Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 106
skógarhögginu. Stofnunin fæst við endur-
ræktun skógarins á slíkum svæðum.
4. Skóghagfræði og ræktunarskipulag. Hér eru
gerðar tillögur um verðlagningu afurða og skyn-
samlega nýtingu skógarins.
5. Skógtækni. Fæst við vélvæðingu nýskógrækt-
ar.
6. Hlunnindi í skóginum. Viðarolíur, harpix,
ber og sveppir.
7. Trjásafn (arboretum), sem heitir Norðlæga
trjásafnið.
Rannsóknastofnunin skapar fræðilegan grund-
völl fyrir skógbúskapihn: Meginviðfangsefni
hennar eru rauðgrenið og skógarfuran, enda eru
98% af felldum viði af þessum trjátegundum.
Við spyrjum sérstaklega um lerkið. Af því eru,
eins og fyrr var sagt, 500.000 ha í Arkhangelsk-
héraði, en 800.000 ha í Komi. Lerkiskógar eru
ekki lengur til í Vologdahéraði. Það er búið að
höggva þá alla. Þcir á rannsóknastöðinni sögðust
hafa kannað, hvort nokkurt lerkifræ væri til í fræ-
stöðinni, en aðeins reyndust vera þar til nokkur
hundruð grömm, sem komin voru frá Ivanovo,
sem er langt sunnan við Arkhangelskhérað.
Að því er varðar sjúkdóma á lerki er svarið:
Þeir eru yfirleitt litlir, en eftir langvarandi þurrka
gerir svonefnd lerkivespa (Prisiphora sp.) nokk-
urn usla, en ekki mjög alvarlegan. Lerkivefari
veldur tjóni með því að leggjast á fræ lerkisins.
Lerkilús (Adelges sp.) gerir stundum allmikinn
usla og skemmir þá nýju sprotana á trjánum. Rót-
arfúasveppurinn (Heterobasidion annosum) er
nokkuð algengur skaðvaldur á lerki, einkanlega
ef það vex í frjósömum og kalkríkum jarðvegi.
Lerkifræ kváðu þeir á rannsóknastofnuninni
vera hægt að geyma í 4-5 ár með því að halda því
vel þurru við 0°C hita. Kóbaltpappír nota þeir til
að mæla rakastigið. Ef pappírinn verður rauður,
er raki of mikill. Þá verður að þurrka fræið og
geyma það síðan í loftþéttum flöskum.
Við spurðum, hve langan tíma tæki að endur-
nýja skóginn náttúrlega eftir rjóðurfellingu. Þeir
kváðu það misjafnt, 10-20 ár. Þegar rjóðurfellt er
á stórum flötum, skapast vandamál við það, að
þar sprettur upp laufskógur. Áður voru slíkir
fletir brenndir, en nú er því hætt, af því að eldur-
inn eyðileggur allan svarðgróður.
A þessu korti eru sýndir staðirnir, sem höfundar ferðuð-
ust til í þyrlu til þess að skoða lerkiskóg.
The map shows the sites the authors visited by heli-
copter in order to see larch.
Algengt er að skilja eftir gisin frætré. Þá eru
valin úrvalstré til undaneldis og sprotar af þeim
notaðir til að rækta upp fræekrur.
Einnig eru sérstakar skógarspildur valdar til
undaneldis. Slíkar spildur eru grisjaðar snemma,
svo að trén fái mikla krónu. Sérstaklega eru eftir-
sótt í þessu skyni skógarfurutré með 3 nálum í
knippi. Þessi tré hafa betri bollögun en hin með 2
nálum og vaxa 10% meira.
Þegar greniskógur er rjóðurfelldur kemur einnig
upp sá vandi, að björk og blæösp sá sér í rjóðrin.
Það getur þurft að bíða í ein 50 ár með að fella
lauftrén. Áður fyrr var ungviði lauftrjánna eytt
með eiturefnum. Um 18 þús. ha voru úðaðir ár-
lega á þennan hátt. En fólk, sem bjó í nágrenni
við þessi svæði, mótmælti svo kröftuglega, að
þessu var hætt og nú er það bannað með lögum.
Nú er farið að grisja ungskóg og komast þeir
yfir 30 þús ha árlega.
NORÐLÆGA TRJÁSAFNIÐ
Það er spölkorn utan við borgina og var stofn-
að 1960, svo að margir einstaklinganna þar eru
ennþá ung tré. Safnið tekur yfir 40 ha og þar eru
800 tegundir trjáa og runna. 1.700 kvæmi eru af
þessum 800 tegundum, t.d. 48 kvæmi af lerki.
Þarna sáum við ung lerkitré frá ýmsum stöðum,
sem hljómuðu kunnuglega í eyrum okkar, eins og
t.d. Baskhír, Pinéga og Plesetsk. Merkilegasta
104
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990