Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 113
Lerkitrjákróna í Pinéga með mörgum könglum. Myndl
photo: A.S.
Crown of larch at Pinega showing profuse coning.
Við flugum fram hjá stóru skógarhöggsvæði,
þar sem þeir höfðu höggvið ræmur, ekki verulega
stórar, en þeir skildu eftir að mér virtist skjól-
belti, sem 1 íklega eru reyndar belti með frætrj ám.
Og þeir voru líka að gera tilraunir með jarðvinnslu
á þessu svæði. Við sáum,að hluti af svæðinu hafði
verið herfað“.
Við lentum á flugvelli hjá smábænum Pinéga.
Þar tóku á móti okkur þrír skógræktarmenn, sem
umsjón höfðu með nærliggjandi skógarsvæðum.
Okkur var skýrt frá því, að nú stæði til að höggva
mikið á þessum slóðum og skipulagning á tilhögun
skógarhöggsins stæði yfir. Hún fólst m.a. í því að
móta trjáræmur, eins og þær sem við sáum úr þyrl-
unni, og einnig var fyrirhuguð mikil gróðursetning.
Nú var aftur stigið upp í þyrluna og fylgdu
heimamenn okkur. Flogið var stundarkorn, þar
til við komum yfir stórt, ferhyrnt rjóður í skógin-
um, kannski 10-20 ha að flatarmáli. Þarna skellti
þyrlan sér niður og lent var skammt frá skógar-
jaðri. I þessu mikla rjóðri var lítill nýgræðingur
og engin mannvirki utan bjálkahúsræksni skammt
frá lendingarstaðnum. Við spurðum, hvort hér
hefði verið stundaður einhver búskapur áður, en
fengum það svar, að fangabúðir hefðu staðið hér
á sínum tíma. Maður gat sér þess til, að fangar
hefðu verið látnir höggva skóg þarna í kring, eins
og ótal sagnir eru um úr slíkum búðum á norður-
slóðum.
Nú vorum við staddir um 100 km sunnar en í
Jorna. Flatlent er hér og hæð yfir sjávarmáli um
200 m.
Skógurinn hér var mun gróskumeiri en í Jorna.
Við göngum úr rjóðrinu eftir skógarvegi, sem
skorinn var hjólförum, því að jarðvegurinn er
ákaflega leirkenndur. Okkur er sagt, að vegagerð
sé miklum erfiðleikum bundin hér um slóðir
vegna þess að gott efni í burðarlag finnst hvergi.
Leirinn veðst mjög upp í bleytu og hefir litla
burðargetu. Fyrir því verður helst að draga við-
inn út úr skóginum, þegar jörð er frosin.
Skógurinn hér var höggvinn fyrir um 50 árum
og ungur skógur hefir vaxið upp eftir það. Við
göngum fyrst fram hjá 3ja til 4ra m hárri furu,
sem er hæfilega þétt, og innan um hana vex ung
björk.
I sýslum leiðsögumanna okkar er skógur felld-
ur á 160 þús. ha árlega og gróðursett er í 35 þús.
ha, en hinn hlutinn á að endurnýjast með sjálf-
sáningu.
Hér er talsvert mikið af lerki í laufskóginum.
Sums staðar myndar það nokkuð samfelldar þyrp-
ingar og þegar lengra kemur inn í skóginn er
meira af þeim. Okkur er sagt, að þetta lerki sé um
45 ára gamalt og 16-18 m hátt það hæsta og form-
ið ákaflega fallcgt. Flest lerkitrén eru óaðfinnan-
leg (sjá myndir). Græn króna er um 40% af bol-
lengd á mörgum trjánna, en okkar menn vilja
helst, að hún sé ekki nema um þriðjungur af bol-
lengd í timburskógi. Ef hugsað er til fræfram-
leiðslu, þarf krónan að vera stærri. Þeir vilja
gjarnan fá ungviði af björk með lerkinu til þess að
hreinsa lerkigreinarnar betur burt.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
111