En hér mega menn ekki spara eyrinn og kasta krónunni. Þótt upphæðir, sem nefndar eru við gerð slíkra áætlana, séu háar eru þær aðeins brotabrot af þeim fjármunum sem Iagðir eru í sjálfar skógræktarframkvæmdirnar. T. d. hefur okkur reiknast til að kostnaður við skráningu og nokkuð ýtarlega áætlanagerð fyrir nytjaskógrækt nemi u.þ.b. 2-3% af heildar- stofnkostnaði. Það eru um 3.000-5.000 kr/ha lands. Þessar kostnaðartölur eiga við land sem ekki er búið að planta í. Kortiagning á svæðum, sem plantað hefur verið í, er nokkuð tímafrekari. Hverjir geta framkvæmt þessa vinnu? Áætlanadeild Skógræktar ríkisins hefur undanfarin ár stundað slíka skráningu og hafa þrír starfsmenn hennar fengið mjög góða þjálfun. Gallinn er bara sá að þessir starfsmenn eru ofhlaðnir skylduverkefnum sem eru skráning skóglenda Skógræktar ríkisins og nytjaskóg- ræktar bænda. Með tilkomu skógarþjónustu Skógræktar ríkisins mun starfsmönnum, sem sjá um skógarkortlagningu og áætlanagerð, fjölga og verkefnin færast á fleiri hendur. Ráðrúm til að sinna öðrum verkefnum verður þá meira. Önnur lausn er að Skógræktarfélag íslands ráði til sín starfskraft sem geti sinnt skógræktar- skráningu félaganna. ÁÆTLANAGERÐ Ef vel er staðið að skógræktarskráningu tel ég að sjálf áætlanagerðin þurfi ekki að vera ýtarleg hvað skógfræðilega þáttinn varðar. Kortið og þær upplýsingar, sem því fylgja, gefa mjög gott yfirlit yfir stöðu framkvæmda. í flestum tilvikum er nóg að korti og spjaldskrá fylgi tillaga um hvaða aðgerða sé þörf í hverjum reit, t.d. val á tegundum í óplöntuð svæði. I samantekt gæti síðan komið fram tillaga að for- gangsröðun og summa aðgerða, s.s. heildar- plöntufjöldi í girðingu. Félagsmenn hafa síðan frjálsar hendur við að aðlaga framkvæmdir sinni starfsemi. Aðrir skipuleggjendur, sem leitað er 64 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1990
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.