Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 35

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 35
ARNÓRSNORRASON Skipulag nytjaskógræktar í Öngulsstaðahreppi, Eyjafirði Drög INNGANGUR Það var á fundi þann 22. janúar 1987 að ákveðið var að leggja í það verk sem fjallað verður um í þessari grein. Fundinn sat nytja- skóganefndin í Eyjafirði, oddviti Öngulsstaða- hrepps, garðyrkjustjóri Akureyrarbæjar og undirritaður. Garðyrkjustjóri, Árni Steinar Jóhannsson, kynnti á fundinum skjólbeltaskipulag fyrir Öng- ulsstaðahrepp sem hann var að vinna að og kom með þá uppástungu að samhliða skjólbeltaáætlun yrði gert heildarskipulag fyrir nytjaskógrækt í hreppnum. Fyrir hönd Skógræktar ríkisins var mér falið að vinna þetta verk og hefur áætlanadeild Skóg- ræktar ríkisins staðið straum af öllum kostnaði við gerð þessa skipulags. Hafist var handa við gagnasöfnun og kortlagn- ingu snemma sumars 1987. Var ég við þriðja mann í hálfan mánuð í Öngulsstaðahreppi. Mér til stuðnings voru tveir kortlagningarmenn frá gróðurnýtingardeild Rannsóknastofnunar land- búnaðarins. Eiga þeir þökk skilið fyrir þá aðstoð. Veturinn 1987-88 gafst lítill tími til að vinna úr gögnum þeim, sem safnað hafði verið um sumar- ið. Þó var aðeins byrjað á flatarmálsmælingu. Sumarið 1988 voru landamerki merkt inn á loftmyndir og strax um haustið var hafist handa við úrvinnslu og gerð yfirlitskorta. Veturinn 1988-89 var unnið af kappi við verkefnið þegar tími gafst til. Úrvinnslu var að mestu lokið um vorið en vegna verkfalls náttúrufræðinga tókst ekki að reka smiðshöggið á skipulagið og kynna það í héraði, eins og til stóð. MARKMIÐ NYTJASKÓGRÆKTAR OG KRÖFUR TIL LANDS Með nytjaskógi er átt við skóg, sem vaxinn er trjátegundum, sem geta gefið af sér nýtanlegar viðarafurðir. Miðað við markaðsaðstæður í dag ber að stefna að ræktun tegunda, sem fyrir utan að vaxa hratt og áfallalaust gefa af sér hátt hlutfall borðviðar. Borðviður er verðmætasta afurð nytjaskógar og að auki er stofnkostnaður við vinnslu hans lítill. Gerðar eru meiri kröfur til nytjaskógar hvað varðar vöxt og vaxtarlag trjáa en t. d. skógræktar til útivistar og landgræðslu. Þetta gerir það að verkum að við val á landi til nytjaskógræktar eru gerðar aðrar og oftast strangari kröfur en í ann- arri skógrækt. Með ræktun nytjaskóga er stefnt að sem mestum vexti og bestum á flatar- og tímaeiningu. Segja má að sama gildi um trjávöxt, sem vöxt annarra plantna að því frjósamara sem landið er því meiri verður vöxturinn að öllum öðrum þáttum óbreyttum. Með nytjaskógrækt ber að stefna að því að velja svæði sem uppfylla sem best eftirfarandi skilyrði: - Að ræktunarsvæði séu samfelld, þannig að skógarjaðar verði sem minnstur. í jaðri skógar mót samfelldu skóglausu landi er trjávöxtur að ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.