Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 35
ARNÓRSNORRASON
Skipulag nytjaskógræktar í
Öngulsstaðahreppi, Eyjafirði
Drög
INNGANGUR
Það var á fundi þann 22. janúar 1987 að
ákveðið var að leggja í það verk sem fjallað
verður um í þessari grein. Fundinn sat nytja-
skóganefndin í Eyjafirði, oddviti Öngulsstaða-
hrepps, garðyrkjustjóri Akureyrarbæjar og
undirritaður.
Garðyrkjustjóri, Árni Steinar Jóhannsson,
kynnti á fundinum skjólbeltaskipulag fyrir Öng-
ulsstaðahrepp sem hann var að vinna að og kom
með þá uppástungu að samhliða skjólbeltaáætlun
yrði gert heildarskipulag fyrir nytjaskógrækt í
hreppnum.
Fyrir hönd Skógræktar ríkisins var mér falið að
vinna þetta verk og hefur áætlanadeild Skóg-
ræktar ríkisins staðið straum af öllum kostnaði
við gerð þessa skipulags.
Hafist var handa við gagnasöfnun og kortlagn-
ingu snemma sumars 1987. Var ég við þriðja
mann í hálfan mánuð í Öngulsstaðahreppi. Mér
til stuðnings voru tveir kortlagningarmenn frá
gróðurnýtingardeild Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins. Eiga þeir þökk skilið fyrir þá aðstoð.
Veturinn 1987-88 gafst lítill tími til að vinna úr
gögnum þeim, sem safnað hafði verið um sumar-
ið. Þó var aðeins byrjað á flatarmálsmælingu.
Sumarið 1988 voru landamerki merkt inn á
loftmyndir og strax um haustið var hafist handa
við úrvinnslu og gerð yfirlitskorta. Veturinn
1988-89 var unnið af kappi við verkefnið þegar
tími gafst til. Úrvinnslu var að mestu lokið um
vorið en vegna verkfalls náttúrufræðinga tókst
ekki að reka smiðshöggið á skipulagið og kynna
það í héraði, eins og til stóð.
MARKMIÐ NYTJASKÓGRÆKTAR
OG KRÖFUR TIL LANDS
Með nytjaskógi er átt við skóg, sem vaxinn er
trjátegundum, sem geta gefið af sér nýtanlegar
viðarafurðir. Miðað við markaðsaðstæður í dag
ber að stefna að ræktun tegunda, sem fyrir utan
að vaxa hratt og áfallalaust gefa af sér hátt hlutfall
borðviðar. Borðviður er verðmætasta afurð
nytjaskógar og að auki er stofnkostnaður við
vinnslu hans lítill.
Gerðar eru meiri kröfur til nytjaskógar hvað
varðar vöxt og vaxtarlag trjáa en t. d. skógræktar
til útivistar og landgræðslu. Þetta gerir það að
verkum að við val á landi til nytjaskógræktar eru
gerðar aðrar og oftast strangari kröfur en í ann-
arri skógrækt.
Með ræktun nytjaskóga er stefnt að sem
mestum vexti og bestum á flatar- og tímaeiningu.
Segja má að sama gildi um trjávöxt, sem vöxt
annarra plantna að því frjósamara sem landið er
því meiri verður vöxturinn að öllum öðrum
þáttum óbreyttum.
Með nytjaskógrækt ber að stefna að því að
velja svæði sem uppfylla sem best eftirfarandi
skilyrði:
- Að ræktunarsvæði séu samfelld, þannig að
skógarjaðar verði sem minnstur. í jaðri skógar
mót samfelldu skóglausu landi er trjávöxtur að
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
33