Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 106

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 106
skógarhögginu. Stofnunin fæst við endur- ræktun skógarins á slíkum svæðum. 4. Skóghagfræði og ræktunarskipulag. Hér eru gerðar tillögur um verðlagningu afurða og skyn- samlega nýtingu skógarins. 5. Skógtækni. Fæst við vélvæðingu nýskógrækt- ar. 6. Hlunnindi í skóginum. Viðarolíur, harpix, ber og sveppir. 7. Trjásafn (arboretum), sem heitir Norðlæga trjásafnið. Rannsóknastofnunin skapar fræðilegan grund- völl fyrir skógbúskapihn: Meginviðfangsefni hennar eru rauðgrenið og skógarfuran, enda eru 98% af felldum viði af þessum trjátegundum. Við spyrjum sérstaklega um lerkið. Af því eru, eins og fyrr var sagt, 500.000 ha í Arkhangelsk- héraði, en 800.000 ha í Komi. Lerkiskógar eru ekki lengur til í Vologdahéraði. Það er búið að höggva þá alla. Þcir á rannsóknastöðinni sögðust hafa kannað, hvort nokkurt lerkifræ væri til í fræ- stöðinni, en aðeins reyndust vera þar til nokkur hundruð grömm, sem komin voru frá Ivanovo, sem er langt sunnan við Arkhangelskhérað. Að því er varðar sjúkdóma á lerki er svarið: Þeir eru yfirleitt litlir, en eftir langvarandi þurrka gerir svonefnd lerkivespa (Prisiphora sp.) nokk- urn usla, en ekki mjög alvarlegan. Lerkivefari veldur tjóni með því að leggjast á fræ lerkisins. Lerkilús (Adelges sp.) gerir stundum allmikinn usla og skemmir þá nýju sprotana á trjánum. Rót- arfúasveppurinn (Heterobasidion annosum) er nokkuð algengur skaðvaldur á lerki, einkanlega ef það vex í frjósömum og kalkríkum jarðvegi. Lerkifræ kváðu þeir á rannsóknastofnuninni vera hægt að geyma í 4-5 ár með því að halda því vel þurru við 0°C hita. Kóbaltpappír nota þeir til að mæla rakastigið. Ef pappírinn verður rauður, er raki of mikill. Þá verður að þurrka fræið og geyma það síðan í loftþéttum flöskum. Við spurðum, hve langan tíma tæki að endur- nýja skóginn náttúrlega eftir rjóðurfellingu. Þeir kváðu það misjafnt, 10-20 ár. Þegar rjóðurfellt er á stórum flötum, skapast vandamál við það, að þar sprettur upp laufskógur. Áður voru slíkir fletir brenndir, en nú er því hætt, af því að eldur- inn eyðileggur allan svarðgróður. A þessu korti eru sýndir staðirnir, sem höfundar ferðuð- ust til í þyrlu til þess að skoða lerkiskóg. The map shows the sites the authors visited by heli- copter in order to see larch. Algengt er að skilja eftir gisin frætré. Þá eru valin úrvalstré til undaneldis og sprotar af þeim notaðir til að rækta upp fræekrur. Einnig eru sérstakar skógarspildur valdar til undaneldis. Slíkar spildur eru grisjaðar snemma, svo að trén fái mikla krónu. Sérstaklega eru eftir- sótt í þessu skyni skógarfurutré með 3 nálum í knippi. Þessi tré hafa betri bollögun en hin með 2 nálum og vaxa 10% meira. Þegar greniskógur er rjóðurfelldur kemur einnig upp sá vandi, að björk og blæösp sá sér í rjóðrin. Það getur þurft að bíða í ein 50 ár með að fella lauftrén. Áður fyrr var ungviði lauftrjánna eytt með eiturefnum. Um 18 þús. ha voru úðaðir ár- lega á þennan hátt. En fólk, sem bjó í nágrenni við þessi svæði, mótmælti svo kröftuglega, að þessu var hætt og nú er það bannað með lögum. Nú er farið að grisja ungskóg og komast þeir yfir 30 þús ha árlega. NORÐLÆGA TRJÁSAFNIÐ Það er spölkorn utan við borgina og var stofn- að 1960, svo að margir einstaklinganna þar eru ennþá ung tré. Safnið tekur yfir 40 ha og þar eru 800 tegundir trjáa og runna. 1.700 kvæmi eru af þessum 800 tegundum, t.d. 48 kvæmi af lerki. Þarna sáum við ung lerkitré frá ýmsum stöðum, sem hljómuðu kunnuglega í eyrum okkar, eins og t.d. Baskhír, Pinéga og Plesetsk. Merkilegasta 104 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.