Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 28

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 28
SIGURÐUR BLONDAL Fyrr og nú GRÓÐRARSTÖÐIN Á AKUREYRI „Ræktunarfélag Norðurlands var stofnað 1903 og eitt af viðfangsefnum þess var að hefja til- raunir með trjágróður. Akureyrarbær gaf félag- inu land, að stærö um 25 dagsláttur. Strax fyrsta sumarið var hafist handa með undirbúning jarð- vegsins og næstu vor voru, eins og áður er sagt, gróðursettar trjáplöntur, sem aldar höfðu verið upp í græðireitnum sunnan við kirkjuna og senni- lega einnig eitthvað af plöntum inntluttum frá Danmörku og Noregi. Efst í stöðinni sunnan við lækinn, sem fellur niður Naustagilið, er brekka, þar sem hvorki var skjól fyrir norðan- eða sunnanvindi og gróður- skilyrði virtust alls ekki hagstæð. Þar Iét Sigurður Sigurðsson, sem þá var framkvæmdastjóri félags- ins, gróðursetja ýmsar tegundir af trjáplöntum, aðallega á árunum 1908 og 1909. Var jarðvegur- inn ekkert undirbúinn og enginn áburður borinn að plöntunum eða neitt fyrir þær gert eftir að þær voru gróðursettar. Tilgangurinn var að fá úr því skorið, hvort trjáplöntur gœtu vaxið og dafnað sæmilega á óvöldu landi án nokkurrar umhirðu, fyrr en að því kæmi aðfara þyrfti að grisja (letur- breyting hér, S.Bl.). Vöxtur þessa trjágróðurs var mjög hægfara allt l'ram undir 1940, en eftir það, þegar grasgróðurinn var horfinn í skuggann, fóru trjáplönturnar að teygja úr sér og hefur verið jöfn og góð framför hjá þeim síðan. Búið er að grisja töluvert í brekkunni síðustu árin“. Svo skrifaði Ármann Dalmannsson skógar- vörður 1955 í greininni „Fimmtíu ára trjágróður í Eyjafirði", sem birtist í Ársritinu. Skáletraða málsgreinin er athyglisverð og eiginlega tilefni þess, að myndir eru birtar af þessum stað. í Ársriti Ræktunarfélagsins 1909 er grein eftir Sigurð Sigurðsson, þáverandi skólastjóra á Hólum, síðar búnaðarmálastjóra og fyrsta for- mann Skógræktarfélags íslands, sem nefnist „Til- raunir með trjárækt á Norðurlandi“. Aftarlega í þessari merku grein standa eftirfarandi orð: „Starf mitt við tilraunirnar hefir styrkt trú mína á því, að skógtré geti hér þrifist. Árangur tilraun- anna er orðinn betri en ég nokkuru sinni hafði búist við. Um mörg atriði, sem í byrjun voru hulin eða óljós, er nú ekki nokkur vafi lengur. Full vissa er fengin fyrir því, að nokkrar trjá- tegundir og runnategundir geta þrifist hér. Vér vitum nú hvernig þarf að ala þær upp fyrstu árin, og vér vitum, hver skilyrði vér verðum að bjóða þeim til þess þær geti þroskast. Petta er stórt skref í áttina og mjög mikilvert. Þegar vissa er fengin fyrir því, að einhver ákveðin trjátegund þrífist á bersvæði, þá má gróðursetja hana svo, að hún veiti skjól, þegar hún vex upp. í því skjóli má þá gróðursetja aðrar trjátegundir, sem eigi þola eins vel óblíðu og sú, er fyrst var gróðursett. Með aukinni reynslu og nýjum tilraunum má búast viö því, að smátt og smátt fáist vissa fyrir því að fleiri og fleiri trjátegundir geti þrifist hér hjá oss. Hitt er líka víst, að ræktun þeirra trjáteg- unda, sem nú þegar er full vissa fyrir að geta þrifist, hlýtur með aukinni reynslu að verða kostnaðarminni og vissari en nú er. 26 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.