Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 112

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 112
Félagar okkar segja, að hér standi svona 350 m3 viðar á ha, en geti á þessum slóðum farið í 500 m3/ha. Algengur gildleiki stórtrjánna er 30-40 cm í brjósthæð (1,3 m frá jörð), en stóri lerkiöldung- urinn er yfir 80 cm. Skógareldur kviknar hér af eldingum, sem lýst- ur niður í trjátoppana. Miklir skógareldar geisa á 10-15 ára fresti. A 6. áratugnum kviknuðu þeir óvenjulega oft og 1.000 ha brunnu þá á þessu svæði. Þessari fyrri skógarferð er lokið. Aratugagamall draumur gamals lerkiræktarmanns utan úr Atlantshafi hafði ræst og við stigum sælir og þreyttir upp í þyrluna eftir að hafa á ný notið þeirrar sönnu gestrisni, sem maður mætir alls staðar meðal skógarmanna, þegar þeir bera fram sinn einfalda, en ósvikna málsverð við eldinn, sem hitar vatn í te eða kaffi. Og ekki spillti hér að fá í bragðbæti reyktan fisk, saltaðan lax og vodka. PINÉGA Ein af stærstu þverám Norður-Dvínu, sem rennur að austan í hana, ber þetta nafn. Við mik- inn hlykk á Pinégaánni, þar sem hún rennur úr suðri, er bærinn Pinéga. Skammt fyrir norðan bæinn tengist Pinégaáin annarri á, sem nefnist Kuloj, og rennur norður. Hún kemur við sögu síðar í þessari frásögn. Bærinn Pinéga er beint í austur frá Arkhangelsk og bein loftlína þar á milli er um 135 km. Þangað var ferðinni heitið seinni skógardag okkar. En fyrst nokkur orð um fyrri vitneskju okkar um lerkið á þessu svæði. Frásagnir um Pinégalerki. Sigurður Blöndal hafði fyrir því heimildir gegnum sænska skóg- ræktarmanninn Erik Edlund, sem gekkst fyrir stofnun lerkifrægarðsins hjá skógfyrirtækinu Mo och Domsjö í Örnsköldsvik, að bestu lerkiskógar í Arkhangelskhéraði væru á svæðinu meðfram ánni Pinéga. Sögumaður hans var prófessor Nikolaij Dylis í skógræktardeild sovésku vísinda- akademíunnar, en það var hann, sem greindi lerk- ið vestan Obfljóts í sérstaka tegund, Larix sukac- zewi. Þegar sænsku skógræktarmennimir fjórir heim- sóttu Arkhangelskhérað 1976 var þeim sagt, að lerkifræ merkt „Arkhangelsk" væri komið frá Glœsileg ierkitré hjá skógarveginum í Pinéga. Myndl photo: A.S. A splendid specimen of larch at Pinega. Pinéga. Einn þessara sænsku fjórmenninga, Stig Lundberg, svæðisstjóri ríkisskóganna í Norður- botni, nefndi þetta við Sigurð Blöndal, er hann kom til Hallormsstaðar 1985. Þessar frásagmr urðu til þess, að eftirvænting okkar var sérstaklega mikil að fá tækifæri til þess að heimsækja Pinégasýslu. Flugferðin til Pinéga. Arnór lýsti henni á svo- felldan hátt fyrir upptökutækinu: „Við erum komnir í okkar aðra þyrluferð. Við flugum núna sunnar en í gær, eiginlega að mér sýndist beint í austur. Flugið tók 55 mínútur. Eftir 20 mínútna flug fórum við að sjá fyrstu lerki- trén og eftir svona 30-35 mínútur hafði lerkið meiri krónuþekju en við sáum nokkurs staðar í gær. Annars er skógurinn mun þéttari hér, það er meira af honum, minna um mýrar. 110 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.