Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 101
ARNÓRSNORRASON
SIGURÐUR BLÖNDAL
Skógur og skógabúskapur
í Arkhangelskhéraði
Ferðasögubrot
BÚIST TIL ARKHANGELSKFERÐAR
í júní 1988 hitti Sigurður Blöndal Vladimir
Mazlov, fulltrúa í sendiráði Sovétríkjanna í
Reykjavík. Skýrði hann fyrir Mazlov áhuga okkar
á og þýðingu þess fyrir skógrækt á Islandi að fá
fræ af rússalerki úr Arkhangelskhéraði og enn-
fremur mikilvægi þess, að íslenskum skógræktar-
mönnum gæfist kostur á að koma til héraðsins,
hitta skógræktarmenn þar og skoða lerkiskóga.
I framhaldi af þessu samtali skrifaði Sigurður
sendiráði Sovétríkjanna bréf hinn 13. júní, þar
sem hann vísaði til bókunar frá 6. sept. 1980, sem
undirrituð var af 'honum og prófessor Viktor
Atrokhin frá skógrannsóknastofnuninni í Puskh-
ino nálægt Moskvu um samvinnu íslands og
Sovétríkjanna í skógræktarmálum. En aðalefni
þessa bréfs var þó að árétta þau tvö atriði, sem
nefnd voru í samtalinu við Vladimir Mazlov. Um
það segir svo í þessu bréfi:
„...Skógrækt ríkisins telur sérstaklega mikil-
vægt, að hrundið verði í framkvæmd tveimur at-
riðum þessarar samvinnu:
1) Möguleikum á að fá (til íslands) frœ af rússa-
lerki (Larix sukaczewi) úr Arkhangelskhér-
aði, einkanlega nyrðri hlutum þess. Af erfða-
fræðilegum ástæðum er afar æskilegt að hafa
alltaf til ræktunar nokkurt magn af fræi úr
náttúrlegum skógi, j afnvel þótt fræekrur verði
sífellt þýðingarmeiri í ræktun nýmarka. Eg
legg áherslu á þetta atriði, af því að rússalerki
er nú ein af þremur aðaltrjátegundum í skóg-
rækt á íslandi og hefir reynst best allra trjáteg-
unda á Austurlandi og í sumum héruðum
norðanlands.
Síðastliðin 10-15 ár hefir reynst ómögulegt
að afla nema mjög lítils af lerkifræi úr Ark-
hangelskhéraði frá Exportkhleb, en hins
vegar auðvelt að fá fræ frá Síberíu. En við
höfum miklu minna gagn af síberísku fræi.
2) Skipti á sendinefndum skógræktarmanna. Nú
er kominn tími til þess að framfylgja þessu at-
riði, t.d. seint á árinu 1988 eða 1989.
Eg sting upp á eftirfarandi fyrir Skógrækt
ríkisins: Sendinefnd tveggja skógræktar-
manna ætti að fá tækifæri til þess að heim-
sækja Arkhangelskhérað til þess að skoða
Larix sukaczewi í náttúrlegu umhverfi sínu.
Fyrir okkur er þetta afar þýðingarmikið.
Við þekkjum það af reynslu, að það hefir reg-
inþýðingu fyrirskógræktarmann, sem fæst við
ræktun innfluttrar trjátegundar að geta skoð-
að þá tegund í náttúrlegu umhverfi sínu. Eg
spyr um möguleika á að fara frá Finnlandi um
Leningrad beint til Arkhangelsk. Pá gæti ein
vika nægt til ferðarinnar. Ef þetta gæti gerst,
ætti svo sendinefnd tveggja sovéskra skóg-
ræktarmanna að koma til íslands. Ég held það
væri báðum þjóðum hagkvæmt, að sovésku
fulltrúarnir væru sérfræðingar í ræktun lerkis
og úrvinnslu lerkiviðar."
í lok nóvember 1988 kom Vladimir Mazlov svo
aftur á skrifstofu Skógræktar ríkisins með jákvætt
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
99